Hvernig er þetta hægt?
Það var bloggað um það hérna fyrir um ári síðan hversu dugleg dóttir mín er að liðka málbeinið. Þá skrifaði ég eitthvað á þá leið að hún væri talandi frá því hún vaknaði á morgnanna þangið til hún sofnaði á kvöldin. Og þetta voru engar ýkjur. Samt hefur þetta ágerst. Hvernig gat það gerst?
Kannski finnst mér það bara hafa ágerst vegna þess að hún á náttúrlega yngri bróður. Hann lærir af henni. Kannski áreitið sé bara meira nú af því að stundum tekur hann undir masið í henni.
Annars er allt ágætt af frétta af þeim blessuðum. Hringi gengur vel í leikskólanum og Perlu Maríu fer fram í lestri og öðru sem hún er að fást við í 1. bekk. Hákon er ekki alltaf sáttur við skólann. Það er mikil breyting að fara úr litla hópnum í sveitinni í þennan risastóra hóp sem hann tilheyrir núna, þar sem heill árgangur er í sama rýminu. En yfirleitt er hann bara glaður. Hann er búinn að eignast vini og hefur nóg fyrir stafni.