Tilraunavefurinn
laugardagur, apríl 2
  Blús um bið
Blús um bið kallaði ég fyrst Þú bíður eftir mér. Lagið samdi ég í kringum eitthvert fikt með gítarinn þar sem ég lék til skiptis C-dúr hljóm og G-dúr hljóm með stækkaðri fimmund (svona fyrir þá sem hafa áhuga á slíku). Það var eitthvert grúv í þessu sem knúði mig áfram til að semja í kringum það heilt lag. Þannig að samspil tveggja hljóma varð kveikjan að heilu lagi.

Það er eiginlega svipað að segja af textanum við þetta lag. Ég var, eins og svo oft, eitthvað að vandræðast með það um hvað ég ætti að fjalla í textanum. Þannig liðu dagarnir einn af öðrum að ég var allar stundir með það svona í baghovedet um hvað textinn gæti orðið. Svo rarkst ég á útlenska sögu af ungum manni sem á eitthvert erindi við stúlkuna sína og fer þeirra erinda með strætó. En svo vill stúlkan ekkert við hann tala og er ekki einu sinni heima þegar hann kemur og hann tekur strætóinn aftur heim. Þá fer hann velta sér upp úr því hvað vagnstjórinn haldi um hann. Þetta var nóg til að kveikja í mér og ég fjalla hérna um biðina. Set mig í spor manns sem finnst hann hafa beðið nóg eftir einhverri konu og er í hefndarhug. Nú skal hún fá að bíða eftir honum.

Í þessu lagi er það sama hljómsveit sem leikur með mér og í laginu Nett spor. Þegar ég söng lagið inn var sá söngur bara hugsaður sem nokkurskonar leiðarvísir fyrir hljóðfæraleikarana til að heyra á meðan þeir spiluðu sína parta inn. Það var svo allaf meiningin að syngja þetta aftur og vanda sig þá vel. En þegar við Orri settum okkur svo í þær stellingar fundum við fljótlega að við fengjum ekki þennan afslappað fíling sem ég hafði náð fram í þessari stuðningstöku. Svo söngurinn í þessu lagi er nákvæmlega eins og hann á að vera.

Það er líka skemmtilegt að segja frá því að sá söngur var sunginn ofan á undirleik sem var gerður eftir taktboðanum 6/8 en Birgir trommari lætur slögin ekki vera nema 4 í hverjum takti. Þetta getur nefnilega vel gengið upp og gerir sig býsna skemmtilega.

Blús um bið
lag og texti: Karl Hallgrímsson (2009)

ég verð ekki heima um hádegið
hefðir þú betur setið lengur kyrr
ég veit að þú kemur klukkutíma of seint
með kalda augnaráðið frosið á þér
eins og vant var áður fyrr

síðdegið allt verð ég upptekinn
ekkert að græða á heimsóknum til mín
ég veit að þú kemur samt klukkutíma of seint
kvartandi yfir einhverju
og ætlar að ég hafi saknað þín

allt of mörg tár
hafa í allt of mörg ár
fallið vegna þín
oft löng var mín bið
nú sný ég því við
það ert þú sem bíður mín

enn ertu á útidyratröppunum
alein þú situr og bíður eftir mér
þú heldur ég komi eflaust klukkutíma of seint
kjökrandi og bljúgur
falli biðjandi á hnén fyrir þér
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]