Tilraunavefurinn
laugardagur, september 6
  Fótboltafærsla
Við Hákon brugðum okkur á völlinn með Orra hér á Akureyri í vikunni. Það var nágrannaslagur, KA-Þór. Þórsarar unnu leikinn 1-3. Það var bráðskemmtilegt að fara loksins á völlinn eftir langt hlé frá þannig skemmtan. Tveir Skagamenn leika með KA. Það eru þeir Arnar Már og Andri Júl. Andri stóð sig vel, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Þá lék hann sem fremsti maður í leikkerfinu 4-5-1. Í síðari hálfleik spilaði hann á vinstri kantinum og var þá minna áberandi. Hann var oft hættulegur og skoraði gott mark, en undir lokin fór hann illa að ráði sínu þegar hann bað hreinlega um að vera rekinn útaf þegar hann tók tveggja fóta skriðtæklingu beint í einn Þórsarann á miðjum vellinum fyrir framan nefið á dómaranum. Arnar Már átti heldur slakan leik. Hann hafði víst verið að spila vel í leikjunum á undan. Vonandi verður hann hressari næst. Í Þórsliðinu var strákur sem við Orri vorum mjög hrifnir af. Orri var bara kominn á fremsta hlunn með að kaupa hann fyrir hönd ÍA. Það er strákur sem áhugamenn um fótbolta ættu að fylgjast með á næsta tímabili. Ég sá á vef KSÍ að hann er fæddur 1991, svo hann er ekki nema 17 ára. Hann heitir Atli Sigurjónsson. Hann lék fremst á miðjunni hjá þeim og átti stórleik. Ég hafði líka gaman af því að sjá Hlyn Birgisson í liði Þórs. Hann spilaði í um það bil klukkutíma og var góður. Hann er fertugur! Besti maður vallarins var samt þjálfari KA, Dean Martin. Virkilega góður leikmaður sem kann þetta allt saman.

Ég get ekki ímyndað mér að KA mönnum líði sérstaklega vel með að fylgjast með liðinu sínu þetta tímabilið. Þetta eru eiginlega bara útlendingar sem eru í liðinu. Það er skemmtilegt þegar góðir leikmenn koma í þessi íslensku lið og styrkja þau, en þegar uppistaðan er orðin útlendingar sem eru ekkert sérstaklega góðir þá finnst mér menn vera komnir á ranga braut og vera að senda ungum iðkendum félagsins vafasöm skilaboð.

Hér er verið að festa upp ljós og gardínur. Ég er klaufskur við það og finnst það alls ekki gaman, en mikið verð ég ánægður með mér þegar þetta verður allt komið upp.
 
Ummæli:
Kalli minn! Nú væri gott að hafa góða menn eins og Gísla og Jón Skafta sér til aðstoðar.
 
Mig langar að sjá myndir :)
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]