Tilraunavefurinn
föstudagur, apríl 1
  Nett spor
Þegar ég samdi lagið Nett spor heyrði ég það fyrir mér án söngs. Bossanovataktur, gítarrythmi og trompet, sax eða klarinett færu með laglínuna. Ölli félagi minn í Bleki byttum lagði síðar til að melodika léki laglínuna. Það fannst mér afar spennandi hugmynd.

Það var ekki fyrr en fyrir tónleikana sem ég hélt á Græna hattinum í febrúar í fyrra að textinn kom. Ég söng alltaf bara Ba ba ba ba ba ba... á æfingunum og var að vona að við í hljómsveitinni myndum finna út í sameiningu hvaða hljóðfæri myndi henta til að leika laglínuna. Það fór ekki betur en svo að eina hugmyndin sem fékk eitthvert virkilegt brautargengi var sú að ég syngi einfaldlega ba ba ba ba og svo framvegis. Mér fannst eitthvað hallærislegt við það og ákvað að prófa að gera texta.

Það tók langan tíma að detta niður á hugmynd að yrkisefni en eftir að hún skaut sér niður kom þetta á augabragði. Þetta fjallar um dansspor Grétu minnar. Mér finnst hún svo einstaklega falleg þegar hún dansar. Henni líður svo vel dansandi og þessi vellíðan ljómar af henni. Mér hef yndi af því að horfa á hana dansa.

Upptökuferlið fór þannig fram að við Orri útbjuggum Latin-ásláttahljóðfæralúpu og Orri lagði til heitan, suðrænan og seiðandi gítarslátt sem hann lék á Levin nælonstrengjagítarinn minn sem mamma fékk í fermingargjöf frá bróður sínum 1963. Um leið og hann hafði gert það hentum við þessari lúpu í ruslið. Gítarinn hljómaði einn og sér algjörlega dásamlega. Það var svo mikill hiti í þessu að maður fór ósjálfrátt að dilla sér við músíkina.

Fljótlega í vinnsluferli lagsins lagði Orri upptökustjóri til að við myndum leggja þennan gítarpart til hliðar, jafnvel þótt okkur þætti hann svo ofboðslega flottur. Orri hefur svo mikla reynslu af nákvæmlega svona vinnu að hann kann orðið algjörlega þá list að hafna hugmynd þótt hún virki og sé flott. Amatörinn ég, sá aftur á móti rosalega á eftir gítarpartinum. En ég fann alveg að hann vissi vel hvað hann var að gera þegar hann fékk vel mannaða jazzsveit til að leika lagið. Birgir Baldursson leikur á trommurnar, Pálmi Gunnarsson á kontrabassann, Eðvarð Lárusson á rafmagnsgítar, Davíð Þór Jónsson á flygil, ég syng og Orri blandar þessu öllu saman í einhvern galdur sem bara virkar. Hann virkar meira að segja svo vel að trompetsnillingurinn sem ég var búinn að semja við um að spila á plötunni minni fékk aldrei kall um að koma í hljóðverið. Nett spor er orðið að einhverskonar bossnova-folkmelodi með jazzbragði.

Nett spor
lag og texti: Karl Hallgrímsson (2009/2010)

sjáið hvernig hún hverfur
hversdagsleikanum frá
og dansar þó að birtu bregði
uns birtir á ný
þegar takturinn tekur
í tauminn á henni er víst
hún gleðjist meðan glæður lifa
glyrnunum í

eftir eril og þref
eftir þung dagsins skref
springur út og brosir sem fífill um vor
hreyfir legg bæði og lið
leggur eyru sín við
týnist bak við taktinn - stígur nett spor

hversdagsraunirnar renna
ryðjast höfðinu úr
og svíða ekki lengur lúinn
líkama og sál
endurnærist af orku
elskar lífið og mig
á dansgólfinu í faðm minn fellur
hið fegursta tál
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]