Tilraunavefurinn
föstudagur, október 31
  Ritningin/Pistillinn
Í Gamla testamentinu er bók sem heitir Daníelsbók. Ætli hún sé ekki í Spámannaritunum. Í henni segir meðal annars af Daníel og þremur vinum hans, sem bæði voru af konungsættinni og af höfðingjum Ísraelsþjóðarinnar. Sagan af þeim er sama sagan og sögð er í leikritunu um Latabæ, því fyrra. Lærdómurinn sem hægt er að draga af sögunni er þessi: Það er bæði hott og gott að neyta grænmetis og vatns og þjálfa líkamann vel.

Þannig var að þegar konungurinn í Babýlon, Núbúkadnesar nokkur, hertók Jerúsalem vildi hann sjá til þess að fólkið, sem hann þó þyrmdi, myndi tileinka sér hvers konar vísindi og fróðleik, eins og bókmenntir og tungu Kaldea. Því valdi hann Daníel og þessa vini hans til að setjast á skólabekk og lét kenna þeim þetta allt saman svo þeir gætu komið þekkingunni áfram til landa sinna. Þeir fengu toppkennslu og aðbúnaður þeirra var allur hinn frábærasti. Og meðal annars fengu þeir að éta og drekka það sama og borið var á borð konungsins. Þannig skyldi það vera á hverjum degi.

Daníel hafði lært það sem ungir drengur að trú hans leyfði ekki að hann neytti hvaða matar sem væri. Þess vegna vildi hann ekki éta þessar fínu kræsingar frá kónginum. Honum tókst með kænsku að fá tilsjónarmanninn sem gætti þeirra félaganna til að gefa þeim aðeins grænmeti og vatn í 10 daga. Að þeim tíma liðnum átti svo að kanna hvort þeir væru verr haldnir en þeir sem fengu kræsingar konungsins.

Eftir góða reynsu af þessari tilraun var ákveðið að þessi fjórir ungu herramenn fengju einungis grænmeti (eða kálmeti eins og það er kallað í textanum í Biblíunni) og vatn að borða þann tíma sem þeir áttu að vera í þessari námsvist hjá konungi, en þetta var þriggja ára nám.

Að náminu loknu kom svo á daginn að einmitt þessir fjórir piltar voru ekki bara sætastir og best á sig komnir. Heldur voru þeir líka kunnáttumeiri, vitrari, tíu sinnum fremri smásagnamenn og særingamenn og hæfari til allra verka en hinir gaurarnir sem voru með þeim í þessu námi.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]