Tilraunavefurinn
þriðjudagur, mars 20
  Tilviljanir?
„Það er búið að virkja allt nema mig", syngur Kjartan Guðjónsson í söngleiknum Leg sem er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Það er fyndin setning, ekki síst í ljósi þess að einn höfunda Legsins er tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson. En það eru ekki nema fáeinar vikur síðan félagi minn, Orri Harðarson, stakk upp á því á blogginu sínu að orkan í Davíð Þór yrði beisluð og virkjuð. Ætli þetta sé tilviljun?

Einu sinni var ég með Davíði þessum í hljómsveitinni Abbababb. Við gerðum tilraun til að semja saman lag. Það var algjörlega misheppnað og ekki einu sinni fyndið og ætti þess vegna að vera gleymt. En ég man samt nokkurnveginn hvernig það var. Textinn var um það liggja veikur heima með banana og malt og láta sér leiðast. Í sýningunni Leg er lag sem er glettilega líkt þessari gömlu hugmynd okkar Davíðs. Það er reyndar mun betur heppnað. Bara svolítið skemmtilegt lag. En samt er það líkt þessu gamla leiðindastefi sem við reyndum að klambra saman á æfingu fyrir plötuupptökuna í tónmenntastofunni í Grundaskóla á Hvítasunnu 1999. Lagið í Leginu heitir Það er svo æðislegt.

Þessi lög má heyra á síðu Dr. Gunna. Þú hafnar þar inni ef þú smellir á fyrirsögnina hér að ofan.
 
Ummæli:
Sá einmitt Davíð núna á sunnudaginn þegar ég var í leikhúsi og hugsaði: Ætlaði Gréta virkilega að reyna að koma mér og honum saman, ha ha ha!! Að vísu eru 7 ára síðan, en...
 
Það var og er (væntanlega) aldrei lognmolla í kringum hann Davíð, snillingur þar á ferð.

Þær voru ófáar æfingarnar sem Davíð fór frá einu hljóðfærinu til annars, svokallaður hringurinn, og tók í. Hringurinn var eitthvað á þessa leið:

Ljós koma upp. Hljómsveitin er í pásu. Ungur drengur kemur inn á svið frá hægri.

Davíð: Hei, sjáiði þetta (bassinn tekinn)
Hinir: Jamm
(30 sek. líða)
Davíð: Hei, kúl að gera svona (kjuðarnir teknir og skinn slegin)
Hinir: Ahha
(33 sek. líða)
Davíð: Hei, flottir strengir marr (mandólínið tekið)
Hinir: Uffhh
(20 sek. líða)
Davíð: Ætli þetta sé hægt (gítarinn gripinn og saxafóninn með)
Hinir: Jæja...eigum við að skella okkur út í sjoppu!!
(Davíð einn með hljóðfærunum í ástarleik, hinir farnir út í sjoppu)
(Spurt í dyragættinni): Davíð, viltu eitthvað?
Davíð heyrir ekki.....

Ljósin dofna...en tónlistin heldur áfram.
ENDIR

Kveðja frá Danaveldi,
Claxton
 
Já, ég man eftir svona hringjum.
Og hann hefur líka lært svolítið af þessu flakki, a.m.k. ef marka má orð Sigtryggs Sykurmola, sem hefur sagt mér að honum finnist Davíð vera mjög, mjög góður bassaleikari og að helmingur spilandi trommuleikara á Íslandi séu ekki eins góðir á trommur og hann.
 
He, he, ég hef farið hring í Tónastöðinni með Davíð þar sem að hann þurfti að sjálfsögðu að prófa hin ýmsu hljóðfæri....

.....ég var líka á lúðrasveitarejúníóni með honum þar sem að hann spilaði mest megnis á túbu....eftir partýið (sem var á Miðgarði) fór hann að reka rollur á jakkafötunum!

Best finnst mér þegar að hann hermir eftir Gunnari Ejólfssyni leikara....það er algjör snilld!!

Hann er sko engum líkur hann Davíð;o)
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]