Tilraunavefurinn
miðvikudagur, febrúar 28
  Svarfdælir og menninngin
Enn týndi ég færslu sem ég hafði skrifað. Þegar ég er lengi að skrifa færslu og geri það með hléum týnast þær stundum. Það er bagalegt. Nú var það löng færsla um það hvað ég er ánægður með þá framkvæmd sem Sparisjóður Svarfdæla er að ráðast í á Dalvík. Stjórn þessa sparisjóðs hefur nefnilega ákveðið að gefa Svarfdælingum Menningarhús. Þeim gekk vel á síðasta ári og ætla að láta heimamenn njóta þess með sér með þessum hætti. Sagt var frá þessu í hádegisfréttum Stöðvar 2. Mér finnst þetta algjörlega frábært og til fyrirmyndar.

Það stendur til að endurbyggja Félagsheimilið heima í Bolungavík. Sveitarfélagið á enga peninga en Sparisjóðnum hefur gengið mjög vel í nokkur ár. Ég skrifa þetta hér bara svona til að stinga hugmynd að stjórnarfólki í SB ef það sér þetta hér. Svo hafa sumir smábátaútgerðrarmenn hagnast gígantískt á því að hætta róðrum. Þar liggur auður sem dygði til að endurbyggja alla vega eitt félagsheimili. Bara svona tillaga að ráðstöfun auðsins.
 
laugardagur, febrúar 24
  Bakstur

Bakstur
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Krakkarnir okkar voru allir veikir í síðustu viku. Voðaleg flensa að ganga. Það lágu hálfu bekkjardeildirnar í skólanum. Nú eru börnin mín að hressast aftur. Þau fóru í leikskólann aftur á öskudaginn og Hákon í skólann á fimmtudaginn. Hringur minn er á þeim aldri að hann veit ekkert hvað er að honum og getur ekkert tjáð sig um það að honum líði ekki vel. Hann verður bara leiðinlegur og pirraður þegar slappleiki af þessu tagi leggst á hann. Núna er hann aftur svo ofboðslega hress og skemmtilegur. Hann hleypur syngjandi um allt hús og hefur ekki undan að leika sér ýmist við sjálfan sig eða stóru systur sína. Nú kom hann skælbrosandi og nam staðar fyrir framan mig, benti á nefið á sér og sagði: „Pabbi hoþ!", og hljóp svo inn á bað og sótti pappír svo ég gæti hjálpað honum við að fjarlægja þetta frama úr honum. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum og leika við hann þegar hann er aftur orðinn ánægður og hress.
 
  Flickr
This is a test post from flickr, a fancy photo sharing thing.
 
föstudagur, febrúar 23
  Hvaðan þekki ég þig?
Yfirleitt er ég mjög mannglöggur. Ég man andlit og líka nöfn. En það klikkar líka þetta góða minni. Í Hagkaupum í Smáralind í þessari viku rak ég augun í konu á mínum aldri. Eitthvað sagði mér að ég ætti að þekkja hana en ég kom því ekki fyrir mig hver hún væri þannig að ég leit strax aftur á hana. Hún leit á mig um leið og var á svipinn eins og hún ætti að þekkja mig. Hún sagði hæ. Ég nikkaði til hennar og reyndi að vera vera kurteis og brosti - hélt svo leið mína. Ég bara man ekkert eftir því hvaðan ég þekki þessa konu. Þessa tilfinningu þekkja margir, það veit ég. En þetta er næstum nýtt fyrir mér.
 
  Gæðavottun
Nei sko!
Það er bara búið að gæðavotta hljómasetningu mína af Eurovision laginu af höfundinum sjálfum (sjá komment)!

Krakkarnir í tónmennt hjá mér í skólanum syngja þetta lag í d moll. Ég hugsa að ég fari með það í f moll, kannski e moll. Það er einn mjög hár tónn þarna „Ég FÆÆÆÆÆ aldrei nóg!" Þar fer Eiríkur upp á G sem er svo sem ekkert fyrir hann.

Það er gaman að krökkunum. Þeir eru ekkert allir á því að vilja syngja þetta lag. Sumir héldu með einhverju öðru lagi í undankeppninni og eru bara svekktir með úrslitin. Í fyrra þurfti ekki að biðja krakkana um að taka undir í laginu hennar Silvíu Nætur. Þá voru allir til í það.
 
þriðjudagur, febrúar 20
  The lost post
Ég var búinn að skrifa heilmikinn texta hérna inn í morgun þegar ég týndi honum. Það var allt í lagi. Það var ekki um neitt meirkilegt (frekar en fyrri daginn). Það var um áhrif Kurt Cobain á þróun rokksögunnar. Í stórum dráttum var þetta efni færslunnar sem týndist:

KC hefði orðið fertugur í dag hefði hann lifað.
Ég fíilaði aldrei Nirvana, en áhrif þeirrar sveitar eru samt sem áður ótvíræð.
Ég fíla heldur ekki tónlist Michaels Jackson, Eltons John og Prince, en ber virðingu fyrir þeim af því snilldin leynir sér ekki.
 
sunnudagur, febrúar 18
  Hver er Víkarinn?
Ég var að spila borðmúsík á Hótel Geysi í gær. Þar sá kokkalandslið unglinga um eldamennskuna. Eftir giggið vatt ég mér inn í eldhús og rakst þá á gamlan nemanda minn úr Víkinni sem var að kokka. Hann bauð mér upp á dýrindisforrétt úr humri og saltfiski. Hvaða Víkari er í unglingalandsliði kokka?
 
  Eurovision-lagið

Ég les í lófa þínum
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Texti: Kristján Hreinsson

Ég les í lófa þínum leyndarmálið góða. gm - F
Ég veit það nú, ég veit og skil Eb - D
Það er svoi ótalmargt sem ætla ég að bjóða gm - F
Já, betra líf með ást og yl. Eb - D

Viðlag:

Í lófa þínum les ég það gm - cm7
að lífið geti kennt mér að. F - Bb
Ég fæ aldrei nóg. Eb - cm7
Ég vil fara frjáls með þér og fljúga yfir land og sjó. D - D7
Ég ætla að fara alla leið gm - cm7
með ást á móti sorg og neyð. F - Bb
Ég fæ aldrei nóg. Eb - cm7
Ég vil fara frjáls með þér og fljúga yfir land og sjó. D D7

Það er svo augljóst nú að allir draumar rætast.
Við höldum frjáls um höf og lönd.
Um lífið leikum við og lófar okkar mætast.
Þá leiðumst við, já, hönd í hönd.

Viðlag

sóló (í viðlagshljómaganginum)

Viðlag
 
laugardagur, febrúar 17
  Að googla sig
Ég var að stunda njósnir á google. Googlaði nafninu mínu og fann til dæmis umfjöllun einhverrar ísfirskrar konu sem þekkir greinilega Ólöfu frænku Atla bróður míns. Hún var í Skálholtskirkju þegar ég var að spila þar fyrir síðustu páska. Við nánari athugun sýnist mér þetta vera síða Þórunnar Páls. Hún segir:
"Hljómsveitina skipuðu auk meistarans meðal annarra Hjörleifur nokkur Valsson (hefði maður bara haldið áfram á fiðluna...) og Karl Hallgrímsson á mandolín og munnhörpu (munið þið eftir honum úr Víkinni - er hann ekki hálfbróðir Atla frænda þíns Ólöf?)."
Og Ólöf svarar:
"Þetta mun mjög sennilega vera sá Karl. Hann er mjög músíkalskur enda stórfrændi sjálfs Mugisons."

Það er gaman að lesa svona.
Eins sá ég tónleikagagnrýni þar sem einn harðasti gagnrýnandi Morgunblaðsins hrósar munnhörpuleik mínum.

En það er líka margt vafasamt sem maður rekst á við svona njósnir. Reyndar engir skandalar af mér. Og ég á enga nafna sem hafa verið að gera skandala. En ef nafn mitt hefur birst í blöðunum kemur það þannig upp í niðurstöðum leitarinnar að fyrirsagnir af forsíðum eða innan úr blöðunum koma upp sem fyrirsögn leitarniðurstöðunnar og svo nafnið mitt neðar. Eins og það eigi saman. Í blaðinu er e.t.v frétt af manni sem gerir eitthvað af sér og fréttin fær áberandi fyrirsögn. Innan í blaðinu er svo umfjöllun um tónleika þar sem ég hef verið þátttakandi. Það getur verið óþægilegt að sjá þetta. Fólk gæti farið að halda eitthvað misjafnt um þennan Karl. Þannig sá ég til dæmis þetta:

Mæður í Írabakka vilja níðing úr barnablokk.
Karl Hallgrímsson....

Ríkustu menn Íslands.
Karl Hallgrímsson....

Mætti ekki í afplánun. Flúði til Brasilíu.
Karl Hallgrímsson...
 
föstudagur, febrúar 16
  Not too late - aftur
Það var að koma dómur í Fréttablaðinu um plötuna frá Norah Jones, Not too late. Sá sem skrifar er hrifinn af plötunni, en telur styrk plötunnar liggja í söngnum. Ég er á annarri skoðun. Norah syngur vel, en hún er enn betri píanisti en söngvari. Það eru fullt af álíka góðum söngkonum og Norah Jones í bransanum, en það spilar enginn á píanó eins og hún gerir. Það er hljóðfæraleikurinn og einfaldar útsetningarnar hans Lee Alexanders sem eru að mínu áliti styrkur þessarar plötu. Þetta eru einföld lög og til þess að gera þau spennandi er um tvennt að velja: Annað er að gera útsetningarnar brjálæðislega spennandi. Hitt er að notast við afburðahljóðfæraleikara. Á þessari plötu leika afburðahljóðfæraleikarar einfalda músík gríðarlega vel. Samspil þeirra er fullkomið. Það er það sem mér finnst flottast við plötuna. Annars er hún svona aðeins betri en að vera la-la.
 
fimmtudagur, febrúar 15
  Blood money
Ég er að dunda mér við að undirbúa næstu önn í tónmenntarkennslunni. Sit hér í stofunni minni og les mér til og útbý áætlanir um hvað ég ætla að gera með krökkunum á þessari önn sem byrjar í næstu viku. Meðan ég ligg yfir þessu hlusta á ég Blood money, plötu Tom Waits. Mér finnst hann alveg frábær. Alveg frábær.
 
  Af fiðlaranum og málaranum í bílskúrnum
Hákon Karlsson spilaði á svæðistónleikum Tónlistarskóla Árnesinga í Aratungu í gær. Flutningur hans var prýðilegur. Það leyndi sér ekki að hann var stressaður, enda ekkert létt að koma svona fram. Strax að tónleikunum loknum var haldið á Selfoss í samspilstíma. Þar átti Hákon að leika sóló. Krakkarnir skiptast á að undirbúa sóló, þ.e. að spila ein fyrir hina og okkur foreldrana í salnum. Hann spilaði bara sama lagið aftur og ekki var flutningurinn síðari í það skiptið, en stressið minna.
Áhuginn á hljóðfærinu og hljóðfæranáminu er lítill sem stendur. Þetta gengur í bylgjum.

Grétu gengur allt í haginn í málverkinu. Nóg að gera í skúrnum.
 
þriðjudagur, febrúar 13
  Bændablaðið og getraun
Út er komið nýtt tölublað Bændablaðsins. Því er dreift í hús hér í sveitinni. Þetta er frábært blað. Áðan var ég að lesa um tvo bændur, annan úr Rangárþingi, hinn er nú reyndar úr minni sveit en hann býr í Hreppnum. Þeir hafa með frumkvæði, áhuga og elju og náttúrulega forvitni vísindamannsins og þekkingu búmannsins, fundið út leið til að koma í veg fyrir kálfadauðann sem er svo áberandi meiri hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Aðferð þeirra er fundin út með vísindalegum aðferðum; rannsóknum og tilraunum á fóðri á ýmsum framleiðslustigum. Þetta er mjög athyglisvert og mér fannst þetta skemmtileg grein í Bændablaðinu.

Í sama blaði var svo sagt frá baráttu danskra vodkaframleiðenda fyrir ákveðinni vottun á vodkaframleiðslu. Þeir vilja að settar verði reglur um að vodka megi aðeins framleiða úr þremur ákveðnum hráefnum, en öðrum ekki. Það er víst stundað að framleiða vodkann úr efnum sem ekki eru að þeirra áliti ekta vodkahráefni, eins og til dæmis úr vínberjahrati.

Getraun:
Hver eru hráefnin þrjú sem dönsku vodkaframleiðendur vilja að verði einu hraéfnin sem megi nota við framleiðslu vodkans?

Verðlaun: Einn tvöfaldur í kók og klaka næst þegar ég hitti verðlaunahafann á bar.

(Sem minnir mig á það að Hávarður Olgeirs hafði einu sinni rétt svar hér og ég hafði ákveðið svipuð verðlaun og nú eru í boði. Þá taldi ég ólíklegt að til þess kæmi að við Hávarður hittumst á bar. En nú í jólafríinu hittumst við alla vega þrisvar á bar en við mundum ekki eftir þessum verðlaunum - synd og skömm!.)
 
föstudagur, febrúar 9
  Orðabókin um Byrgið
Athyglisvert innlegg í umræðuna um Byrgið á síðu umhverfissinnuðu skákdrottningarinnar.
 
  Blekið volgt í byttunum
Heyrði í hljómsveit í útvarpinu í morgun. Hún heitir Hjaltalín og er skipuð ungu fólki á menntaskólaaldri. Þetta eru alveg hreint gríðarlega klárir krakkar þegar kemur að músík. Við í Bleki og byttum erum svo nútímalegir og up to date, þótt við séum svona ógeðslega gamaldags tækifæris- og ballhljómsveit, að við kynntumst þessari hljómsveit fyrir löngu löngu löngu. Hún spilaði með okkur í afmælisveislu í hitteðfyrra í Hlégarði. Sömu sögu er að segja af hressu strákunum í Sprengjuhöllinni, sem er að verða vinsæl hljómsveit núna. Þeir spiluðu í pásunni hjá okkur á réttarballinu í Aratungu í hitteðfyrra. Og af því að við erum að líta til þessara ungu hljómsveita til að læra af þeim vatt ég mér inn á skólaball í Aratungu eftir aðalfundinn í gær. Þar endaði ég upp á sviði með Veðurguðunum og spilaði með þeim tvö síðustu lögin á gítar.

Ég verð að spila með DBS í einkasamkvæmi í Þorlákshöfn í kvöld.
 
fimmtudagur, febrúar 8
  Af kórstarfinu
Í kvöld verður haldinn aðalfundur í kórnum sem ég syng í, Skálholtskórnum. Að baki er viðburðaríkt ár. Fjöldinn allur af tónleikum (bæði heima og að heiman), fullt af samstarfsverkefnum með öðru söngfólki og hljóðfæraleikurum, skemmtunum, kirkjuathöfnum, hljómplötuupptökum, sjónvarpsupptöku og dansleikjahaldi. Svo ég tali ekki um hið óralanga tímabil vonbrigða, sárinda og óvissu, meðan fulltrúar Þjóðkirkjunnar stóðu fyrir aðför að stjórnanda okkar og hans góða starfi í nafni kirkjunnar í þágu hennar sjálfrar og menningar í héraðinu.

Framundan er gróskumikið starf eins og alltaf. Fyrsta verkefni ársins er söngur með strák hérna úr sveitinni sem er mjög efnilegur tenórsöngvari. Hann heldur tónleika með stórskotaliði í Aratungu á laugardaginn næsta. Þar syngjum við tvö lög með honum. Það verður gaman. Foreldrar hans syngja báðir í kórnum og hann er einn þeirra mörgu tónlistarmanna sem hófu feril sinn í barnakór og síðar menntaskólakór hjá stjórnanda Skálholtskórsins.

Í sumar er svo fyrirhuguð söng- og skemmtiferð til Ítalíu.
 
  Meiri snjó
Það snjóar ekkert hérna hjá okkur í sveitinni. Þetta er þriðji veturinn okkar hér í Reykholti og enn hefur ekki fest snjó í gil og lautir. Börnin fá ekki að kynnast því vetrarumhverfi sem ég ólst upp í fyrir vestan. Hákon á Stiga-sleða sem hann eyðilagði um daginn þegar hann tók upp á því að renna sér í því sem honum fannst vera snjór en var náttúruelga ekki snjór. Bræðurnir í næsta húsi við okkur renna sér á sleðum dag eftir dag í brekkunni hérna fyrir ofan þessi hús. Það er samt ekki snjór í þessum brekkum. Greyin litlu. Bráðum verða þeir líka búnir að eyðileggja sleðana.

Það sem það gat verið gaman að stökkva ofan í djúpa skaflana og renna sér niður lautirnar.
 
þriðjudagur, febrúar 6
  Ógleymanlegt ball
Sjáið þennan link.

Mikið vildi ég að ég þekkti eitthvað af því fólki sem tók myndir þetta kvöld.
 
  Moggabloggið
Það er sniðugt nýja moggabloggið. Bæði þykir mér þessi tenging við fréttir af mbl-vefnum bráðskemmtileg og svo er snjallt hvernig útfærsla þeirra á bloggvinum kemur út. Maður smellir á einn moggabloggverja og er áður en maður veit af búinn að skoða 14 aðra. Þarna inni eru samfélög í samfélaginu. Það er heilmikið mál að skilja eftir athugasemdir inni á færslu moggabloggverja nema að maður sé sjálfur í þeirra hópi. Það er mjög sennilega einn liðurinn í því hversu fljótt þetta blogg hefur náð þeirri miklu útbreiðslu sem raun ber vitni.
 
sunnudagur, febrúar 4
  Bættar samgöngur
Horfði á Silfur Egils í hádeginu.
Þar sagði einn viðmælandinn að það að bora í gegnum ákveðin fjöll (og átti greinilega við Héðinsfjarðargöngin) væri þjóðhagslega óhagkvæmt. Ég þoli ekki svona bull. Allt er metið út frá viðmiðunum hagfræðinnar. Í huga mínum geta samgöngubætur, hvort sem þær eru á leiðinni milli Siglufjarðar og Akureyrar eða Seltjarnarness og Kópavogs, aldrei orðið annað en þjóðhagslega hagkvæmar.
 
  Launaumslagið

Við hver mánaðamót kemur sama hugsun upp í hugann.
Vantar einhvern sem getur greitt þreföld laun grunnskólakennara starfskraft?
 
  Sjónvarpsgláp

Síðasta kynningarkvöldið á júróvísjónlögunum var í gær. Eitt lagið stóð algjörlega upp úr að mínu mati. Það var lag Dr. Gunna og Heiðu, Ég og heilinn minn. Mér finnst það flott lag og svo voru hreyfingarnar hjá bakraddasöngvurunum svo skemmtilega púkó. Matti og Pétur Örn eru greinilega vanari að standa á sviðinu en á dansgólfinu. Ég held með þessu lagi. Ég hélt líka með Heiðu þegar hún tók þátt með lagið Tangó. Þessa mynd tók ég af bloggi doktorsins.

Ég horfði líka á blúsþátt Jóns Ólafssonar. Nú af því ég spila á munnhörpu fylgdist ég sérstaklega með munnhörpuspilinu. Það verður að skoða svona sjónvarpsþátt vel og reyna að læra af því sem þar er gert og sjá hvar maður stendur sjálfur í samanburði við aðra munnhörpuleikara. Mér líður nú bara vel með það (þetta varð að koma!).

Spaugstofan fannst mér aftur ná gamalkunnum lægðum. Óhemjuslappt grínið í gær. Einn brandarinn var mér reyndar að skapi. Hann var líka vel útfærður. Það var barnaþátturinn Hvar er Geir?
 
laugardagur, febrúar 3
  Giggið í Rauða húsinu

Combo DBS
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þetta gekk virkilega vel hjá okkur í Rauða húsinu. Það var ágæt mæting og viðtökurnar ljómandi góðar. Það var búið að æfa vel þannig að bandið spilaði eins og það ætlaði að spila. Söngvararnir voru öruggir á sínu og kynningarnar á milli laga hittu í mark og gerðu sitt til að vinna fólkið í salnum á okkar band. Bara ágætir tónleikar. Ég vona innilega að það verði eitthvert framhald á þessu. Það er leiðinlegt að æfa upp svona fína dagskrá til að flytja hana einu sinni. Það er gaman að spila með þessum strákum í þessu bandi. Þeir eru svo músíkalskir og tillitssamir meðspilarar. Það er ekki verið að spila meira en þarf og það sem er leikið er vel til fundið og við hæfi.

Sjálfur var ég mest á kassagítar í kvöld, en ég spilaði líka á munnhörpu og mandólín. Ég átti mikið munnhörpusóló í blússtandard, God bless the child og í lagi Sting, The shape of my heart. Í því lagi lék í fyrsta sinn opinberlega á krómantíska munnhörpu. Hvort tveggja kom vel út í kvöld. Skemmtilegast fannst mér að spila lagið People get ready á kassagítarinn.

Þessi mynd er ein af myndunum sem teknar voru fyrir auglýsingu fyrir þetta gigg í Rauða húsinu. Við stilltum okkur að gamni upp í eina svona hljómsveitapósu. Frá vinstri: ég, Róbert Dan bassaleikari, Stefán píanóleikari og hljómsveitarstjóri, Stefán trommari og Trausti gítaristi.
 
föstudagur, febrúar 2
  Ný plata

Ég keypti mér nýútgefna plötu í vikunni. Norah Jones - Not too late. Ég hef mikið álit á þessari stelpu og finnst hljóðfæraleikararnir sem spila með henni í hljómsveit alveg unaðslega góðir, þ.á.m. hún sjálf. Þetta var útgáfa þar sem með CD diski fylgdi DVD diskur með viðtali við tónskáldið, tveimur tónleikaupptökum frá því í nóvember sl., þremur tónlistarmyndböndum og stuttum trailerum um gerð þeirra.

Rétt í þessu er verið að spjalla við einhvern sérfræðing á Rás 2 um þesssa plötu. Hann er svona í meðallagi hress með plötuna. Ég er nú ekki búinn að renna henni í gegn nema einu sinni í bílnum. En ég hef verið að líta á DVD diskinn. Ég útbjó verkefni í tónmennt á miðstigi um tónleika þar sem ég notaði þennan disk. Þá skoðaði ég aðeins viðtalið og fleira. Ég hlakka til að hlusta meira á þetta. Mér líkar svona músík.
 
fimmtudagur, febrúar 1
  Gömlu góðu lögin!
Djassband Suðurlands heldur tónleika í Rauða Húsinu á Eyrarbakka, föstudaginn 2. febrúar nk. Kl. 22:00.

Djassbandið var stofnað árið 2005 í aðdraganda Hafnardaga í Þorlákshöfn og voru fyrstu tónleikarnir haldnir sama sumar. Sumarið 2006 var svo leikurinn endurtekinn en með áherslu á annars vegar bossa nova tónlist og hins vegar vel þekkt lög eftir Burt Bacharach. Má þar nefna lög eins og Do you know the way to San Jose, The Look of Love, I say a little prayer o.fl.
Viðtökur voru fádæma góðar og hélt bandið þrenna tónleika á Suðurlandi, í Þorlákshöfn, Hveragerði og á Hvolsvelli. Nú er komið að Eyrarbakka.
Efnisskráin er tvíþætt, fyrri hlutinn er tileinkaður Burt Bacharach en síðari hluti efnisskráarinnar samanstendur af country-skotnum lögum eins og People get ready", Me and Bobby McGee, Country Road, Ring of fire o.fl.
Auk þessa mega áheyrendur eiga von á því að heyra eins og eina írska syrpu.

Combó bandsins: Karl Hallgrímsson, leikur á mandólín, munnhörpu og gítar, Róbert Dan Bergmundsson, bassi, Stefán Þorleifsson píanó, Stefán Þórhallsson trommur og Trausti Örn Einarsson, gítar. Auk þeirra koma fram Guðmundur Pálsson, fiðla, Kristín Arna Hauksdóttir, söngur, Bryndís Erlingsdóttir, söngur.

Kynnir á tónleikunum er hinn síhressi Bergsveinn Theodórsson.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]