Tilraunavefurinn
laugardagur, apríl 9
  Héðan í frá - Tíðindi
Tíðindi er lag númer 2 á plötunni Héðan í frá.

Tíðindi er farið að heyrast á Létt-Bylgjunni og á vonandi eftir að hljóma áfram í útvarpinu. Þið lesendur getið sjáfsagt haft áhrif á það með einhverjum hætti.

Lagið kom bara til mín hérna heima hjá mér þar sem ég gekk um gólfin með gítarinn framan á mér og plokkaði á hann og raulaði með á meðan yngri börnin tvö voru að sofna hvort í sínu herberginu. Ég hafði ekkert fyrir því að semja lagið. Ég fílaði það strax sjálfur og hafði vit á að taka það strax upp, annars hefði ég sjálfsagt gleymt því. Textinn kom jafnauðveldelga og lagið. Alveg örugglega sá texti sem ég hef minnst haft fyrir að koma saman. Mig minnir að ég hafi spurt Grétu mína álits um það um hvers konar yrkisefni hún myndi vilja heyra í dægurlagi ef hún væri um það bil að fara að setja sig í stellingar til að hlusta á þannig tónlist. Hún sagðist vilja heyra eitthvað ævintýralegt og þjóðlegt, eins og til dæmis um álfa og tröll.

Við þessa hugmynd hnýtti ég aðra hugmynd um orðtakið „fljótt flýgur fiskisagan" og gamalt minni um að allskyns kjaftagangur, rógburður og sögur af persónulegum ógöngum náungans fari eins og vindur í sinu eða berist hreinlega með loftinu héraða á milli. Á ferð sinni um fjöll og dali berast þá sögurnar jafnvel í eyru álfanna og tröllanna sem kæra sig eflaust ekkert um að þær.

Þegar ég hélt tónleika með Karli og mönnunum í fyrra leið mér sérstaklega vel á meðan við fluttum þetta lag. Mér fannst það vel heppnað hjá okkur þá. En ég var svo óheppinn að minniskortið í upptökutækinu mínu fylltist og ég á því ekki upptöku af þessu.

Í upptökunum var vinnan við þetta lag álíka áreynslulaus og sköpun þess. Það lá alveg ljóst fyrir hvers konar útsetningu þetta lag fengi. Við Orri þurftum ekki einu sinni að ræða það.


Tíðindi
lag & texti: Karl Hallgrímsson (2009)

víðan um völl með vindi um fjöll
berast til mín frásagnir fólki af
sem yrði ferlegt að missa af
því sem vindurinn ber
blítt er hvíslað að mér

missti ég af meðan ég svaf
mergjaðri fregn hreint mögnuðu atviki
alveg einstöku tilviki
ég vil frétta sem flest
finnast ég vita best

bæði alvara og grín
berast til mín
heyra ósköpin öll
álfar og tröll

berist mér frétt finnst mér það rétt
að fljúgi hún sem lengst - bergmáli um víðan völl
yfir vötn, haf og reginfjöll
og til eyrna hvers manns
er henni býður í dans

mig rennir í grun að geri fólk mun
þegi um sumt og ef tíðindi um tryggðarrof
telur það vera einum of
persónuleg
- má það fara sinn veg

hvorki trúnað né tryggð
tel vera dyggð
heyra ósköpin öll
álfar og tröll
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]