Tilraunavefurinn
þriðjudagur, september 30
  Tölva í stofuna
Nú er komin tölva í stofu 10. KH í Grundaskóla. Ég er að prófa hana. Þetta er sæmilegasta græja frá Compaq en skjárinn er lítill miðaða við það sem maður hefur átt að venjast síðustu misseri. En ég mun vafalítið nota þetta eitthvað og drífa í að hugsa hvernig tölvan getur komið nemendunum að gagni í námi þeirra. Þetta er nú ekki nauðsynlegur búnaður í skólastofu en gæti orði til þæginda fryri margra hluta sakir.

Kv.
Kennarinn
 
  Grátur
Nú vaknar Perla María hágrenjandi alla morgnanna. Þetta er nú ekki alveg það skemmtilegasta sem maður heyrir og ég vildi gjarnan vakna við önnur hljóð. Síðustu morgna hefur hún lika grátið þegar ég hef kvatt hana hjá Gullu dagmömmu á morgnanna, en hún er þögnuð þegar ég er kominn út á stétt - það heyri ég.

Hákon grætur yfirleitt ekki. En síðustu dagar hafa verið honum erfiðir. Honum hefur gengið verr að hlýða en áður og hann er yfirspenntur. Þá grætur hann stundum af frekju af því ég vil ekki leyfa honum ða gera hitt eða þetta sem hann biður um að fá að gera! Hann þarf að sofa mikið og borða vel til að hann sé í almennilegu jafnvægi. Þetta er gríðarlegt áreiti fyrir hann, eins og önnur börn í 1. bekk, að byrja í skólanum. Svo þarf hann að hitta Daða alla daga og leika við hann. Þegar það gerist ekki aukast likurnar á því að honum leiðist og hann óhlýðnist foreldrunum.
Almáttur en sú mæða.....

Nei, nei, þetta gengur nú vel með þau bæði tvö. Þau sofa vel og dafna. Og yfirleitt er hann Hákon alveg einstaklega ljúfur og meðfærilegur. Og svo er hann líka skemmtiilegur. Það er nú oft vanmetinn kostur í fari manna!

Spurning dagsins:
Ætti ég að láta gamlan draum rætast og flytja í sveit?

 
föstudagur, september 26
  Stoltur
Hákon var að æfa sig að lesa í fyrrakvöld í lestrarbók. Ég var að hjálpa honum við þetta svona rétt fyrir svefninn. Þegar hann hafði komist niður síðustu blaðsíðuna með þokkalegum árangri var hann alveg kominn að því að sofna. En áður en það gerðist horfði hann einbeittur á bókina, lokaði henni um leið og hann sagði: „Djöfull er ég orðinn góður í þessu!“
 
miðvikudagur, september 24
  Hamagangur á morgnanna
Hákon er stundum svo syfjaður á morgnanna að það kostar foreldra hans talsverða þolinmæði að koma honum í föt, borða, bursta tennurnar, þrífa sig og leggja af stað í skólann. Það var svona ástand á okkur í morgun. Hann komst samt í skólann í tæka tíð, við sáum hann arka inn á skólalóðina þegar við fórum með Perlu Maríu í dagvistun.

Hákon vill ganga í skólann. Sem betur fer, því ég myndi láta hann ganga í skólann hvort sem honum líkaði það betur eða verr. Þetta eru ekki nema nokkrir metrar og hann hefur örugglega gott af hreyfingunni, útiverunni og því að axla þá ábyrgð að koma sér sjálfur í skólann. Við Gréta keyrum Perlu Maríu í dagvistun og svo erum við samferða í vinnuna. Þetta er ágætisfyrirkomulag að flestu leyti. Ég sakna þess samt að vera ekki á hjólinu. Því ef ég þarf að skreppa frá skólanum yfir daginn finnst mér gott að hjóla og eins er gott að hjóla heim. Auk þess hef ég, ekki síður en Hákon, ákaflega gott af hreyfingu og útiveru.

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér upp á síðkastið en nú fer ég að sjá fram á jafnara álag. Bráðum ætla ég að klára feðraorlofið og annast börn mín og bú.

Hver vann afrek í gær?

Kveðja,
Kalli
 
laugardagur, september 20
  PABBIIIIII....
Hæ hæ

Við erum hjá Atla bróður mínum núna. Pabbi og mamma eru á leiðinni til Krítar í frí og ákváðu að hóa saman fjölskyldum okkar bræðranna. Við fórum út að borð og sátum svo saman yfir kaffibolla og svona kósí dæmi. Flott. Perla María er mjög hænd að pabba. Nú er hún að æfa sig á að segja pabbiiiii þegar hún reynir að ná athygli minni en ekki pabbaaa. Voðalega dugleg.

Og Danni féll með Valsmönnunum. Ekki verður hann afreksmaður þessa dags.

 
miðvikudagur, september 17
  Papamug
Vá maður, enginn sjálfur en PAPAMUG hefur signað í gestabókina. Hann legni lifiÆ Húrrrrraaaaaa!........ Það eru þá fjórir lesendur sem hafa viðurkennt að hafa staldrað við á síðunni. Minni á allar slóðirnar: www.hakonogpm.tk - www.hakonogperla.tk - wwwkarl.blogspot.com
 
  Námskeið
Haldið að maður hafi ekki verið á námskeiði í Brekkubæjarskóla fyrir foreldra barna sem eru að hefja skolagöngu. Já, Hákon er orðinn stór strákur! Eva nágranni okkar hefur verið að passa krakkana síðust tvö kvöld.

Það ber helst til tíðinda hjá mér í dag að ég ætla ekki á leikinn í dag. langar meira ða vera í samsöng í Tónó og sjá leikinn bara í sjónvarpinu. Hef ekki verið heima þrjú kvöld í röð og lítið hitt krakkana. Var að hjálpa Einari Viðars að mála húsið hjá sér allan sunnudaginn og langt fram á kvöld. Við gáfum okkur þó tíma um miðjan daginn til að skreppa á völlinn!

PM sefur hjá dagmömmunni á morgnanna og það hefur verið erfitt að kom,a henni til að sofna síðustu kvöld. En mér tókst í gær að svæfa hana yfir snillingunum í Real Madrid. Líst vel á ef það á að ganga svo, að hún sofni yfir fótboltaleikjunum. Þá getur maður etv horft á einn og einn hálfleik í Evrópudeildinni!

 
fimmtudagur, september 11
  Síðasti Móhíkaninn
Vá maður, Hákon skilur náttúrulega ekki haus né sporð af þessari rosalegu sögu. Hún fjallar um einhverja breska hershöfðingja sem berjast við franskan her á sléttum N-Ameríku fyrir aldamótin 1800. Þeir eiga svo í samskiptum við njósnara og uppljóstrara úr röðum indíánanna og þurfa á þeim að halda í hernaðinum. ég var nú hrifnaðri af því að lesa fyrir hann barnaútgáfuna af Njálu. Hana lásum við í fyrra. Það er besta bók sem við höfum lesið saman. Engin spurning. Svo á hann barnabiblíu sem þau systkinin fengu að gjöf frá prestinum í Holti þegar Perla María var skírð 3. ágúst í fyrra. Það eru auðvitað skemmtilegar sögur í henni líka.

Nóg að gera í vinnunni. Skrifa ekki meira núna.
Bless.
 
miðvikudagur, september 10
  Gestabókin
Já nú hafa þrír skrifað í gestabókina. Það er fínt. Þegar amma Perla og amma Gréta hafa líka skrifað þá held ég að allir þeir sem búast má við að hafi áhuga á efni síðunnar hafi kvittað fyrir sig.

Hákon er að lesa um síðasta Móhikanann. Hann tók bókina á bókasafninu og var að biðja mig að lesa hana fyrir sig.
 
mánudagur, september 8
  Tónlistarsmekkurinn
Hákon er hrifinn af tónlist. Hann ætlar að vera rokkari þegar hann verður eldri. Hann ætlar að safna hári og spila rokk á rafmagnsgítar. Hákon fílar rapp og rokk og svo náttúrlega það sem er fyndið og það sem er auðlært. Hann er fljótur að læra lög og þá texta sem hann fílar. Sumt úr teiknimyndunum kann hann alveg. Á Abbababbinu kann hann góð skil. Bæði mínu Abbababbi og Doktorsins. Hann fílar Bubba (kannski bara fyrir mig?) Ég held honum líki röddin. Hann þekkir rödd Megasar og hefur gert frá því hann var þriggja ára. Hann hlustar mikið og á orðið nokkra diska.

Perla María dillar sér þegar hún heyri taktfasta tónlilst og hún er áhugasöm um gítarinn minn. Hún lemur á strengina þegar hún kemst í hann og undir sér lengi í fanginu á mér ef hún fær að slá á gítarinn með mér. Hún er ekki farin að syngja eða raula nokkuð. Hún er farin að þekkja nokkur orð og reyna að mynda sum þeirra. Það er hægt að biðja hana um að gera hitt og þetta af þessu hversdagslega og spyrja hana sömu spurninganna og viðbrögð hennar gefa til kynna að hún skilur.
T.d.
Viltu meira?
Á ég að gefa þér að borða?
Lokaðu skúffunni.
Nú ferðu með bleiuna (hvernig á eiginlega að skrifa þetta?) í ruslið.
Eigum við að fara út?
Viltu koma í bílinn?
Sérðu kisu?
Hvar er Hákon?

Eitt fyrsta orðið sem Hákon lærði að segja var „meira“. Og þegar hann fór að tala dönsku var „mere“ það fyrsta sem hann lærði á eftir „hold op“ og „den er min“. Orri var búinn að spá því efir að við höfðum komið við hjá honum og gist fyrstu nóttina í Dk að það fyrsta sem Hákon myndi læra að segja yrði „mere slik“. Hann var næstum sannspár.

Talandi um Orra. Hann er farinn að blogga á http://orri.org og hann er farinn að ráðast á þjóðkirkjuna og kristinfræðikennslu og fetar þar í fótspor vinar síns, trúleysingja trúleysingjanna og mesta antiþjóðkirkjumann á Íslandi, Birgis Baldurssonar. Þeir eru voðalega duglegir röksemdafærslumenn en málflutningur þeirra gerir þá ekki að meiri mönnum í huga mínum. Ég hef ekkert á móti trúleysingjum en antitrúboð á ekkert erindi við fólk. Kíkið endilega á Birgi á http://birgir.com.

Ég er að leita að lagi til að mæta með í söngtíma. Var að hugsa um eitthvað eftir Tom Waits, Valgeir eða Megas. Geri þetta öruggleag einhverntíma fyrir jólin. Hafið þið tillögur?
 
sunnudagur, september 7
  Markalaust
Hvaða bull í mér að vera að spá 4-0 ósigri. Þjóðverjar fengu nú ekki einu sinni eitt færi í leiknum. Við fengum nú fjögur góð færi á að setja hann hjá þeim. Íslenska liðið lék mjög vel, hver einasti leikmaður átti góðan dag. Meira að segja Helgi Sigurðsson átti góðar 10 mínútur! Ætli leikurinn úti fari þá ekki bara 4-0.

Perla María að hressast. ég er búinn að vera lélegur líka en er sömuleiðis á batavegi. Gréta er að detta í þessa pest núna. Hákon stendur þetta allt saman af sér og er frískur sem aldrei fyrr. Nú er hann farinn til Daða. Þa ðer mikils virði fyrir þesa dregni að ná svona vel saman. Það gerir hlutina svo miklu auðveldari fyrir okkur foreldra þeirra. Þeir eru saman öllum stundum og líður bara vel með það.

Ágætis brúðkaup í gær. Abbababb tók nokkur lög í veilsunni. Fínt stuð! við PM vorum þó komin á fætur rétt rúmlega 7 í morgun. Hún lagði sig svo á rúntinum áðan.

Afreksmenn gærdagsins eru landsliðsþjálfararnir. 
laugardagur, september 6
  Kaffffteinn ÁLBRÓK
Já já gestabókin að fyllast!
Álbrókin er bíómynd sem við erum að enda við að klippa og hljóðsetja núna. Það á að sýna hana á morgun í brúðkaupsveislu. Skemmtilegt hobbí að fikta við vídeó í makkanum í Grundaskóla.
PM búin að vera veik síðustu tvo daga. Ég var heima með henni í dag, Gréta í gær. Hákon er svo þreyttur eftir skólann að hann er ekki eins skemmtilegur né þægilegur á kvöldin eins og hann er vanur. En hann sofnar yfirleitt snemma svo þetta er ekkert stórmál. Það krefst greinilega mikillar orku að vera strákur í 1. bekk. Annars kemur hann heim úr skólanum til að setja töskuna og er svo farinn með Daða út að leika. Svo koma þeir nú oft inn eða eru inni heima hjá Daða.
Landsleikur á morgun. Spái 4-0 ósigri. Held það sé munurinn sem er á þessum liðum.

Afrekið bíður betri tíma.
 
fimmtudagur, september 4
  Gestabókin
Mamma er búin að skrifa. Þú mátt líka Halldóra, þá hafa allir lesendur síðunnar skrifað í gestabók!
 
miðvikudagur, september 3
  Legghlífar
ég var að gantast eitthvað við kvöldverðarborðið í gær og Gréta sagði svona í gríni: "Ég sparka í þig ef þú lætur svona." Þá rauk Hákon upp frá borðinu og sagðist ætla drífa sig upp í herbergi og setja á sig legghlífarnar áður en mamma hans færi að sparka í hann. Amma hans á Selfossi gaf honum bolta, markmannshanska og legghlífar um daginn og nú eru þetta náttúrulega aðalgræjurnar. Um daginn sá ég hann og Daða úti í garði í fótbolta þar sem Hákon var í vaðstígvélunum með legghlífarnar ofan í og hvatti Daða óspart til að sparka nú duglega í sköflunginn á sér því hann gæti ekki meitt sig þegr hann hefði legghlífarnar.

Perla María vaknaði í nótt búin að pissa í gegnum allt, Hákon vaknaði líka til að fara á klóið og svo var PM svo svöng að ég mátti sitja með henni klukkan hálf fimm í morgun og fóðra hana á brauði og mjólk svo hún gæti sofnað aftur.

Annar söngtíminn í dag. Bara gaman.

Kennarafundir í dag. Búinn á því og fer nú heim.

Afreksmaðurinn er náttúrulega Sigurjón Jónsson sem setti upp gestabók á síðunni og gerði aðganginn að síðunni auðveldari með því að búa til netföngin: www.hakonogpm.tk og www.hakonogperla.tk Næst bið ég hann að setja inn eina mynd af þeim. Hann er svo góður drengur hann Sigurjón, eins og hann á kyn til og þið þekkið öll úr Víkinni.

 
þriðjudagur, september 2
  Pylsur
Pylsurnar fóru ágætlega í mig en hrái laukurinn var eitthvað að trufla mig. Mér fannst ég hafa étið kíló af lauk. Hræðilegt óbragð. Svo freistaðist ég til að kaupa mér kók í gærkvöldi og svolgraði því í mig, nánast í einum teig, því um leið ég tók fyrsta sopann fékk ég það á tilfinninguna að ef ég ropaði nógu mikið losnaði ég við óbragðið. Þetta er ekki lekkert umræðuefni en af því að ég er ekki frá því að þetta hafi virkað langar mig að benda á þetta húsráð: Eftir óhóflegt laukát er gott að þamba kók og reyna eftir fremsta megni að ropa sem allra mest. Við það minnkar óbragðið og þér finnst það jafnvel hverfa alveg.

Hákon fór einn í skólann í gærmorgun og ég spurði hann hvort hann hafi ekki örugglega farið beina leið í skólann og hvort hann hafi nokkuð komið of seint. Hann skildi nú ekki alveg þetta með að koma of seint. En sagði að sumir hefðu komið á eftir sér. En hann gat ekki gengið rakleitt í skólann því hann sá risastóran ánamaðk og varð að fylgja honum í mldina og sjá til þess að hann kæmist óskaddaður ofan í jörðina!

Tinna hringdi í gær og bauð hnum í afmæli á miðvikudag. Það er nú svolítið fyrirtæki að skella sér í bæinn svona seinnipatinn. Ég get það alla vega ekki en aldre að vita hvort Gréta á séns.

Sjáumst
 
mánudagur, september 1
  Mamma í mínus
Mamma er alveg miður sín að vera ekki útnefnd afreksmaður fyrir að taka til í þvottahúsinu. Heni finnst hún eigi það skilið hjá mér því húyn þvoði af mér í sumar (og reyndar 25 önnur sumur og 17 vetur líka!). En ég gef mig ekki. Ég meina mamma er ágæt og rúmlega það, en hún pantar ekki afreksmannsnafnbótinu og það verðskuldar hana enginn nema mér sýnist svo punktur.

Hákon var góður í morgun. Daði kom tiil hans og ætlaði að vera samferða honum í skólann. Mamma Daða var með honum því hún vinnur á Sjúkrahúsinu og fylgdi þeim síðustu viku ýmist alla leið í skólann eða að Sjúkrahúsinu. Hákon sendi Daða hins vegar í burtu í morgun því honum hafði verið lofað því að eftir 5 daga mættu þeir ganga einir í skólann. Og úr því Daði ætlaði að hafa mömmu þeirra með, þá ætlaði hann barasta að fara einn og óstuddur, sem hann gerði.

Perla María fannst hún vera voðalega fyndin í gær. Hún lyfti upp bolnum á bróður sínum, þar sem hann lá á bakinu á gólfinu hjá ömmu Perlu, og kitlaði hann. Og þessu fylgdu skrækir og hrekkilómabros. Þetta endurtók hún c.a. 20 sinnum. Fyndið, ha!

Fór í fyrsta söngtímann áðan. Líst vel á dæmið. Næsti tími verður á miðvikudaginn.

Afreksmaður gærdagsins er Egill Már Markússon knattspyrnudómari. Egill Már dæmdi leik Vals og KA sem ég sá í gær. Upp komu nokkur erfið moment í leiknum en honum tókst vel að hafa stjórn á leiknum og ég held að stóru ákvarðanirnar hafi allar verið réttar hjá honum, vítið og bæði rauðu spjöldin. Eins tók ég einu sinni eftir því að hann gerði mistök, dæmdi markspyrnu þegar boltinn var hafði ekki farið út af og enginn leikmanna á vellinum skildi hvers vegna hann flautaði. Hann áttaði sig á mistökunum en hélt ró sinni og benti mönnum greinilega á að þetta hefðu bara verið mistök hjá honum en úr því sem komið var yrði hann að standa við þá ákvörðun sem hann hafði tekið og úr þessu varð ekkert mál og leikurinn hélt áfram. Þeim er yfirleitt ekki hælt fyrir góða frammistöðu dómurunum en mér finnst ástæða til þess nú. Ég hefði hins vegar alveg viljað sjá Val vinna í gær.

Pylsur í kvöldmat. Mér finnst þær alltaf góðar.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]