Tilraunavefurinn
föstudagur, október 10
  Karl gefur ekki kost á sér
Karl Hallgrímsson, fyrrverandi varamaður í 3. deildarliði UMFB í Bolungavík, miðvallarleikmaður í Reyni frá Hnífsdal, fyrrverandi fyrirliði í Seríu 5 liði Fire Höje Idrætsforening á Mið-Jótlandi og síðast leikmaður utandeildarliðsins Biskups sem leikur í Sunnlensku deildinni, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið karla í knattspyrnu á þessu ári. Ástæðurnar segir Karl vera persónulegar og hyggst hann ekki gefa þær uppi. Yfirlýsing þessa efnis var send landsliðsnefnd KSÍ fyrr í þessari viku. Forystumenn KSÍ eru gríðarlega vonsviknir með þessa ákvörðun Karls en Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hafði lagt ríka áherslu á að fá Karl í leikina nú í október. Kristján Jónsson, íþróttafréttaritari, sagði í samtali við Tilraunavefinn að honum kæmi þessi ákvörðun Karls ekki á óvart. Hann hefði ekki leikið knattspyrnu í rúm átta ár. Og þótt hann hefði leikið fáeina leiki í sunnlensku utandeildinni í hitteðfyrra og staðið sig þokkalega, þá hefði hann staðið inni í miðjuhringnum lungann úr leikjunum og hvorki haft þrek til að sækja né verjast með liðsfélögunum. „Kalli á ekki að vera í þessu liði. Ég skil ekkert í Ólafi að leggja þessa ofuráherslu á að fá hann í þessa leiki í haust. Maðurinn er akfeitur og hefur þar fyrir utan aldrei getað neitt í fótbolta. Hann hefði orðið að athlægi."

Karl er annar leikmaðurinn í þessari viku sem tilkynnir að hann gefi ekki kost á sér í landsliðið. Fyrr í vikunni tilkynnti annar varamaður, Höskuldur Eiríksson úr FH, að hann gæfi ekki kost á sér í þessa leiki. Á skrifstofu KSÍ hefur verið sett sólarhringsvakt við tölvu og faxtæki því búist er við að fleiri varamenn sendi tilkynningu um að þeir gefi ekki kost á sér í þessa leiki.
 
Ummæli:
Þetta er náttúrulega þvílíkur bömmer að þú gefir ekki kost á þér í landsliðið.
Hlakka til að hitta ykkur á morgun.
 
vissi alltaf að þú vildir vera Hnífsdælingur inn við beinið :o)

kv
Hannibal
 
án efa ein besta fréttatilkynning sem að ég hef séð.

Kv. Karvel Pálmason
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]