Tilraunavefurinn
miðvikudagur, apríl 27
  Joan Baez - Forever Young


Þetta hérna sameinar allt það sem mér finnst dásamlegast við tónlist. Einfalt lag, vel sungið og af virðingu við ljóðið sem er einfaldlega tímalaus snilld.

May God bless and keep you always
May your wishes all come true
May you always do for others
And let others do for you
May you build a ladder to the stars
And climb on every rung
May you stay forever young
Forever young, forever young
May you stay forever young.

May you grow up to be righteous
May you grow up to be true
May you always know the truth
And see the lights surrounding you
May you always be courageous
Stand upright and be strong
May you stay forever young
Forever young, forever young
May you stay forever young.

May your hands always be busy
May your feet always be swift
May you have a strong foundation
When the winds of changes shift
May your heart always be joyful
And may your song always be sung
May you stay forever young
Forever young, forever young
May you stay forever young.

Bob Dylan
 
sunnudagur, apríl 10
  Til sölu í Eymundsson
Í Eymundsson er hægt að kaupa plötuna mína. Líka í Vefverslun Eymundsson. Svo má líka gjarnan láta aðra vita hve eigulegur gripur hún er.

Og þeir sem vilja versla beint af bónda skrifa bara tölvupóst á netfangið karlinn@simnet.is.
 
laugardagur, apríl 9
  Héðan í frá - Tíðindi
Tíðindi er lag númer 2 á plötunni Héðan í frá.

Tíðindi er farið að heyrast á Létt-Bylgjunni og á vonandi eftir að hljóma áfram í útvarpinu. Þið lesendur getið sjáfsagt haft áhrif á það með einhverjum hætti.

Lagið kom bara til mín hérna heima hjá mér þar sem ég gekk um gólfin með gítarinn framan á mér og plokkaði á hann og raulaði með á meðan yngri börnin tvö voru að sofna hvort í sínu herberginu. Ég hafði ekkert fyrir því að semja lagið. Ég fílaði það strax sjálfur og hafði vit á að taka það strax upp, annars hefði ég sjálfsagt gleymt því. Textinn kom jafnauðveldelga og lagið. Alveg örugglega sá texti sem ég hef minnst haft fyrir að koma saman. Mig minnir að ég hafi spurt Grétu mína álits um það um hvers konar yrkisefni hún myndi vilja heyra í dægurlagi ef hún væri um það bil að fara að setja sig í stellingar til að hlusta á þannig tónlist. Hún sagðist vilja heyra eitthvað ævintýralegt og þjóðlegt, eins og til dæmis um álfa og tröll.

Við þessa hugmynd hnýtti ég aðra hugmynd um orðtakið „fljótt flýgur fiskisagan" og gamalt minni um að allskyns kjaftagangur, rógburður og sögur af persónulegum ógöngum náungans fari eins og vindur í sinu eða berist hreinlega með loftinu héraða á milli. Á ferð sinni um fjöll og dali berast þá sögurnar jafnvel í eyru álfanna og tröllanna sem kæra sig eflaust ekkert um að þær.

Þegar ég hélt tónleika með Karli og mönnunum í fyrra leið mér sérstaklega vel á meðan við fluttum þetta lag. Mér fannst það vel heppnað hjá okkur þá. En ég var svo óheppinn að minniskortið í upptökutækinu mínu fylltist og ég á því ekki upptöku af þessu.

Í upptökunum var vinnan við þetta lag álíka áreynslulaus og sköpun þess. Það lá alveg ljóst fyrir hvers konar útsetningu þetta lag fengi. Við Orri þurftum ekki einu sinni að ræða það.


Tíðindi
lag & texti: Karl Hallgrímsson (2009)

víðan um völl með vindi um fjöll
berast til mín frásagnir fólki af
sem yrði ferlegt að missa af
því sem vindurinn ber
blítt er hvíslað að mér

missti ég af meðan ég svaf
mergjaðri fregn hreint mögnuðu atviki
alveg einstöku tilviki
ég vil frétta sem flest
finnast ég vita best

bæði alvara og grín
berast til mín
heyra ósköpin öll
álfar og tröll

berist mér frétt finnst mér það rétt
að fljúgi hún sem lengst - bergmáli um víðan völl
yfir vötn, haf og reginfjöll
og til eyrna hvers manns
er henni býður í dans

mig rennir í grun að geri fólk mun
þegi um sumt og ef tíðindi um tryggðarrof
telur það vera einum of
persónuleg
- má það fara sinn veg

hvorki trúnað né tryggð
tel vera dyggð
heyra ósköpin öll
álfar og tröll
 
miðvikudagur, apríl 6
  Útsölustaðir


Útsölustaðir Héðan í frá:

Akureyri: Hjá mér og í Eymundsson.
Skaginn: Í Eymundsson.
Reykjavíkursvæðið: Hjá Halldóru systur og í Eymundsson í Austurstræti, Skólavörðustíg, Kringlunni og í Smáralind.
Selfoss: Sunnlenska bókakaffið á Austurveginum og hjá Gilla á Sólbakka og Þóru í Þrastarimanum.
Biskupstungur: Hjá Steinu á Kaffi Kletti.
Ísafjörður: Eymundsson í Bókhlöðunni
Bolungavík: Heima á Holtastíg og hjá Stefaníu og Olgeiri í Bjarnabúð.
 
  Langur vinnudagur
Það er hörkuvinna að standa í útgáfu; dreifingu, kynningu og sölu á nýútkomnum fyrsta geisladiski tónlistarmanns sem afar fáir þekkja. Alla vega þegar maður ætlar sér að gera þetta allt upp á eigin spýtur og ná að framkvæma sem allra mest á tveimur dögum.
 
sunnudagur, apríl 3
  Leit
Platan Héðan í frá hefst á laginu Leit. Það lag markar eiginlega upphafið af því að ég fór að fást eitthvað við dægurlagasmíðar. Áður hafði ég svo sem gert eitt og eitt lag, en eftir að ég hafði gert lagið Leit og lokið við það með því að útsetja það fyrir nokkur hljóðfæri og raddir og taka það upp með upptökubúnaði sem ég á var ég kominn í gang. Og fleiri lög fylgdu í kjölfar Leitar.

Ég samdi lagið í sömu tóntegund og það er á plötunni. Millikaflinn var líka sunginn í upphafi og við hann á ég texta, en við Orri ákváðum að nota þann kafla heldur sem einleikskafla fyrir laglínuhljóðfæri en að syngja hann. Það er góður kunningi minn, Hjörleifur Valsson, sem leikur þann kafla á fiðluna sína. Leit er eina lagið á plötunni þar sem ég leik sjálfur á gítar í upptökunni. Það er vel passandi að taka á móti hlustendum plötunnar þannig að ég bæði syngi og leiki fyrsta lagið.

Hugmyndin að laginu kviknaði í stefi úr Hátíðarsöngvum séra Bjarna, þegar kórinn syngur „guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilegan boðskap". Það er eitthvað popp í þessari línu. Ég breytti henni aðeins og hélt svo áfram að spinna við hana. Niðurstaðan er þetta lag. Textann ætlaði ég líka að hafa með tilvísun í þetta sama stef en einhvers staðar á leiðinni týndi ég þeim þræði og tók upp annan. Það er spurningin stóra um tilgang lífsins. Kannski var ég innblásinn af hugmynd vinar míns, Gunnars Sturlu, sem var með bloggsíðu á meðan hann bjó með fjölskyldu sinni í Danmörku og hafði á henni flipa sem hét spurningakeppni. Þegar maður valdi spurningakeppnina var þar aðeins eina spurningu að finna og hún var þessi: Hver er tilgangur lífsins? Það er svo stór spurning að mér er ómögulegt að fjalla nokkuð um svarið eða svörin við henni en í staðinn gerði ég þennan texta og beini þar sjónum að leitinni að tilgangi lífsins.

Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Bæði lagasmíðina sem slíka, en líka útsetningu okkar Orra og heildarmyndina á því eins og það er á plötunni. Ég er líka ánægður með textann en ég mun sennilega aldrei fyrirgefa sjálfum mér það að hafa ekki látið lesa próförk af textunum áður en ég söng þá inn því í þessu lagi slæddist með málfarsvilla. Hér er ég búinn að lagfæra þetta. Ég er ekki viss um að allir komi auga á eina tilvísun sem er að finna í textanum en ég hafði ákaflega gaman af henni sjálfur. Það er vísun í fjöldasöngsslagaranna Hæ, dúllía, dúllía, dúllía dæ eða Það liggur svo makalaust ljómandi á mér. Þar er vers sem er algjörlega frábært og fjallar um mikilvægi þess að lyfta sér annað slagið upp og muna eftir því að leyfa sér að njóta lífsins.

Var það ekki einhvernveginn svona?

Samt líð ég hér áfram í indælisró,
í „algleymis" dillandi „löngunarfró".
Já þetta' er nú "algleymi" ef "algleymi'" er til
Því ekkert ég man eða veit eða skil.Leit
lag & texti: Karl Hallgrímsson

ég leitað lengi hef
að lífsins tilgangi
og reynt að ramba á
hið rétta svar - en þá
stundinni ekki lengur nokkuð man
líkt hendir varla nokkurn allsgáðan

hef reyndar efast um
allt sem fundið hef
um leið og lausnir fást
aðrar yfirsjást
stundinni ekki lengur nokkuð veit
stefni aftur út í tilgangsleit

---

og eftir langa leit
að lífsins tilgangi
er næstum engu nær
svörum flestum fjær
og stundinni ekki lengur nokkuð skil
nema tilgangurinn sé að vera til
 
laugardagur, apríl 2
  Algyði (Pantheismus)

Lagið samdi ég eitthvert kvöldið í fyrrahaust þar sem ég sat yfir syni mínum og gutlaði á gítarinn á meðan hann sofnaði. Ég ætlaði mér að gera texta við lagið og var búinn að rannsaka gaumgæfilega hvers lags form ætti að vera á textanum, með tilliti til þess hvernig væri hyggilegast að raða saman rými og slíku. Með það í huga fór ég að svipast um í ljóðabókunum á heimilinu og á Amtsbókasafninu og á Netinu. Rakst þá á þetta ljóð eftir Matthías Jochumsson sem ég hafði ekki lesið áður. Það var bara fullkomið fyrir lagið. Ég get ekki gert betur en þetta. Því nota ég það bara.


Það var svolítið skemmtilegt í fyrra þegar ég gerði demó af þessu lagi. Þá prófaði ég að syngja það með miklum stuðningi við tónana og með tiltölulega miklum styrk, eins og klassískur söngvari myndi sjálfsagt gera. Það var svolítið sniðug aðgerð því við það komu fram nýjar áherslur og alveg ósjálfrátt hafði ég breytt laglínunni lítillega og það var sannarlega til bóta, þótt ég hefði ekkert farið lengra með þann söngstíl í þessu lagi, ekki frekar en í öðrum lögum á plötunni.Textann kann ég ekki við að birta hér. En það má sjá hann hér:
 
  Blús um bið
Blús um bið kallaði ég fyrst Þú bíður eftir mér. Lagið samdi ég í kringum eitthvert fikt með gítarinn þar sem ég lék til skiptis C-dúr hljóm og G-dúr hljóm með stækkaðri fimmund (svona fyrir þá sem hafa áhuga á slíku). Það var eitthvert grúv í þessu sem knúði mig áfram til að semja í kringum það heilt lag. Þannig að samspil tveggja hljóma varð kveikjan að heilu lagi.

Það er eiginlega svipað að segja af textanum við þetta lag. Ég var, eins og svo oft, eitthvað að vandræðast með það um hvað ég ætti að fjalla í textanum. Þannig liðu dagarnir einn af öðrum að ég var allar stundir með það svona í baghovedet um hvað textinn gæti orðið. Svo rarkst ég á útlenska sögu af ungum manni sem á eitthvert erindi við stúlkuna sína og fer þeirra erinda með strætó. En svo vill stúlkan ekkert við hann tala og er ekki einu sinni heima þegar hann kemur og hann tekur strætóinn aftur heim. Þá fer hann velta sér upp úr því hvað vagnstjórinn haldi um hann. Þetta var nóg til að kveikja í mér og ég fjalla hérna um biðina. Set mig í spor manns sem finnst hann hafa beðið nóg eftir einhverri konu og er í hefndarhug. Nú skal hún fá að bíða eftir honum.

Í þessu lagi er það sama hljómsveit sem leikur með mér og í laginu Nett spor. Þegar ég söng lagið inn var sá söngur bara hugsaður sem nokkurskonar leiðarvísir fyrir hljóðfæraleikarana til að heyra á meðan þeir spiluðu sína parta inn. Það var svo allaf meiningin að syngja þetta aftur og vanda sig þá vel. En þegar við Orri settum okkur svo í þær stellingar fundum við fljótlega að við fengjum ekki þennan afslappað fíling sem ég hafði náð fram í þessari stuðningstöku. Svo söngurinn í þessu lagi er nákvæmlega eins og hann á að vera.

Það er líka skemmtilegt að segja frá því að sá söngur var sunginn ofan á undirleik sem var gerður eftir taktboðanum 6/8 en Birgir trommari lætur slögin ekki vera nema 4 í hverjum takti. Þetta getur nefnilega vel gengið upp og gerir sig býsna skemmtilega.

Blús um bið
lag og texti: Karl Hallgrímsson (2009)

ég verð ekki heima um hádegið
hefðir þú betur setið lengur kyrr
ég veit að þú kemur klukkutíma of seint
með kalda augnaráðið frosið á þér
eins og vant var áður fyrr

síðdegið allt verð ég upptekinn
ekkert að græða á heimsóknum til mín
ég veit að þú kemur samt klukkutíma of seint
kvartandi yfir einhverju
og ætlar að ég hafi saknað þín

allt of mörg tár
hafa í allt of mörg ár
fallið vegna þín
oft löng var mín bið
nú sný ég því við
það ert þú sem bíður mín

enn ertu á útidyratröppunum
alein þú situr og bíður eftir mér
þú heldur ég komi eflaust klukkutíma of seint
kjökrandi og bljúgur
falli biðjandi á hnén fyrir þér
 
föstudagur, apríl 1
  Nett spor
Þegar ég samdi lagið Nett spor heyrði ég það fyrir mér án söngs. Bossanovataktur, gítarrythmi og trompet, sax eða klarinett færu með laglínuna. Ölli félagi minn í Bleki byttum lagði síðar til að melodika léki laglínuna. Það fannst mér afar spennandi hugmynd.

Það var ekki fyrr en fyrir tónleikana sem ég hélt á Græna hattinum í febrúar í fyrra að textinn kom. Ég söng alltaf bara Ba ba ba ba ba ba... á æfingunum og var að vona að við í hljómsveitinni myndum finna út í sameiningu hvaða hljóðfæri myndi henta til að leika laglínuna. Það fór ekki betur en svo að eina hugmyndin sem fékk eitthvert virkilegt brautargengi var sú að ég syngi einfaldlega ba ba ba ba og svo framvegis. Mér fannst eitthvað hallærislegt við það og ákvað að prófa að gera texta.

Það tók langan tíma að detta niður á hugmynd að yrkisefni en eftir að hún skaut sér niður kom þetta á augabragði. Þetta fjallar um dansspor Grétu minnar. Mér finnst hún svo einstaklega falleg þegar hún dansar. Henni líður svo vel dansandi og þessi vellíðan ljómar af henni. Mér hef yndi af því að horfa á hana dansa.

Upptökuferlið fór þannig fram að við Orri útbjuggum Latin-ásláttahljóðfæralúpu og Orri lagði til heitan, suðrænan og seiðandi gítarslátt sem hann lék á Levin nælonstrengjagítarinn minn sem mamma fékk í fermingargjöf frá bróður sínum 1963. Um leið og hann hafði gert það hentum við þessari lúpu í ruslið. Gítarinn hljómaði einn og sér algjörlega dásamlega. Það var svo mikill hiti í þessu að maður fór ósjálfrátt að dilla sér við músíkina.

Fljótlega í vinnsluferli lagsins lagði Orri upptökustjóri til að við myndum leggja þennan gítarpart til hliðar, jafnvel þótt okkur þætti hann svo ofboðslega flottur. Orri hefur svo mikla reynslu af nákvæmlega svona vinnu að hann kann orðið algjörlega þá list að hafna hugmynd þótt hún virki og sé flott. Amatörinn ég, sá aftur á móti rosalega á eftir gítarpartinum. En ég fann alveg að hann vissi vel hvað hann var að gera þegar hann fékk vel mannaða jazzsveit til að leika lagið. Birgir Baldursson leikur á trommurnar, Pálmi Gunnarsson á kontrabassann, Eðvarð Lárusson á rafmagnsgítar, Davíð Þór Jónsson á flygil, ég syng og Orri blandar þessu öllu saman í einhvern galdur sem bara virkar. Hann virkar meira að segja svo vel að trompetsnillingurinn sem ég var búinn að semja við um að spila á plötunni minni fékk aldrei kall um að koma í hljóðverið. Nett spor er orðið að einhverskonar bossnova-folkmelodi með jazzbragði.

Nett spor
lag og texti: Karl Hallgrímsson (2009/2010)

sjáið hvernig hún hverfur
hversdagsleikanum frá
og dansar þó að birtu bregði
uns birtir á ný
þegar takturinn tekur
í tauminn á henni er víst
hún gleðjist meðan glæður lifa
glyrnunum í

eftir eril og þref
eftir þung dagsins skref
springur út og brosir sem fífill um vor
hreyfir legg bæði og lið
leggur eyru sín við
týnist bak við taktinn - stígur nett spor

hversdagsraunirnar renna
ryðjast höfðinu úr
og svíða ekki lengur lúinn
líkama og sál
endurnærist af orku
elskar lífið og mig
á dansgólfinu í faðm minn fellur
hið fegursta tál
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]