Tilraunavefurinn
laugardagur, mars 31
  Af stangveiði og nefsogshljóðum
Í Fréttablaðinu í gær var viðtal við stangveiðimanninn Jón Mýrdal sem er tilbúinn í slaginn. Á morgun er 1. apríl og þá fara þeir að stjá stangveiðimennirnir og taka fyrstu köst vorsins. Mér þykir reyndar gaman að vera úti við eitthvert stöðuvatn eða læk í þögn góðu sumarveðri og reyna að veiða. En það var ekki þess vegna sem ég las viðtalið við stangveiðimanninn, heldur gerði ég það vegna þess að mér fannst ég eitthvað kannast við manninn á myndinni með viðtalinu. Það rann svo upp fyrir mér að þetta er liklega sá sami Jón Mýrdal sem var skólabróðir minn í FVA og lék með Gísla Magg og Sigurdóri í hljómsveitinni Power frá Borgarnesi. Í þá daga var hann gamansamur með afbrigðum og líka fínn trommuleikari. Á kasettu sem kom út eftir Hæfileikakeppnina 1992 saug hann svo hressilega upp í nefið um leið og hann taldi inn í eitt laganna að það þótti ástæða til að taka það fram á kasettuhulstrinu að nefsogshljóðin væru komin frá honum. Það þótti mér æðislega fyndið.
 
föstudagur, mars 30
  Eliza Wrona

Nýjasta nýtt í rokkinu úr Bolungavík.
Rokkhljómsveitin Grjóthrun í Hólshreppi (Rolling Stones in Hillbilly) flytur lagið um Vestfjarðameyna Elizu Wrona.
 
miðvikudagur, mars 28
  Nýjar myndir á MYNDASÍÐUNNI

Hann er þriggja ára í dag...
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Bara að minna fjölskyldu og vini á myndasíðuna.
 
laugardagur, mars 24
  Tónlistargetraun
Nú er orðið svolítið langt síðan síðast var birt hér tónlistargetraun. Það er svo erfitt að semja þær nú á tímum Google. Textagetraunin sem ég hef stundum gert er getraunaleikur sem mér þætti skemmtilegt að glíma við. En það er svo ofboðslega létt að gúgla til að finna svarið við þeim. En eitthvað hlýt ég að getað hannað annað!

Hvað með þetta:

Flestir Íslendingar þekkja perlurnar hans Magnúsar Eiríkssonar. Ein þeirra er útgáfan hans af Djáknanum á Myrká, Garún. Alveg frábærlega vel samið lag hjá honum, eins og hans er vandi. Frumútgáfu þessa lags, á plötu Mannakorna, Í gegnum tíðina frá árinu 1976, er líka algjörlega mögnuð. Stórkostlegt samspil hljóðfæraleikaranna. Þeir Magnús og Pálmi syngja þetta saman. En svo kemur þriðji söngvarinn við sögu í talkaflanum og talar drungalegri og dimmri röddu um dauða manninn sem hesti ríður. Ég hélt alltaf að þetta væri rödd Magnúsar en svo las ég á umslaginu að þetta væri rödd annars söngvara. Og þegar maður veit það þá heyrir maður það lika greinilega. Ég minnist þess ekki að þessi söngvari hafi komið við sögu Mannakorna nema bara í þessu eina lagi.

Hver er hann?
(Bannað að kíkja á umslagið. En gerið það fyrir mig að vera óhrædd að koma með tilgátur hér á athugasemdakerfinu. Ef það kemur ekki rétt svar fljótlega ætla ég að semja vísbendingu - þær eru svo skemmtilegar!)
 
  Afmæli í dag

Hringur Karlsson er þriggja ára í dag.
Hér er hann á nýlegri mynd ásamt systkinum sínum.
 
föstudagur, mars 23
  Hlusta á Hears A Who
Smellið á linkinn. Þarna geymi ég eitt lag.
 
  Hears A Who
Í febrúar sl. voru settar í umferð á Netinu ákaflega forvitnilegar upptökur. Hvergi kemur fram hver það er sem er ábyrgur fyrir þessu, eða hverjir það eru sem þarna heyrist í. Textarnir eru gamlar amerískar þjóðvísur og barnakvæði. Lögin og meðferðin á þeim hljómar mjög kunnuglega og upptökurnar virðast vera 40 ára gamlar. Búin var til heimasíða í kringum þessar upptökur sem nú er búið að loka að ósk einhverra sem kærðu sig ekki um að hafa þetta í umferð.

Umslagið er svona:Ég á þessar upptökur. Ég þekki nefnilega tónlistarmanninn og kennarann Hjört Hjartarson á Selfossi. Hann er með með í tónlistaruppeldismeðferð. Gefur mér klezmertónlist í bílförmum og stingur svo að mér ýmsu öðru forvitnilegu. Þessar upptökur fékk ég hjá honum.

Úr því ég er sannarlega orðinn þátttakandi í glæpnum, bæði með því að eiga þessar upptökur og eins með því að segja frá þeim hér á opinberum vettvangi, hafði ég hugsað mér að setja eitt lag af þessu inn á Vefinn. En svo á ég í einhverju basli með það. Kannski ég geri aðra tilraun síðar.
 
miðvikudagur, mars 21
  Spurning?
Snævar Sölvason í leik með UMFB?
 
þriðjudagur, mars 20
  Tilviljanir?
„Það er búið að virkja allt nema mig", syngur Kjartan Guðjónsson í söngleiknum Leg sem er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Það er fyndin setning, ekki síst í ljósi þess að einn höfunda Legsins er tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson. En það eru ekki nema fáeinar vikur síðan félagi minn, Orri Harðarson, stakk upp á því á blogginu sínu að orkan í Davíð Þór yrði beisluð og virkjuð. Ætli þetta sé tilviljun?

Einu sinni var ég með Davíði þessum í hljómsveitinni Abbababb. Við gerðum tilraun til að semja saman lag. Það var algjörlega misheppnað og ekki einu sinni fyndið og ætti þess vegna að vera gleymt. En ég man samt nokkurnveginn hvernig það var. Textinn var um það liggja veikur heima með banana og malt og láta sér leiðast. Í sýningunni Leg er lag sem er glettilega líkt þessari gömlu hugmynd okkar Davíðs. Það er reyndar mun betur heppnað. Bara svolítið skemmtilegt lag. En samt er það líkt þessu gamla leiðindastefi sem við reyndum að klambra saman á æfingu fyrir plötuupptökuna í tónmenntastofunni í Grundaskóla á Hvítasunnu 1999. Lagið í Leginu heitir Það er svo æðislegt.

Þessi lög má heyra á síðu Dr. Gunna. Þú hafnar þar inni ef þú smellir á fyrirsögnina hér að ofan.
 
  Athugasemdir við bullið í honum Sigmari
Það er ekki laust við að ég öfundi menn sem eru svo vinsælir að þegar þeir skrifa um það örfáar línur á bloggið sitt hvernig þeim líki bragðið af gosdrykk geri 32 lesendur vart við sig með vinsamlegum athugasemdum um efni færslunnar. Aldrei hef ég orðið var við slíka umferð um vefsvæði mitt, jafnvel ekki þegar ég skrifa um gosdrykki! Huu!
 
  Minning um gosdrykk í dós
Tenging Bolungavíkur við umheiminn var höfnin.
Bæði pabbi og Atli bróðir hafa sagt mér frá þeim undrum sem þeim fannst þeir vera vitni að á Brjótnum þegar þeir báru í fyrsta sinn mann augum sem var dökkur á hörund. Þá var hlaupið út um allan bæ og börnunum sagt, hvar sem þau voru stödd, að nú skyldu þau flýta sér niður á bryggju til að sjá svertingjann sem væri á mjölskipinu. Ég man að Atli og einhver vinur hans töluðu meira að segja við svertingja á Brjótnum. Umræðuefnið var ball. Strákarnir héldu að maðurinn væri að spyrja þá um svona ball eins og þeir vissu að haldin voru í Félagsheimilinu, en maðurinn var nú sennilega að tala um eitthvað allt annað og þeim kunnugra en dansiball í Félagsheimilinu.

Þegar ég var púki var það ekki alveg eins nýtt fyrir manni að sjá svartan mann og það hafði verið fyrir þeim Atla og pabba. En ég man samt eftir svipuðum aðstæðum. Þá fóru að koma litasjónvörp inn á heimilin og erlendir verkamenn sáust stöku sinnum.

En af því að ég var að minnast á gosdrykk í morgun varð mér hugsað til þess þegar við Pétur Pé vorum svona 11 eða 12 ára gamlir að þvælast á Brjótnum og maður um borð í stóru flutningaskipi kallar á mig og biður mig að ræða svolítið við sig. Við göngum að skipinu og þá sé ég að þarna er kominn Bjarni Halldórsson, móðurbróðir minn, en hann var skipstjóri hjá Hafskipum og síðar Nesskip. Hann spyr mig frétta og kastar svo til okkar tveimur dósum af Coca Cola. Við þökkuðum fyrir okkur, gengum því næst með kók í höndum, þannig að það sæju það allir sem við mættum, hvort sem þeir væru fótgangandi, á hjóli eða í einhverju öðru farartæki inn Hafnarstrætið, út Aðalstrætið, inn Miðstrætið, út Völusteinsstrætið, inn Hlíðarstræti, út Hjallastræti, inn Holtabrún, niður Þjóðólfsveg og Skólastíg, upp Höfðastíginn, inn Völusteinsstræti, niður Vitastíg, upp Traðarstíg, niður Holtastíg, upp Hólaveg, niður Bakkastíg, aftur inn Aðalstrætið alveg inn á Grundir og svo heim, því þá var komið myrkur. Þá vorum við líka orðnir nokkuð vissir um að allir Víkarar hefðu séð að við höfðum sambönd. Og það engin smásambönd. Við áttum kók í dós!
 
  Muniði
eftir Ís Cola og Seltezers gosdrykkjunum frá Sól?
 
  Auglýsing
Ert þú í árshátíðarnefndinni á vinnustaðnum þínum?
Langar þig að fá ICY tríóið, Stefán og Eyfa og Olsenbræður til að skemmta á árshátíðinni? Finnst þér það of dýrt ?
Þú getur sparað stórfé. Hringdu í mig. Ég kann Gleðibankann, nýja evrólagið, Draum um Nínu, Góða ferð og Smuk som et stjerneskud á gítar!
 
mánudagur, mars 19
  Plakatið komið
 
  EJ
Menn hafa verið að fá stórstjörnur til að skemmta á árshátíðum á Íslandi. Ég var að skemmta á árshátíð byggingaverktakafyrirtæki um daginn þar sem málið var leyst þannig að DVD tónleikadiskur með Elton John var bara varpað á vegginn meðan á árshátíðinni stóð.

Og svo kom ég og spilaði og söng. Ég tók ekki alveg eins mikið fyrir og EJ.
 
sunnudagur, mars 18
  Hver er Víkarinn?
Jæja, ég hitti annan Víkara í dag. Sá hafði verið í bústað hérna í Reykholti og var á leið heim.
Hver er maðurinn?

1. vísbending (Nú reyni ég að hafa þetta aðeins erfiðara en síðast.)
Maðurinn var lengi sjómaður. Ég þekki hann bæði úr boltastarfi í UMFB og úr músíklífi í Víkinni. Skemmtilegur og léttur náungi.
 
  Fullur framsóknarmaður
Það var maður í veislunni þar sem ég var að skemmta í gær sem vildi endilega tala við mig um Framsóknarflokkinn. Með tárin í augunum sagði hann mér að fylgið væri komið niður í 6%. Það fannst honum óskiljanlegt. „Hugsaðu þér," sagði hann, „þessi flokkur. Árið 1971 þegar allt var að fara til andskotans í þessu landi þá kom Framsóknarflokkurinn og reisti þjóðina úr rústum. Árið 1995 kom hann svo aftur og bjargaði okkur."

Sem betur fór var maður þessi svo ölvaður að ég komst upp með að ræða þetta ekkert frekar við hann.
 
  Hver er Víkarinn?
Var að koma frá því að skemmta upp í sveit. Þar hitti ég Bolvíkinga.

Nú spyr ég ykkur: Hvaða Víkara hitti ég?

1. Vísbending.
Þetta var drengur, talsvert yngri en ég, og foreldrar hans báðir. Feðgarnir eru miklir söngmenn, ákaflega samrýmdir, syngja bassa. Drengurinn er yngstur fjögurra systkina. Hin systkinin þekki ég öll betur en hann. Móðir drengsins á margt skyldmenna í Bolungavík. En ætli hún verði nú samt ekki að teljast vera frá Ísafirði? Mér þótti mjög skemmtilegt að hitta þetta fólk, enda var ég heimagangur á heimili þess þegar ég var púki. Ég hef meira að segja, á þessum vettvangi, sagt frá plötum sem til voru á heimili þess og höfðu mikil áhrif á mig. Í kvöld sungum við mörg lög af plötum úr þessu góða plötusafni.
 
laugardagur, mars 17
  Heimsókn
Dóra systir og Andrea voru að fara eftir góða heimsókn í sveitina.
Alltaf gaman að hitta þær.
Takk fyrir komuna stelpur.
 
  Byrjað að æfa
Nú er byrjað að æfa Passíusálmana. Það var æfing í dag. Rosalega líst mér vel á hljómsveitina. Þessi trommari er algjörlega meiriháttar.
 
fimmtudagur, mars 15
  Heimaverkefni

Heimaverkefni
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Passíusálmalögin hans Megasar verða enn á ný flutt um páskana. Nú verða tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði, þar sem séra Hallgrímur þjónaði sjálfur á sínum tíma. Staðarvalið á vel við. Það er reyndar engin tilviljun. Hreppurinn ætlar að halda tónleikana vegna 50 afmælis kirkjunnar. Það var bara haft samband við aðstandendur tónleikanna í fyrra og þess óskað að sami hópur kæmi í Hvalfjörðinn og flytti Passíusálma um páskana.

Það er ekki alveg sami mannskapurinn sem flytur dagskrána núna og í fyrra í Reykjavík og í Skálholti. Sumir hljóðfæraleikaranna eru bókaðir á Rokkhátíð alþýðunnar hjá Ödda og Mugga á Ísafirði sem fara fram á sama tíma. Það var því búin til ný Píslasveit sem mun örugglega nálgast þetta efni svolítið öðruvísi en þær sveitir sem flutt hafa þetta áður. Eins og undanfarin skipti verður Kammerkór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar þarna í stóru hlutverki. Hilmar spilar svo sjálfur á orgel, Kristinn Árnason á gítar, Sophie á hörpu, Birgir Braga á bassa, Eric Quick á trommur, Svanhvít Ingólfsdóttir á blokkflautu, Hjörleifur á fiðlu og svo ég sjálfur á munnhörpu og mandólín.

Þátttaka mín í þessum tónleikum í fyrra er eitthvert mesta happ sem mig hefur hent á tónlistarsviðinu. Það var stanslaust nám og stöðug gleði að umgangast Megas og vinna undir stjórn þeirra Hilmars. Það verður vonandi jafngaman nú.
 
  Að koma
Gummi Hrafn er hérna með skemmtilega færslu um frétt af nýjung í ástarlífi einhverra norskra ungmenna sem nú vilja, að skiljanlegum ástæðum, heldur koma of snemma en of seint.
 
  Enginn krabbi

Maturinn hjá mömmu
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Um síðustu helgi hittist félagsskapur sem við Gréta erum í og naut þess saman að borða sjávarfang af ýmsu tagi. Ég ætlaði mér að bjóða upp á kóngakrabba. En svo fékk ég einhverja umgangspest á föstudaginn og þurfti að liggja veikur heima um helgina.

Þessa mynd tók ég af matardisknum hjá mömmu þegar ég heimsótti hana í fyrravetur. Hún gaf okkur þetta lostæti sem Jón Óli bróðir hennar hafði komið með heim af Noregsmiðum. Þetta er ennþá betra en humar!
 
sunnudagur, mars 11
  Molarnir

Þegar ég var í MÍ á Ísafirði var ég alveg brjálaður aðdáandi Sykurmolanna. Mér fannst það virkilega góð hljómsveit og skemmtileg. Ég átti meira að segja Smekkleysubol. Maður hafði nú ekkert mörg tækifæri til að sjá þá á sviði. Ég man ekki til þess að þeir hafi komið vestur að spila. En ég sá þá á útihátíðinni í Húnaveri, annað hvort 1989 eða 1990. Það hefur sennilega ekki verið meðal þeirra bestu tónleika. En ég var sko mjög sáttur við þá. Þeir voru algjörlega meiriháttar.
 
  Dóra

Í barnatímanum á Stöð 2 er stundum sýndur þáttur sem heitir Dóra (Dora the explorer). Fyrir þá sem ekki eiga börn hlýtur þessi þáttur að vera alveg glataður því þar er gert ráð fyrir að börnin sem horfa séu þátttakendur í leiknum. Það lítur óneitanlega hálfkjánalega út að þátturinn geri ráð fyrir þessu en svo horfi börnin bara passív á þetta og skilji ekki til hvers er verið að ætlast af þeim eða hvort til einhvers sé ætlast af þeim yfirleitt. En þannig er þetta alls ekki.

Hér heima hjá mér er þetta langvinsælasta barnaefnið og litlu börnin mín tvö taka fullan þátt í leiknum. Þau hrópa og kalla til að hjálpa Dóru að finna það sem hana vantar, vísa henni veginn, hjálpa henni að rata, ná í töskuna hennar góðu og til þess að forða henni frá óvininum Nappa ref. Stundum eru börnunun kennd orð og setningar á ensku. Það virkar meira að segja. Þetta er virkilega vel gerður þáttur og yfirleitt frekar skemmtilegur.

Ég hef heyrt að þátturinn sé ekki bara vinsæll á þessu heimili heldur kunni börn yfir leitt vel að meta hann.

Til gamans get ég þess að gamall kunningi minn af Skaganum og eftirmaður minn í trúbadorabransanum þar, Halli melló, er einn þeirra leikara sem lesa inn textann.
 
  Vissir þú...

... að Sigríður, móðir Nonna, Jóns Sveinssonar, var frá Reykjahlíð í Mývatnssveit, þar sem nú býr hún Gunna móðursystir föður míns?

Ég var að heyra þetta í útvarpinu. Þá heyrði ég líka að Arngrímur málari kenndi Nonna að synda og að síðasta ferð Nonna til Íslands var þegar hann kom á Alþingishátíðina 1930 og að hann lést 16. nóvember 1944 í Köln.
 
laugardagur, mars 10
  Krútt

Þegar ég heyrði af bókuninni í hreppsnefndinni í Kópavogi um að bæjarstjórinn væri krútt varð mér hugsað til orðanna sem séra Gunnar hafði einu sinni um Jóhannes í Bónus og ég hef skrifað um hér áður. Þá sagði hann mér í tilefni af minningarsjóði sem Jóhannes hafði sett á stofn á Selfossi að hann Jóhannes í Bónus væri „reglulegt krútt af manni".
 
  Ef Ísland væri ....
Svolítið fyndin færsla frá þessum gæja hér. Mér varð hugsað til Orðrétt-þáttarins á síðu Kristjáns Jóns. Ég þekki ekki þennan mann, en veit svona hver hann er. Þessi strákur var svona unga listapípan á Selfossi einu sinni. Ég man eftir honum í leikfélaginu þar. Ég held svo að ég hafi mætt honum í fótboltaleik sl. sumar í Sunnlensku deildinni. Ég held hann hafi staðið í markinu hjá einhverju liðanna þar.
 
miðvikudagur, mars 7
  Perla lærir stafina

Perla lærir stafina
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
  Kórbúðir
Kórbúðir er ekki gata í Grafarholti. Kórbúðir er það kallað sem Hákon er að upplifa í fyrsta sinn þessa stundina. Þannig er að hann er í æfingabúðum með kórnum. Þau fóru með rútu strax eftir skóla í gær og gistu í nótt. Svo koma þau um hádegið aftur, vel æfð náttúrulega. Það er líf og fjör í sveitinni.
 
sunnudagur, mars 4
  Ör-lög Sverris
Ég var að hlusta á þáttinn hans Freys á Rás 2, Geymt en ekki gleymt. Gestur þáttarins var Sverrir Stormsker. Platan var 20 ára gömul og heitir Ör-lög. Þetta var mikil nostalgía fyrir mig að hlusta á þetta. Þessa plötu átti ég. Hún kom út sumarið eftir að ég fermdist og ég hlusti á hana og las textablaðið, sem var óvenjuelga stórt minnir mig og samanbrotið. Svo voru í því myndir af söngvurunum og hljóðfæraleikurunum að vinna í stúdíóinu. Það skoðaði ég mjög nákvæmlega. Ég hef ekki hlustað á þessa plötu í svona 17 ár en komst sem sagt að því að ég man eftir hverju einasta lagi og kann meira eða minna alla textana líka. Sverrir er mjög fær lagahöfundur og þegar honum tekst best um kann érg virkilega vel að meta það sem frá honum kemur. Textarnir hans er ákaflega misjafnir. Studnum er svo mikið að gerast í þeim að maður tekur ekki eftir góðu lögunum sem eru við þá og stundum kann ég ekki að meta þegar hann er að rembast mikið við að vera sniðugur með orðaleikjum og subbutali. En mér þótti það voðalega skemmtilegt fyrir 20 árum. Alveg ofboðslega sniðugt.
 
  Spili spii spil
Ég var alveg svakalega duglegur að spila og syngja í gær. Byrjaði í hádeginu fyrir 300 Ítali á hlaðborði og svo allt kvöldið og fram á nótt á öðrum stað.

Eitthvað meira spilerí er framundan. T.d. eitt alveg æðislegt með frábæru fólki á spennandi stað um páskana.
Segi frekar frá því síðar. Ég er farinn að hlakka mikið til.
 
  wwwgud.blogspot.com
Ég verð að benda lesendum á að gamall vinur að vestan er farinn að blogga. Hann er skemmtilegur og alveg yndislegur náungi. Tékkið á honum.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]