Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Ekki hefur enn borist rétt svar við þrautinni eftir fyrstu vísbendinguna. Í henni er líklega mesta gagnið af því að vita að hún er nafna ömmu sinnar og að afi hennar hét tveimur nöfnum en notaði meira seinna nafnið og börnin hans kenna sig við það nafn hans. Konan sem ég spyr um og bróðir hennar voru nefnd í höfuðið á þeim. Það á líka við um önnur systkini úr hópi barnabarna þeirra.
Víkarinn sem ég spyr um er sem sagt fótboltamamma. Ég fletti henni upp í Íslendingabók og sá þar að í gegnum móður hennar og móðurafann tengist ég henni í 6. lið (minnir mig - nú er Íslendingabók lokuð og ég get ekki flett þessu upp aftur til að vera alveg viss). Einn sona hennar, sá sem heitir í höfuðið á föður hennar, er samkv. Íslendingabók aðeins meira skyldur mér í gegnum föður hans. Þessi strákur gerir eins og ég og móðurafi hans og kennir sig ekki við fyrsta nafn föður síns.
Hver er Víkarinn?