Krútt

Þegar ég heyrði af bókuninni í hreppsnefndinni í Kópavogi um að bæjarstjórinn væri krútt varð mér hugsað til orðanna sem séra Gunnar hafði einu sinni um Jóhannes í Bónus og ég hef skrifað um hér áður. Þá sagði hann mér í tilefni af minningarsjóði sem Jóhannes hafði sett á stofn á Selfossi að hann Jóhannes í Bónus væri „reglulegt krútt af manni".