Tilraunavefurinn
föstudagur, september 26
  Hver er Vikarinn?
Hann á yngri bræður og átti heima í efri hluta bæjarins. Starf hans tengist þjónustu sem við þurfum flest að nýta okkur annað slagið. Þeir sem starfa við þá þjónustu hefja framhaldsnám sitt gjarnan í grunndeild málmiðna. Ef ég nefni nokkrar frænkur hans gætu það verið konur eins og Halldóra Sigurgeirs, Magga Lilja, Sigrún Pálma og Svala Jóns.
Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, september 24
  Framhald á sjúkrasögunni
Lyfjakúrinn verkaði ekki á mig. Ég fór til læknis. Þetta er ekki sinaskeiðabólga sem er að plaga mig, heldur eitthvað annað. Eitthvað með bjúgmyndun og klemmdar taugar, sennilega. Ég á að sofa með teygjubindi og forðast átök á næstunni. Það var eins gott að ég valdi í þessari viku að taka starfi sem mér bauðst þar sem ekki reynir verulega á líkamann. En málningarvinnan er ekki það besta fyrir hendurnar, sérstakelga ekki spartslvinnan sem ég hef verið í síðustu fjóra daga. En sem sagt, læknirinn vísaði mér á handaskurðlækni sem mun hitta mig og gera á mér eitthvert taugaleiðnipróf eða taugavirknipróf (man ekki hvað hann kallaði það) og e.t.v. skera í hendurnar á mér til að laga þetta. Læknirnn taldi að þess þyrfti alla vega einhvertíma. Að ég slyppi ekkert við það.

Det er nu det.
 
  Kommahjal
Hvað á maður að segja?
Jú mér fannst góð greinin á bloggi Gríms Atlasonar um þjónustuskerðingu Póstsins. Fólkinu í „hinum dreifðu byggðum", eins og Steingrímur J. segir gjarnan, finnst póstþjónusta í landinu ekki hafa batnað þótt Pósturinn hafi verið seldur. Því er nefnilega öfugt farið. Og það er ekki bara Pósturinn sem hefur versnað. Það hefur líka Síminn gert og þótt framboðið á þjónustunni sé sjálfsagt meira en það var og að nú sé hægt að velja hvar maður kaupir fjarskiptaþjónustuna, hefur verðið hækkað gríðarlega. Alveg gríðarlega. Það var nú öll hagræðingin sem heimilin í landinu höfðu upp úr sölu Símans. Ekkert skipafélag fæst til að sigla með þungavöru um landið. Þar finnst mér að Ríkið ætti að skerast í leikinn. Eitt flugfélag hefur innanlandsflugið í heljargreipum og flýgur aðeins til örfárra staða á landinu og alltaf til Reykjavíkur. Fargjöldin eru svo svimandi há að fæstir hafa efni á að nýta sér þjónustuna. Þarna hafa lögmál hins frjálsa markaðar ekki hjálpað okkur íbúum landsins hót. Svo fannst mér gott að heyra umræðuna í vikunni um að Ríkið ætti að koma að eldsneytisdreifingu og eldsneytissölu. Ég var þá ekki einn um að vera á þeirri skoðun. Það myndi lækka verðið um leið og það verulega.
 
fimmtudagur, september 18
  Hver er Víkarinn?
Þessi Víkari er úr hópi mestu afreksmanna UMFB fyrr og síðar. Einn af gullkálfunum úr sundinu. Mikill svömmer. Hlýtur að hafa verið í landsliðinu á sínum tíma. Alla vega unglingalandsliðnu. En þá var ég hættur að synda, svo ég þori nú ekki að sverja fyrir það. Jú, þetta er svakasvömmer - hlýtur bara að hafa verið í landsliðnu.

Alla vega hitti ég þennan Víkara þegar við Hákon fórum að sjá handboltaleikinn í kvöld. Akureyri - FH. Víkarinn var bara hress og spurði mig hvað ég væri eiginlega að gera á þessum stað.

Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, september 17
  Maður kannst við eitt og eitt andlit herna
Hér á Akureyri búa nokkrir Víkarar. Fáa þeirra hef ég hitt, en séð nokkrum bregða fyrir á förnum vegi. Þeirra á meðal eru Daði og Ráðhildur og Elín Kjartans, sem er gamall nemandi minn. Svo veit ég að Gummi Gunnars á helminginn í einum bekkjarbróður Perlu Maríu í 1. bekk. Þá hitti ég Betu Árna á Sjúkrahúsinu um daginn og Huldu Péturs á bílastæðinu við leikskólann. Á sunnudaginn heimsótti ég svo Möggu mömmu Huldu og Péturs vinar míns.

Hér eru líka Ísfirðingar og Hnífsdælingar. Ég hitti Gísla Árna á vellinum og sá líka Gunnar sem var nú barasta þjálfari hjá Reyni Hnífsdal þegar við Gísli lékum saman með þeim ´97. Og málarinn sem ég vinn hjá þessa dagana er líka Ísfirðingur.

Í morgun heyrði ég viðtal í útvarpinu við skemmtilegan mann af Skaganum sem einu sinni var yfirmaður minn í sumarvinnu fyrir sunnan. Hann var kynntur til sögunnar sem lektor við HA. Hann hlýtur þá að búa hér. Vonandi hitti ég hann einhverntíma.
 
þriðjudagur, september 16
  Mogginn i dag
Moggi dagsins í dag, bls. 4. Tveir piltar að mála Akureyrarkirkju. Þekkiði vangasvipinn?
 
föstudagur, september 12
  Hvað er i gangi?
Þá eru allir komnir af stað í skólunum sínum. Perla María í 1. bekk, Hákon í 6. bekk og Hringur á Sólardeildinni í leikskólanum. Allt er að færast í fastar skorður. Allir virðast ætla að ganga hratt og vel inn í hverslagsathafnir hvers staðar. Það er vel. Þá er kominn tími til að ég, fyrirvinnan, fari að huga að því sem tekur við hjá mér. Ég stóðst ágjöfina frá skólastjórunum og sagði nei við óskunum sem mér bárust um að kenna við grunnskóla. Fátt annað hefur svo sem rekið á fjörur mínar. Reyndar var eitt starf sem ég kannaði, en við nánari skoðun fannst mér ég hvorki hafa áhuga né þekkingu til að sinna því starfi svo vel væri. Svo var annað sem ég hef takmarkaðan áhuga á að taka að mér og það þriðja sem ég gat vel hugsað mér að sinna en launin reyndust vera um 100% lægri en ég hefði viljað.

Nú svo hef ég borið mig eftir tvennu. Annað er starf þar sem menntun mín og reynsla sem kennari nýtist ágætlega og myndi líka teljast mér til tekna alla leið ofan í launaumslagið. Ég hef sótt um það starf, er reyndar með smábakþanka núna um hvort mig langi í það. Ef svo færi að ég endaði á þeim stað, myndi ég byrja þar um næstu mánaðamót. Þangað til, alla vega, var ég að ráða mig í málningarvinnu.
 
fimmtudagur, september 11
  Heilbrigðisþjonusta alnetsins
Þetta er algjörlega frábært. Netið er komið í staðinn fyrir lækninn!

Maður bloggar bara um sjúkdómseinkennin og læknaritarinn í Bolungavík reddar lyfseðli hjá lækninum og lyfin bíða manns í næsta apóteki. Svo kemur multimedia-sjúkraþjálfari í Danmörku með tilvísun til sérfræðings. Allt er þetta online og ódýrasta samheitalyfið á 700 og eitthvað krónur. Ég hef reyndar, af fyrri reynslu af vandamálinu, afskaplega litla trú á þessari lyfjameðferð við þessu. En lesendur fá að fylgjast með sjúkrasögunni. Ef lyfjagjöfin klikkar, fer ég að ráðum Kristleifs og hitti sérfræðinginn.

Kveðja til ykkar
frá manni á batavegi.
 
miðvikudagur, september 10
  Dofnar hendur
Þegar ég gerðist starfsmaður í litla sláturhúsinu og kjötvinnslunni Slagtergaarden í Store Lihme á Jótlandi vann ég það sem myndi kallast erfiðisvinna. Ég var mikið í því að pakka kjöti og því fylgdi að lyfta þungum kössum og stafla þeim á vörubretti. Ég gerði svo sem ýmislegt annað í þessu starfi, en þetta var það sem reyndi mest á kraftana. Þegar ég hafði unnið þarna svolítinn tíma fór ég finna fyrir óþægindum í höndum. Á kvöldin fékk ég náladofa og ég svaf illa vegna náladofa í höndunum. Ég vaknaði til að hrista blóðið fram í fingurna. Við þetta bættist svo slæm sinaskeiðabólga.

Áður en ég fór að vinna við þetta var ég í smástund í verksmiðju hjá Bodum í Billund og þar á undan var ég kennari og nemi. Þar reyndi lítið á skrokkinn. Við þessum óþægindum í höndunum voru engin önnur ráð en að gleypa bólgueyðandi lyf. Það virkaði þó ekkert sérstaklega vel. Bara í smástund svo var allt við það sama. Í vinnunni fann ég aftur á móti ekkert fyrir þessu. Þá voru vöðvarnir heitir og engar bólgur að angra mig en þegar heim var komið fór þetta að plaga mig.

Nú á ég við sama vanda að stríða. Hendurnar á mér eru í klessu.

Í Danmörku gat ég ekki spilað á gítar. Mér var það ómögulegt vegna doðans í höndunum. Mér líst ekki á blikuna ef ég get ekki leikið á hjóðfæri núna. En ég er eiginlega tilfinningarlaus í fingrunum og svo þreytist ég fljótt og finnst vanta blóð fram í fingurna. Mér líst ekki alveg á þetta. Í gær sauð upp úr grjónagrautnum hjá mér og þegar ég var að þurrka grautinn upp af helluborðinu fann ég ekki fyrir því hversu heitur hann var og það var ekki fyrr en löngu seinna að ég fann fyrir því að ég hafði brennt mig á fingugómunum á heitri tuskunni.

Getur ekki verið að sjúkraþjálfarar geti hjálpað manni þegar maður á í vanda eins og þessum? Þekkir það einhver?
 
  Myndirnar loksins komnar inn

Teppið rifið af
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Sjá hér með því að smella myndina. Enn þægilegra er að fara inn á síðuna með því að finna hana hér hægra megin.
 
mánudagur, september 8
  Aðal
Haldiði að ég hafi ekki fundið aðalbláber í Fnjóskadalnum!
Þau voru að vísu ósköp smá og bara örfá, en mjög bragðgóð. Ég keypti mér lítinn Brynjuís í boxi og stráði þeim yfir hann. MMMmmmm... Gnægð stærðar krækiberja var í Fnjóskadalnum. Við fórum þarna í smá lautarferð með tvö nestisbox meðferðis ef við sæjum einhver ber. Ég hafði aldrei komið þarna á Austurbakkann. Við eigum myndir af þessu.... bráðum koma þær hingað inn.
 
laugardagur, september 6
  Fótboltafærsla
Við Hákon brugðum okkur á völlinn með Orra hér á Akureyri í vikunni. Það var nágrannaslagur, KA-Þór. Þórsarar unnu leikinn 1-3. Það var bráðskemmtilegt að fara loksins á völlinn eftir langt hlé frá þannig skemmtan. Tveir Skagamenn leika með KA. Það eru þeir Arnar Már og Andri Júl. Andri stóð sig vel, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Þá lék hann sem fremsti maður í leikkerfinu 4-5-1. Í síðari hálfleik spilaði hann á vinstri kantinum og var þá minna áberandi. Hann var oft hættulegur og skoraði gott mark, en undir lokin fór hann illa að ráði sínu þegar hann bað hreinlega um að vera rekinn útaf þegar hann tók tveggja fóta skriðtæklingu beint í einn Þórsarann á miðjum vellinum fyrir framan nefið á dómaranum. Arnar Már átti heldur slakan leik. Hann hafði víst verið að spila vel í leikjunum á undan. Vonandi verður hann hressari næst. Í Þórsliðinu var strákur sem við Orri vorum mjög hrifnir af. Orri var bara kominn á fremsta hlunn með að kaupa hann fyrir hönd ÍA. Það er strákur sem áhugamenn um fótbolta ættu að fylgjast með á næsta tímabili. Ég sá á vef KSÍ að hann er fæddur 1991, svo hann er ekki nema 17 ára. Hann heitir Atli Sigurjónsson. Hann lék fremst á miðjunni hjá þeim og átti stórleik. Ég hafði líka gaman af því að sjá Hlyn Birgisson í liði Þórs. Hann spilaði í um það bil klukkutíma og var góður. Hann er fertugur! Besti maður vallarins var samt þjálfari KA, Dean Martin. Virkilega góður leikmaður sem kann þetta allt saman.

Ég get ekki ímyndað mér að KA mönnum líði sérstaklega vel með að fylgjast með liðinu sínu þetta tímabilið. Þetta eru eiginlega bara útlendingar sem eru í liðinu. Það er skemmtilegt þegar góðir leikmenn koma í þessi íslensku lið og styrkja þau, en þegar uppistaðan er orðin útlendingar sem eru ekkert sérstaklega góðir þá finnst mér menn vera komnir á ranga braut og vera að senda ungum iðkendum félagsins vafasöm skilaboð.

Hér er verið að festa upp ljós og gardínur. Ég er klaufskur við það og finnst það alls ekki gaman, en mikið verð ég ánægður með mér þegar þetta verður allt komið upp.
 
mánudagur, september 1
 
Búslóðin komst norður í tveimur ferðum. Síðari ferðina fór ég í gær og eftir heilmikil ævintýri og bilaða bíla komumst við á leiðarenda. Nú var verið að tæma bílinn. Orri kom og bar með okkur út. Það er heimmikið verk sem bíður okkar við að koma öllu dótinu okkar fyrir með smekklegum hætti. Hér er ekki bílskúr svo það þarf að koma öllu málningardótinu fyrir einhversstaðar þar sem lítið fer fyrir því og sömu sögu er að segja af gítaraútgerðinni allri. Við strákarnir erum heima. Vorum að koma frystikistu og þvottavél í gagnið og tengja síma, tölvu og sjónvarp. Svo innan um pappakassana verði hægt að taka upp fyrri lífsstíl. Myndir væntanlegar
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]