Tilraunavefurinn
sunnudagur, nóvember 30
  Hvernig er þetta hægt?
Það var bloggað um það hérna fyrir um ári síðan hversu dugleg dóttir mín er að liðka málbeinið. Þá skrifaði ég eitthvað á þá leið að hún væri talandi frá því hún vaknaði á morgnanna þangið til hún sofnaði á kvöldin. Og þetta voru engar ýkjur. Samt hefur þetta ágerst. Hvernig gat það gerst?

Kannski finnst mér það bara hafa ágerst vegna þess að hún á náttúrlega yngri bróður. Hann lærir af henni. Kannski áreitið sé bara meira nú af því að stundum tekur hann undir masið í henni.

Annars er allt ágætt af frétta af þeim blessuðum. Hringi gengur vel í leikskólanum og Perlu Maríu fer fram í lestri og öðru sem hún er að fást við í 1. bekk. Hákon er ekki alltaf sáttur við skólann. Það er mikil breyting að fara úr litla hópnum í sveitinni í þennan risastóra hóp sem hann tilheyrir núna, þar sem heill árgangur er í sama rýminu. En yfirleitt er hann bara glaður. Hann er búinn að eignast vini og hefur nóg fyrir stafni.
 
fimmtudagur, nóvember 27
  www.gitargrip.is

Ég á til með að benda á nýlega heimasíðu: www.gitargrip.is

Hér eru tveir verkfræðinemar að dunda sér við það í frístundum að hanna gagnvirka síðu fyrir gítarglamrara. Þeir eru bara rétt nýbyrjaðir en það verð ég að segja að síðan lofar góðu. Þetta er flott hjá þeim. Ég hef óspart nýtt mér svona síður en aldrei lagt neitt til sjálfur. Takk fyrir mig Snerpa. Takk Jómmi. takk Davíð Kristjáns. Í þetta skiptið ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja og ætla að leggja eitthvað til málanna. Það er ekki hægt að taka endalaust frá öðrum, það verður líka að gefa til baka. Ég var að senda strákunum jólalög.
 
mánudagur, nóvember 24
  Önnur játning dagsins
Þessa þekki ég líka.
 
  Gott framtak hjá BB.is
Sniðugt hjá þeim á Bæjarins besta að hafa svona síðu um gerð jarðganganna milli Hnífsdals og Bolungavíkur. Þarna eru ýmsar upplýsingar um göngin og fréttum af þeim safnað saman á einn stað.

Enn ein rósin í hnappagat besta héraðsfréttablaðs landsins.
 
  Játning
Ég þekki Kobba Flosa.
 
fimmtudagur, nóvember 20
  Enn að stofna bönd um allt land
Nú er búið að endurvekja hljómsveit sem lék á þrælskemmtilegum áramótadansleik á Suðureyri fyrir bráðum tveimur árum. Frá þessu var gengið í dag. Meiningin er að halda annan áramótadansleik fyrir vestan um næstu áramót. Það á bara eftir að ganga frá nokkrum lausum endum varðandi það hver heldur dansleikinn og hvar. Bandið er klárt. Mig minnir að það hafi heitið Miðnes síðast. Ég, Rúnar Óli, Venni og Kristján Freyr.

Svo þarf bara að finna eitthvert annað spilerí milli hátíðanna. Það væri gaman að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt.
 
  Hver er Víkarinn?
Hann átti heima í Bolungavík í 15 ár (líklega er þetta rétt hjá mér).
Fyrst bjó hann fyrir innan Holtastíginn, en síðar, og miklu lengur, fyrir utan Holtastíg.

Hver er Víkarinn?
 
mánudagur, nóvember 17
  KR-Njarðvík
KR burstaði Njarðvík í körfunni í kvöld 103 - 48. Fréttir herma að Benedikt þjálfari KR-inganna hafi gert við þá samkomulag á æfingu í gær þess efnis að ef Njarðvíkingarnir skorðuðu fleiri en 70 stig myndu leikmenn þurfa að hlaupa eitt svokallað suicide fyrir hvert stig umfram þessi 70. Ef KR-ingarnir héldu Njarðvík undir 70 stigum skyldu þjálfarinn og aðstoðarmaður hans hlaupa. Það verður væntanlega tekið á því hjá Benedikt og hinum gaurnum þegar þeir fara 22 ferðir á næstu æfingu.
 
  Helgin sunnan heiða
Jæja, við í Bleki og byttum lékum fyrir dansi um helgina. Nú var það Reykjavík, árlegt verkefni þar. Mér fannst þetta bara takast vel. Þuríður var gestasöngkona. Hún var eins frábær og venjulega. Þetta var á föstudagskvöldið. Á laugardaginn var ég svo áfram fyrir sunnan. Hjálpaði vini mínum við flutninga. Um kvöldið fórum við svo nokkur saman á tónleika rússneska Terem kvartettsins og Diddúar í Salnum í Kópavogi. Það var algjörlega frábært. Miklir snillingar þar á ferð.
 
  Blekið var gott
Fann þetta á einhverju bloggi frá Vík.
Hljómsveitin okkar að standa sig.

Svo var Villibráðarhlaðborð hjá okkur sem tókst alveg hreint ljómandi vel og við erum enn að fá komment um það hvað þetta var frábært hjá okkur allt, maturinn hjá Vigni og svo Blek og Byttur þ.e. uppistandararnir og hljómsveitin. Það er svo gaman þegar tekst svona til!
 
sunnudagur, nóvember 16
  Hver er Vikarinn?
Ég get sagt um þennan Víkara, sem er kona, að hann er mikið félagsmálafrík. Missir helst ekki af nokkurri skemmtun eða mannfagnaði í Bolungavík.
Hún á fjögur börn sem öll eru eldri en ég.
Hún er ekki skyld mér, en samt kallaði ég hana frænku mína í mínu ungdæmi. En það á sér eðlilegar skýringar.
Við hittumst í Kópavogi í gærkvöldi.

Hver er VÍKARINN?
 
fimmtudagur, nóvember 13
  Vísa
Man einhver hvernig vísan endar sem byrjar svona?

Andskotinn í helvítinu hóar.
Hinu megin í Esjunni snjóar.
...... í koppa sína kúka,
............

Svör óskast í athugasemdadálkinn.
 
miðvikudagur, nóvember 12
  Bekkjarskemmtun
Við Perla María vorum að koma af foreldraskemmtun hjá 1. bekkingum í Lundarskóla. Þetta var stórskemmtileg samkoma með dönsum og söng, fyrir nú utan allar veitingarnar sem boðið var upp á. PMK var í hópi sem sýndi sveitadans. Og svo sungu náttúrlega öll börnin.
 
fimmtudagur, nóvember 6
  Leikrit
2. nóvember.
Perla María: „Hvenær er það eiginlega búið þetta tvöþúsundogátta? Ég er orðin hundleið á því. hvenær kemur þetta tvöþúsundogníu?"
Ég: Eftir 60 daga.

3. nóvember.

Perla María: „Hvenær er það eiginlega búið þetta tvöþúsundogátta? Ég er orðin hundleið á því. hvenær kemur þetta tvöþúsundogníu?"
Ég: Eftir 60 daga.
Perla María: „Nei, það var í gær".
 
  Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
Það eru komnar seríur út í glugga í einni íbúðinni í næsta húsi við okkur.
 
  Það var sagt mér
Nú er þetta komið í dægurlagatexta: „Það var sagt mér að hér væri partí", eða eitthvað álíka. Ég heyrði þetta í útvarpinu áðan.
Ætli þetta sé ekki bara Bragi og Baggalútarnir að fíflast eitthvað?

Annars heyrði ég nýtt lag sem Bragi Valdimar syngur um krúttin. Það var á bloggi Gunna Hjálmars. Fínt lag og ágætlega flutt.

Talandi um ambögur og málvillur í dægurlagatextum þá hef ég verið að hlusta mikið á einn eða tvo slíka síðustu daga. Til stendur að ég syngi bakraddir á plötu sem verið er að taka upp hér á Akureyri. Ég er búinn að mæta einu sinni og syngja svolítið og spila á munnhörpu. Það var alveg hreint stórskemmtilegt. En svo er ég að undirbúa næstu stúdíóheimsókn með því að hlusta og æfa fleiri lög. Mér finnst alveg skelfilegt að menn skuli ekki láta kunnáttufólk í íslensku lesa yfir textana sína áður en þeir fara með þá í hljóðver til að syngja þá inn á plötu. Ég er í hálfgerðri klemmu. Á ég að gera sjálfum mér það að syngja þessa vitleysu? Jú, sennilega geri ég það. Ég söng Biskupstungnalagið hans Bjarna frá Geysi við ljóð eftir Helga Seljan inn á plötu með nokkrum félögum úr Skálholtskórnum í fyrrasumar. Þar er þetta úrvalsbull: „Þó að árum fjölgi þó".

Það eru fleiri en Barði Jóhanns sem fara á ballið á!
 
laugardagur, nóvember 1
  Leikurinn
Ofboðslega stóðu þær sig vel stelpurnar í fotboltalandsliðinu í leiknum gegn Írunum. Þvílíkt sem þær voru samstíga í öllum aðgerðum og vissu upp á hár hvað þær voru að gera. Þetta er greinilega gott lið.

Ég horfði á allan leikinn sjónvarpinu. Mér fannst þær standa sig best Ásta sem var hægri bakvörður og hafsentarnir, þá sér í lagi Guðrún Sóley. Auðvitað lek hún líka vel hægri vængmaðurinn, Dóra María sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Svo er það alltaf þannig að sjónvarpið getur ekki sýnt manni nema pínulítið brot af þvi sem gerist í leiknum. Ég hef þess vegna grun um að miðjumennirnir, og þá sérstaklega Edda Garðarsdóttir, hafi líka staðið vel fyrir sínu. En auðvitað var þetta leikur sem vannst á samstöðu leikmanna. Allar gerðu sitt og gættu þess að styðja hverja aðra í því.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]