Ný plata

Ég keypti mér nýútgefna plötu í vikunni. Norah Jones - Not too late. Ég hef mikið álit á þessari stelpu og finnst hljóðfæraleikararnir sem spila með henni í hljómsveit alveg unaðslega góðir, þ.á.m. hún sjálf. Þetta var útgáfa þar sem með CD diski fylgdi DVD diskur með viðtali við tónskáldið, tveimur tónleikaupptökum frá því í nóvember sl., þremur tónlistarmyndböndum og stuttum trailerum um gerð þeirra.
Rétt í þessu er verið að spjalla við einhvern sérfræðing á Rás 2 um þesssa plötu. Hann er svona í meðallagi hress með plötuna. Ég er nú ekki búinn að renna henni í gegn nema einu sinni í bílnum. En ég hef verið að líta á DVD diskinn. Ég útbjó verkefni í tónmennt á miðstigi um tónleika þar sem ég notaði þennan disk. Þá skoðaði ég aðeins viðtalið og fleira. Ég hlakka til að hlusta meira á þetta. Mér líkar svona músík.