Tilraunavefurinn
miðvikudagur, september 10
  Dofnar hendur
Þegar ég gerðist starfsmaður í litla sláturhúsinu og kjötvinnslunni Slagtergaarden í Store Lihme á Jótlandi vann ég það sem myndi kallast erfiðisvinna. Ég var mikið í því að pakka kjöti og því fylgdi að lyfta þungum kössum og stafla þeim á vörubretti. Ég gerði svo sem ýmislegt annað í þessu starfi, en þetta var það sem reyndi mest á kraftana. Þegar ég hafði unnið þarna svolítinn tíma fór ég finna fyrir óþægindum í höndum. Á kvöldin fékk ég náladofa og ég svaf illa vegna náladofa í höndunum. Ég vaknaði til að hrista blóðið fram í fingurna. Við þetta bættist svo slæm sinaskeiðabólga.

Áður en ég fór að vinna við þetta var ég í smástund í verksmiðju hjá Bodum í Billund og þar á undan var ég kennari og nemi. Þar reyndi lítið á skrokkinn. Við þessum óþægindum í höndunum voru engin önnur ráð en að gleypa bólgueyðandi lyf. Það virkaði þó ekkert sérstaklega vel. Bara í smástund svo var allt við það sama. Í vinnunni fann ég aftur á móti ekkert fyrir þessu. Þá voru vöðvarnir heitir og engar bólgur að angra mig en þegar heim var komið fór þetta að plaga mig.

Nú á ég við sama vanda að stríða. Hendurnar á mér eru í klessu.

Í Danmörku gat ég ekki spilað á gítar. Mér var það ómögulegt vegna doðans í höndunum. Mér líst ekki á blikuna ef ég get ekki leikið á hjóðfæri núna. En ég er eiginlega tilfinningarlaus í fingrunum og svo þreytist ég fljótt og finnst vanta blóð fram í fingurna. Mér líst ekki alveg á þetta. Í gær sauð upp úr grjónagrautnum hjá mér og þegar ég var að þurrka grautinn upp af helluborðinu fann ég ekki fyrir því hversu heitur hann var og það var ekki fyrr en löngu seinna að ég fann fyrir því að ég hafði brennt mig á fingugómunum á heitri tuskunni.

Getur ekki verið að sjúkraþjálfarar geti hjálpað manni þegar maður á í vanda eins og þessum? Þekkir það einhver?
 
Ummæli:
Mikið held ég að það sé slæmt (fyrir fjölskylduna!) að þú getir ekki glamrað á gítarinn.
Það hlýtur að vera hægt að redda þessu.
 
Sæll Kalli!

Ég ætla nú ekki að fara að vera með online sjúkraþjálfun hér en þetta er eitthvað sem þú ættir að láta athuga vel. Farðu til læknis og þá helst bæklunarlæknis eða taugasérfræðings.
Það er margt sem getur verið orsökin fyrir þessu og ætla ég ekki að fara að skjóta á neitt eitt.

En farðu og láttu skoða þetta
Kveðja
Kristleifur (multimedia-sjúkraþjálfari)
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]