Tilraunavefurinn
þriðjudagur, mars 20
  Minning um gosdrykk í dós
Tenging Bolungavíkur við umheiminn var höfnin.
Bæði pabbi og Atli bróðir hafa sagt mér frá þeim undrum sem þeim fannst þeir vera vitni að á Brjótnum þegar þeir báru í fyrsta sinn mann augum sem var dökkur á hörund. Þá var hlaupið út um allan bæ og börnunum sagt, hvar sem þau voru stödd, að nú skyldu þau flýta sér niður á bryggju til að sjá svertingjann sem væri á mjölskipinu. Ég man að Atli og einhver vinur hans töluðu meira að segja við svertingja á Brjótnum. Umræðuefnið var ball. Strákarnir héldu að maðurinn væri að spyrja þá um svona ball eins og þeir vissu að haldin voru í Félagsheimilinu, en maðurinn var nú sennilega að tala um eitthvað allt annað og þeim kunnugra en dansiball í Félagsheimilinu.

Þegar ég var púki var það ekki alveg eins nýtt fyrir manni að sjá svartan mann og það hafði verið fyrir þeim Atla og pabba. En ég man samt eftir svipuðum aðstæðum. Þá fóru að koma litasjónvörp inn á heimilin og erlendir verkamenn sáust stöku sinnum.

En af því að ég var að minnast á gosdrykk í morgun varð mér hugsað til þess þegar við Pétur Pé vorum svona 11 eða 12 ára gamlir að þvælast á Brjótnum og maður um borð í stóru flutningaskipi kallar á mig og biður mig að ræða svolítið við sig. Við göngum að skipinu og þá sé ég að þarna er kominn Bjarni Halldórsson, móðurbróðir minn, en hann var skipstjóri hjá Hafskipum og síðar Nesskip. Hann spyr mig frétta og kastar svo til okkar tveimur dósum af Coca Cola. Við þökkuðum fyrir okkur, gengum því næst með kók í höndum, þannig að það sæju það allir sem við mættum, hvort sem þeir væru fótgangandi, á hjóli eða í einhverju öðru farartæki inn Hafnarstrætið, út Aðalstrætið, inn Miðstrætið, út Völusteinsstrætið, inn Hlíðarstræti, út Hjallastræti, inn Holtabrún, niður Þjóðólfsveg og Skólastíg, upp Höfðastíginn, inn Völusteinsstræti, niður Vitastíg, upp Traðarstíg, niður Holtastíg, upp Hólaveg, niður Bakkastíg, aftur inn Aðalstrætið alveg inn á Grundir og svo heim, því þá var komið myrkur. Þá vorum við líka orðnir nokkuð vissir um að allir Víkarar hefðu séð að við höfðum sambönd. Og það engin smásambönd. Við áttum kók í dós!
 
Ummæli:
Það hljóta allir Bolvíkingar að hafa séð ykkur miðað við göngutúrinn sem að þið fóruð í ;)
 
Ja, þetta er kannski aðeins ýkt. Þetta er svona sú útgáfa sem Halli Pé hefði haft af þessari sögu. ;-)
 
Nei, það vantar allan efri bæinn og bakkana.!

Það hlýtur samt að hafa verið goslaust og volgt hjá kókið þegar þið loks dreiptu á því. En svona var tilveran einföld í þá daga og gleðin ríkust yfir smæstu hlutunum. Ég man líka eftir þessum ósköpum þegar svertingja var að finna á flutningaskipunum og maður settist á brjótinn með breakpinna við hönd til að líta þessi undur augum.
 
Ég sá svertingja fyrst í höfuðborginni. Þá var maður látinn í sparifötin áður en lagt var í hann. Þegar að ég hugsa til baka þá fékk ég alltaf svona útlandafíling í höfuðborginni. Oftar en ekki var farið á kaffihús og öndunum gefið. En það var jú þegar að Akraborgin mín ægifögur lagði við bryggju í miðbænum. Það er helv.... langt síðan að ég fór í miðbæ Reykjavíkur!!
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]