Tilraunavefurinn
mánudagur, september 8
  Tónlistarsmekkurinn
Hákon er hrifinn af tónlist. Hann ætlar að vera rokkari þegar hann verður eldri. Hann ætlar að safna hári og spila rokk á rafmagnsgítar. Hákon fílar rapp og rokk og svo náttúrlega það sem er fyndið og það sem er auðlært. Hann er fljótur að læra lög og þá texta sem hann fílar. Sumt úr teiknimyndunum kann hann alveg. Á Abbababbinu kann hann góð skil. Bæði mínu Abbababbi og Doktorsins. Hann fílar Bubba (kannski bara fyrir mig?) Ég held honum líki röddin. Hann þekkir rödd Megasar og hefur gert frá því hann var þriggja ára. Hann hlustar mikið og á orðið nokkra diska.

Perla María dillar sér þegar hún heyri taktfasta tónlilst og hún er áhugasöm um gítarinn minn. Hún lemur á strengina þegar hún kemst í hann og undir sér lengi í fanginu á mér ef hún fær að slá á gítarinn með mér. Hún er ekki farin að syngja eða raula nokkuð. Hún er farin að þekkja nokkur orð og reyna að mynda sum þeirra. Það er hægt að biðja hana um að gera hitt og þetta af þessu hversdagslega og spyrja hana sömu spurninganna og viðbrögð hennar gefa til kynna að hún skilur.
T.d.
Viltu meira?
Á ég að gefa þér að borða?
Lokaðu skúffunni.
Nú ferðu með bleiuna (hvernig á eiginlega að skrifa þetta?) í ruslið.
Eigum við að fara út?
Viltu koma í bílinn?
Sérðu kisu?
Hvar er Hákon?

Eitt fyrsta orðið sem Hákon lærði að segja var „meira“. Og þegar hann fór að tala dönsku var „mere“ það fyrsta sem hann lærði á eftir „hold op“ og „den er min“. Orri var búinn að spá því efir að við höfðum komið við hjá honum og gist fyrstu nóttina í Dk að það fyrsta sem Hákon myndi læra að segja yrði „mere slik“. Hann var næstum sannspár.

Talandi um Orra. Hann er farinn að blogga á http://orri.org og hann er farinn að ráðast á þjóðkirkjuna og kristinfræðikennslu og fetar þar í fótspor vinar síns, trúleysingja trúleysingjanna og mesta antiþjóðkirkjumann á Íslandi, Birgis Baldurssonar. Þeir eru voðalega duglegir röksemdafærslumenn en málflutningur þeirra gerir þá ekki að meiri mönnum í huga mínum. Ég hef ekkert á móti trúleysingjum en antitrúboð á ekkert erindi við fólk. Kíkið endilega á Birgi á http://birgir.com.

Ég er að leita að lagi til að mæta með í söngtíma. Var að hugsa um eitthvað eftir Tom Waits, Valgeir eða Megas. Geri þetta öruggleag einhverntíma fyrir jólin. Hafið þið tillögur?
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]