Tilraunavefurinn
sunnudagur, nóvember 30
  Hvernig er þetta hægt?
Það var bloggað um það hérna fyrir um ári síðan hversu dugleg dóttir mín er að liðka málbeinið. Þá skrifaði ég eitthvað á þá leið að hún væri talandi frá því hún vaknaði á morgnanna þangið til hún sofnaði á kvöldin. Og þetta voru engar ýkjur. Samt hefur þetta ágerst. Hvernig gat það gerst?

Kannski finnst mér það bara hafa ágerst vegna þess að hún á náttúrlega yngri bróður. Hann lærir af henni. Kannski áreitið sé bara meira nú af því að stundum tekur hann undir masið í henni.

Annars er allt ágætt af frétta af þeim blessuðum. Hringi gengur vel í leikskólanum og Perlu Maríu fer fram í lestri og öðru sem hún er að fást við í 1. bekk. Hákon er ekki alltaf sáttur við skólann. Það er mikil breyting að fara úr litla hópnum í sveitinni í þennan risastóra hóp sem hann tilheyrir núna, þar sem heill árgangur er í sama rýminu. En yfirleitt er hann bara glaður. Hann er búinn að eignast vini og hefur nóg fyrir stafni.
 
Ummæli:
Perla María á nú kyn til þess að
geta talað, ég minnist þess ekki að þú hafir nú verið neitt sérlega þögult barn (en nógur sjálfum þér) og amma hennar hef nú fengið orð fyrir að vera málglöð.
Vonandi hittir hún bara mann sem er góður að hlusta, það er aðalmálið ;)
Kv. í bæinn, mamma
 
Þetta er greinilega í ættinni. Ég á líka dóttur sem talar frá því hún vaknar á morgnana og þangað til hún fer að sofa á kvöldin. Hún þarf einnig að yfirgnæfa alla þannig það heyrist hæst í henni, nú veit ég ekki hvort að Perla María er þannig. Maður getur orðið svolítið þreyttur á að hlusta allan daginn ;)
 
Þakka þér sem best Kalli, fyrir að fá hér fréttir af börnunum! Miklar kveðjur til Hákonar og auðvitað hlýjar kveðjur til ykkar allra.
Helga Ág.

post scriptum: ég dró Arndísi í jólagjafaleiknum! Fyrsta gjöfin verður svellþykkir sokkar/inniskór með feitum tám og rauð"lökkuðum" nöglum!
Sú verður nú laglega ráðvillt þá. hihihihi
H.Ág.
 
Ég hélt kannski að hún væri farin að tala mikið upp úr svefni en Halli bróðir á einn þannig.
Ef ég man rétt þá voru nú sagðar sögur af þér þar sem þú fórst í göngutúra í svefni:)
Bestu kveðjur

Einsi P
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]