Tilraunavefurinn
föstudagur, júlí 23
  Platan

Ég hef verið duglegur síðustu misserin að skrifa fréttir af mér á Facebook og verkefninu sem á hug minn allan þessa dagana. En þar sem ég veit af nokkrum lesendum þessarar síðu sem ekki hafa aðgang að Facebook ætla ég að skella hérna inn smá skýrslu um verkefnið og stöðuna á því núna.

Ég er að láta hljóðrita nokkur laganna sem ég hef samið í gegnum tíðina. Meiningin er að gera plötu og gefa hana út einhverntíma í febrúar/mars á næsta ári. Orri Harðarson hefur verið mér til aðstoðar. Við útsetjum þetta saman, hann stýrir svo upptökunum og spilar á gítar og hljómborð, ég syng og spila svolítið líka. Nú höfum við tekið upp grunna að 8 lögum. Í næstu viku klárum við þá grunna sem eftir eru og um næstu helgi kemur til okkar trommuleikari og Orri mun taka upp leik hans ofan á 7 - 8 lög. Að því loknu göngum við frá því sem ég vil sjálfur spila og syngja áður en sumarfríi mínu lýkur. Þá leggjum við verkefnið aðeins til hliðar og einbeitum okkur að öðrum verkefnum.

Einhverníma í haust ætlum við að koma aftur að þessu og taka syrpu í upptökum í því sem við spilum ekki sjálfir. Sum lögin þurfa á söng og/eða hljóðfæraleik að halda sem við völdum ekki sjálfir. Orri mun svo leika á rafbassa þegar hann má vera að og hljóðblandar alla plötuna í nóvember. Svo mun ég bara liggja á upptökunum þangað til einhverntíma eftir áramótin og ef guð lofar hef ég þá einhverja peninga til að láta framleiða einhver hundruð eintaka geisladiska og selja þeim sem vilja kaupa.

Ég er mjög sáttur við hvernig þetta gengur hjá okkur félögunum. Lögin eru að fá fallegan búning og ég þori að lofa einlægri og skemmtilegri plötu, með vönduðum söng og hjóðfæraleik og fallegum hljómi.
 
mánudagur, júlí 12
  Hver er Víkarinn?
Ég hitti Kristján Kristjánsson (son Nínu Gísla) frammi í Hrafnagili í gær. Ég hef ákveðið að sleppa honum við að vera Víkarinn þótt vissulega eigi hann rætur í Víkinni (finnst líka eins og ég hafi spurt um hann einhverntíma). En Kristján er duglegur að koma með ágiskanir hér og hefur stundum haft rétta svarið. Sjáum til hvað gerist í dag. Hann er náttúrulega í sumarfríi hér á Akureyri og er sjálfsagt ekkert að hanga í tölvunni. Kannski Maggi Már verði fyrri til að koma með svarið.

Eftir hjólreiðatúrinn hitti ég nefnilega Víkara í sundi. Þar var á ferðinni gamall nemandi minn, virkilega efnilegur námsmaður þá strax. Hann stóð sig vel á næsta skólastigi líka. Það veit ég af því ég söng í kór með skólameistaranum hans og spurði alltaf frétta af bolvísku krökkunum sem hjá honum voru, þótt ég þekkt þá svo sem ekki mikið. Maðurinn sem ég spyr hér um skrifaði nýlega skemmtilega frásögn í blöðin. Hann er frændi Fjólu Bjarna og Finnboga.

Hver er Víkarinn?
 
föstudagur, júlí 9
  Hver er Víkarinn?
Þar sem ég stóð uppi á sviði á Hljóðfærasýningunni á Glerártogi kom ég auga á ljóshærða konu frá Bolungavík og hávaxinn, dökkhærðan Ísfirðing. Þau voru að fylgjast með. Eins gott þau kaupi diskinn!


Hún er Bolvíkingur í báðar ættir. Mikill og fjölhæfur íþróttamaður með skapið og metnaðinn sem þurfti til að ná árangri og það gerði hún líka. Meðal mestu afrekskvenna í bolvískri íþróttasögu.

Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, júlí 7
  Hver er Víkarinn?
Mætti einni fótboltamömmu sem var á leið á keppnissvæðið frá tjaldsvæðinu. Hún er í hópi mestu afreksmanna Bolvíkinga í íþróttum fyrr og síðar. Var í landsliðinu í sinni grein. Alla vega unglingalandsliði - held að hún hafi farið í A-landslið. Hún keppti aðeins í þessari einu íþróttagrein. Hún er í miðið í systkinahópnum og býr í Bolungavík. Meðal skyldmenna hennar er trommuleikarinn í hljómsveitinni NET.

Hver er Víkarinn?
 
  Hver er Víkarinn?
Við Gréta og Hringur Karlsson tókum okkur göngutúr um mótssvæðið á N1 mótinu. Þar vinkaði okkur í gríð og erg einhver karl á jeppa. Ég kannaðist ekkert við hann. Þá fór konan hans líka að vinka okkur, svo ég fór nú að veita þessu fólki betri athygli og fann út að þarna voru Bolvíkingar á ferð. Ég hef ekkert séð þetta fólk í nokkur ár. En konuna hitti ég reglulega þegar ég var á 2. ári í Kennó því hún vann þá í Snælandssjoppunni og myndbandaleigunni sem var á Laugavegi, rétt vestanmegin við gatnamótin við Nóatún, en við bjuggum í Nóatúni (í næsta húsi við húsið þar sem Halli Pé býr nú). Síðast man ég eftir honum spænandi á skellinöðru uppi á Holtum.

Hver eru þau?
 
þriðjudagur, júlí 6
  Nýr skólastjóri
Selvadore Rähni var metinn hæfasti umsækjandinn um stöðu skólastjóran Tónlistarskóla Bolungavíkur. Eftir gúgl-rúnt veit ég að hann hefur verið búsettur á Íslandi síðan 2005. Hann á börn og konu. Hann hefur verið skólastjóri Tónlistarskólans að Laugum í Reykjadal. Hann er frá Eistlandi. Hefur verið talinn einn hæfasti klarinettleikari Eistlands og sá þekktasti utan landssteinanna. Áður en hann kom til Íslands var hann fastráðinn hljóðfæraleikari hjá Sinfóníunni í Kyoto í Japan. Svo þetta er enginn smákarl sem Bolvíkingar eru að fá. Þá er bara að vona að honum gangi vel að stýra skólanum og kenna og vinna með börnunum. Og að hann og fjölskyldan finni sig í Bolungavík.

Mér fannst gaman að sjá Sólrún og Ásta höfðu sótt um stöðuna. Djarft af Ástu, nýútskrifuðum tónmenntakennara og sniðugt hjá Sólrúnu - ég er viss um að hún hefði vel getað staðið sig í þessari stöðu. Með umsókninni senda þær frá sér jákvæð skilaboð um eigin metnað og viðhorfið til staðarins.

Hér á svæðinu í kringum mig eru nokkrir eistneskir tónlistarmenn starfandi. Þeir eru víst allir miklir snillingar og geta spilað á og kennt á fjölda hljóðfæra. Þeir hafa verið duglegir að taka þátt í ólíkum verkefnum sem hafa verið lyftistöng fyrir menningarlífið. Hér ganga sögur af hæfileikum þeirra sem eru lyginni líkastar.
 
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Þessir frændur voru sennilega samherjar á Pollamótinu. Ég er alveg viss um að þeir hafa ekki leikið saman fyrir UMFB. En ég hef leikið með öðrum þeirra, þeim sem ekki er frændi minn, í meistaraflokki UMFB. Það var 1991. En þá lék sá þeirra sem er frændi minn með liðinu sem þeir keppa fyrir í Old Boys flokki á Pollamótinu. Ég hef svo aftur á móti leikið innanhússfótbolta með þeim báðum ásamt fleiri Bolvíkingum. Þetta eru rólyndismenn, en hafa báðir heilmikið keppninsskap.

Annar þeirra lék alltaf í vörninni og var virkilega góður í fótbolta. Hinn var nú ekki sérstaklega lipur með boltann en alltaf í langbesta forminu af öllum á vellinum og fór létt með að hlaupa um allan völl allan leikinn. Hann er enn í sama toppforminu og hann hefur alltaf verið þótt hann sé kominn á fimmtugsaldur. Þegar hann var í byrjunarliðinu hjá okkur 1991 lék hann venjulega með Svavari og Hannesi Má inni á miðri miðjunni. Hann hefði sjálfsagt verið meira í fótbolta hefði hann ekki starfað sem togarasjómaður á sumrin. Þeir hafa báðir stundað aðrar íþróttir en fótbolta. Annar skíðaíþróttina, hinn handbolta og krafta- og úthaldssport.

Þeir eiga báðir fullt af systkinum. Annar er næstelstur, hinn næstyngstur.
 
sunnudagur, júlí 4
  Hver er Víkarinn?
Bærinn er búinn að vera troðfullur af gestum og ég rakst á nokkra Víkara. Meðal þeirra voru tveir fótboltamenn sem voru að Pollamóti Þórs. Þeir eru þremenningar og annar þeirra er líka þremenningur við mig. Ég held að þeir hafi verið samherjar á þessu móti og keppti í lágvarðadeildinni.

Hverjir eru þessir frændur?
 
laugardagur, júlí 3
  Billeder

PMK í útilegu
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com

 
föstudagur, júlí 2
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Ekki hefur enn borist rétt svar við þrautinni eftir fyrstu vísbendinguna. Í henni er líklega mesta gagnið af því að vita að hún er nafna ömmu sinnar og að afi hennar hét tveimur nöfnum en notaði meira seinna nafnið og börnin hans kenna sig við það nafn hans. Konan sem ég spyr um og bróðir hennar voru nefnd í höfuðið á þeim. Það á líka við um önnur systkini úr hópi barnabarna þeirra.

Víkarinn sem ég spyr um er sem sagt fótboltamamma. Ég fletti henni upp í Íslendingabók og sá þar að í gegnum móður hennar og móðurafann tengist ég henni í 6. lið (minnir mig - nú er Íslendingabók lokuð og ég get ekki flett þessu upp aftur til að vera alveg viss). Einn sona hennar, sá sem heitir í höfuðið á föður hennar, er samkv. Íslendingabók aðeins meira skyldur mér í gegnum föður hans. Þessi strákur gerir eins og ég og móðurafi hans og kennir sig ekki við fyrsta nafn föður síns.

Hver er Víkarinn?
 
fimmtudagur, júlí 1
  Hver er Víkarinn?
Við Gréta fengum okkur göngutúr í gegnum KA-svæðið þar sem fyrsti keppnisdagur N1 mótsins var í gangi. Að sjálfsögðu rákumst við á Bolvíkinga þar sem voru í hópi foreldra þátttakendanna. Fyrst nikkuðum við hvort til annars, ég og kona sem ég lék undir hjá fyrir nokkrum misserum þar sem hún tróð upp í afmælisveislu ömmu sinnar og nöfnu, hvar ég hafði verið fenginn til að spila og syngja. Hún söng frumsamdar gamanvísur við lagið Hagavagninn eftir Jónas Jónasson. Í þeirri afmælisveislu voru nokkuð margir Bolvíkingar. Við erum nú ekki skyld, alla vega er það þá eitthvað lítið, en hún er skyld Gumma Bjarna og Auði Björgvins og líka Agli og Hjalla Gunn og mörgum öðrum Víkurum.

Ég og pabbi hennar eigum það sameiginlegt að kenna okkur ekki við fyrsta nafn föður okkar eða móður, eins og lög gera ráð fyrir. Afar hennar báðir bjuggu um eitthvert skeið ævi sinnar á sveitabæ í Bolungavík.


Hver er Víkarinn?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]