Tilraunavefurinn
sunnudagur, apríl 3
  Leit
Platan Héðan í frá hefst á laginu Leit. Það lag markar eiginlega upphafið af því að ég fór að fást eitthvað við dægurlagasmíðar. Áður hafði ég svo sem gert eitt og eitt lag, en eftir að ég hafði gert lagið Leit og lokið við það með því að útsetja það fyrir nokkur hljóðfæri og raddir og taka það upp með upptökubúnaði sem ég á var ég kominn í gang. Og fleiri lög fylgdu í kjölfar Leitar.

Ég samdi lagið í sömu tóntegund og það er á plötunni. Millikaflinn var líka sunginn í upphafi og við hann á ég texta, en við Orri ákváðum að nota þann kafla heldur sem einleikskafla fyrir laglínuhljóðfæri en að syngja hann. Það er góður kunningi minn, Hjörleifur Valsson, sem leikur þann kafla á fiðluna sína. Leit er eina lagið á plötunni þar sem ég leik sjálfur á gítar í upptökunni. Það er vel passandi að taka á móti hlustendum plötunnar þannig að ég bæði syngi og leiki fyrsta lagið.

Hugmyndin að laginu kviknaði í stefi úr Hátíðarsöngvum séra Bjarna, þegar kórinn syngur „guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilegan boðskap". Það er eitthvað popp í þessari línu. Ég breytti henni aðeins og hélt svo áfram að spinna við hana. Niðurstaðan er þetta lag. Textann ætlaði ég líka að hafa með tilvísun í þetta sama stef en einhvers staðar á leiðinni týndi ég þeim þræði og tók upp annan. Það er spurningin stóra um tilgang lífsins. Kannski var ég innblásinn af hugmynd vinar míns, Gunnars Sturlu, sem var með bloggsíðu á meðan hann bjó með fjölskyldu sinni í Danmörku og hafði á henni flipa sem hét spurningakeppni. Þegar maður valdi spurningakeppnina var þar aðeins eina spurningu að finna og hún var þessi: Hver er tilgangur lífsins? Það er svo stór spurning að mér er ómögulegt að fjalla nokkuð um svarið eða svörin við henni en í staðinn gerði ég þennan texta og beini þar sjónum að leitinni að tilgangi lífsins.

Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Bæði lagasmíðina sem slíka, en líka útsetningu okkar Orra og heildarmyndina á því eins og það er á plötunni. Ég er líka ánægður með textann en ég mun sennilega aldrei fyrirgefa sjálfum mér það að hafa ekki látið lesa próförk af textunum áður en ég söng þá inn því í þessu lagi slæddist með málfarsvilla. Hér er ég búinn að lagfæra þetta. Ég er ekki viss um að allir komi auga á eina tilvísun sem er að finna í textanum en ég hafði ákaflega gaman af henni sjálfur. Það er vísun í fjöldasöngsslagaranna Hæ, dúllía, dúllía, dúllía dæ eða Það liggur svo makalaust ljómandi á mér. Þar er vers sem er algjörlega frábært og fjallar um mikilvægi þess að lyfta sér annað slagið upp og muna eftir því að leyfa sér að njóta lífsins.

Var það ekki einhvernveginn svona?

Samt líð ég hér áfram í indælisró,
í „algleymis" dillandi „löngunarfró".
Já þetta' er nú "algleymi" ef "algleymi'" er til
Því ekkert ég man eða veit eða skil.



Leit
lag & texti: Karl Hallgrímsson

ég leitað lengi hef
að lífsins tilgangi
og reynt að ramba á
hið rétta svar - en þá
stundinni ekki lengur nokkuð man
líkt hendir varla nokkurn allsgáðan

hef reyndar efast um
allt sem fundið hef
um leið og lausnir fást
aðrar yfirsjást
stundinni ekki lengur nokkuð veit
stefni aftur út í tilgangsleit

---

og eftir langa leit
að lífsins tilgangi
er næstum engu nær
svörum flestum fjær
og stundinni ekki lengur nokkuð skil
nema tilgangurinn sé að vera til
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]