Enn að stofna bönd um allt land
Nú er búið að endurvekja hljómsveit sem lék á þrælskemmtilegum áramótadansleik á Suðureyri fyrir bráðum tveimur árum. Frá þessu var gengið í dag. Meiningin er að halda annan áramótadansleik fyrir vestan um næstu áramót. Það á bara eftir að ganga frá nokkrum lausum endum varðandi það hver heldur dansleikinn og hvar. Bandið er klárt. Mig minnir að það hafi heitið Miðnes síðast. Ég, Rúnar Óli, Venni og Kristján Freyr.
Svo þarf bara að finna eitthvert annað spilerí milli hátíðanna. Það væri gaman að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt.