KR-Njarðvík
KR burstaði Njarðvík í körfunni í kvöld 103 - 48. Fréttir herma að Benedikt þjálfari KR-inganna hafi gert við þá samkomulag á æfingu í gær þess efnis að ef Njarðvíkingarnir skorðuðu fleiri en 70 stig myndu leikmenn þurfa að hlaupa eitt svokallað suicide fyrir hvert stig umfram þessi 70. Ef KR-ingarnir héldu Njarðvík undir 70 stigum skyldu þjálfarinn og aðstoðarmaður hans hlaupa. Það verður væntanlega tekið á því hjá Benedikt og hinum gaurnum þegar þeir fara 22 ferðir á næstu æfingu.