Tilraunavefurinn
fimmtudagur, október 16
  Færsla um fótboltamenn
Ekki fór leikurinn 3-3 heldur 1-0. Það var nú betra.

Mig langar aðeins að tjá mig um leikmenn liðsins og það hvernig mér fannst þeir standa sig í gær. Fyrst er þó rétt að taka það fram að ég sá leikinn bara í sjónvarpinu og á skjánum sér maður nú ekki nema brot af leiknum og því sem leikmenn eru að gera í leiknum. Þannig er það nú bara. Að fara á völlinn er miklu áhrifameira. Sem dæmi getur Brynjar Björn, miðvallaleikmaður landsliðsins, aldrei neitt þegar maður er að horfa á hann í sjónvarpinu en þegar maður er á vellinum finnst manni hann alla jafna standa sig best allra. Þvílikur vinnuhestur. En í sjónvarpinu sjáum við hann bara þegar hann hefur boltann og það vill nú þannig til með hann að sendingar hans eru Akkelesarhællinn í leik hans.

Einhver blaðamaður ritar í íþróttasíðu Fréttablaðsins um þennan leik og mér líkaði ekki það sem hann skrifaði um leikmennina. Til dæmis ekki það að Eiður Smári hafi ekkert getað í leiknum. Ekki ógnað neitt og hann fær lægstu einkunn íslensku leikmannanna. Það finnst mér nú ekki sanngjarnt af honum þótt Eiður hafi svo sem leikið betur. Það stóð nefnilega stöðug ógn af honum. Makedónarnir voru skíthræddir við hann og höfðu svo góðar gætur á honum að með því að draga sig út á vinstri kantinn tókst Eiði Smára að mynda heilmikið pláss fyrir miðju vallarins fyrir aðra sóknarmenn liðsins að athafna sig á. Að mörgu öðru leyti fannst mér Eiður Smári standa sig vel í leiknum.

Fréttablaðsmaðurinn gefur Hermanni Hreiðarssyni háa einkunn. Það finnst mér einkennilegt. Auðvitað er hann nautsterkur og er með hugarfar sem er alveg hreint til fyrirmyndar en hún er óþolandi þessi árátta hans að vera í tíma og ótíma að rjúka úr stöðunni sinni og skilja eftir holu í miðri vörn Ísands þar sem hann á að vera. Sérstaklega á þetta við þegar hann rýkur upp með boltann því oftar en ekki endar það með því að hann ætlar sér um of og boltinn er unnin auðveldlega af honum. Hinn miðvörðurinn var hins vegar ofboðslega góður.

Kristján Örn hefur leikið landsleik eftir landsleik þar sem hann hefur staðið sig gríðarlega vel (nú langar mig að segja að hann hafi ekki stigið feilspor en það á ekki við því í leik um daginn renndi hann sér skriðtæklingu inn í teig þegar engin hætta var á ferðum og straujaði niður andstæðing með þeim afleiðingum að vítaspyrna var réttilega dæmd á okkar lið), En annars hefur Kristján Örn verið frábær í lengri tíma og það er með ólíkindum að þessi fljóti og sterki varnarmaður skuli vera að spila í norsku deildinni en ekki í Þýskalandi, Englandi eða Ítalíu.

Þá var blaðamaður Fréttablaðsins ekki hrifinn af leik Indriða vinstri bakvarðar. Ég gat ekki betur séð en að Indriði hafi nauðugur viljugur tekið að sér það hlutverk að stoppa í götin sem Hermann skildi eftir sig þegar hann rauk hvað eftir annað út úr vörninni. Þess vegna dró hann sig innarlega í varnarlínuna og við það opnaðist svæðið lengst úti vinstra megin og Emil vængmaður þurfti þá að koma og detta niður í þá holu. Það gerði hann, en við það lokaðist sú sóknarleið að sækja hratt upp vinstri vænginn.

Birkir hægri vængmaður var stórhættulegur. Blaðimanni Fréttablaðsins fannst hann svo slakur að hann ætti ekki skilið að vera í landsliðshópnum. Kannski var hann lítið í boltanum en hann er gríðarlega fljótur og hann skapaði hættu tvisvar til þrisvar sinnum. Og svo má ekki gleyma því að hann kann orðið að verjast og það er ágætt að sem flestir leikmenn liðsins okkar séu færir um það.

Stefán Gísla var góður í fyrri hálfleik en slakari í þeim síðari. Mig langaði mikið að sjá Arnór Smárason í leiknum í gær en mér varð ekki að ósk minni. Ég get samt alveg sætt mig við það því skiptingarnar hjá þjálfara liðsins gengu upp og skiluðu örugglega því sem þær áttu að skila. Ég bíð bara aðeins lengur eftir því að sjá strákinn í landsleik.

Það er orðið langt síðan ég skrifaði um fótbolta.
 
Ummæli:
Er þetta ekki Birkir tengdasonur Bolungavíkur? Segðu svo að maður fylgist ekki með boltanum.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]