Tilraunavefurinn
mánudagur, júní 28
  Hver er Víkarinn?
Það var eins gott að ég færði þessa getraun ekki strax til bókar því það rann skyndilega upp fyrir mér í dag meðan ég íhugaði hvaða vísbendingar ég gæti gefið upp að ég var að hugsa um stóra bróður þessa Víkara sem ég hitti. Ég var ekki með réttan mann í kollinum. Kexruglaður stundum!

En nú er þetta komið á hreint. Gaurinn var þarna í brúðkaupsveislunni þar sem ég var að spila fyrir dansi. Hann á stóran bróður og litla systur, alveg eins og ég. Konuna hans þekkja margir Víkarar, m.a. mamma, en ég þekki hana nú ekki, en ég heilsaði henni nú samt því ég veit vel hver hún er og mamma þekkir hana svo ágætlega. Brúðhjónin munu hafa kynnst í ferð sem farin var héðan að norðan til að vera við brúðkaup þessa Víkara sem hér er spurt um og það mun hafa farið fram fyrir vestan. Nú get ég ekki gefið meira uppi strax.

Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, júní 27
  Hver er Víkarinn? - vangaveltur og bakþankar
Jú, jú.... Ráðhildur nágranni minn hér á Akureyri hafði rétta svarið. Þetta voru auðvitað Oddný og Gunnar sem ég spurði um síðast Ragna Magnúsar hafði líka svarað í gegnum Facebook og ég tók svar hennar líka gilt því athugasemdakerfið hér hefur verið að stríða sumum og það geta ekki allir skilað inn athugasemdum, einhverra hluta vegna.

Um vísbendingarnar: Gunnar kenndi okkur Grétu á bíl fyrir mörgum árum (og auðvitað mörgum öðrum), þau hjónin ráku Shell-skálann og Sibba Gunnars á mann sem þurfti að bera uppnefnið Halli he he vegna þess að æskuvinum hans á Ísafirði fannst hann hlæja eitthvað skemmtilega. Ég veit vel hver hann er þessi Halli en minnist þess nú ekki að hafa heyrt hann hlæja, en uppnefnið hefur mér alltaf þótt skemmtilegt.

Auðvitað eru uppnefni ægilega ljót en í umhverfi okkar sem ölumst upp í smábæjum eru þau hluti af hversdagsleikanum; krydd í tlveruna og geta einmitt verið svolítið skemmtileg. En þau hljóta nú samt að geta verið sár fyrir þá sem þurfa að bera þau, því stundum eru þau ægilega nastý.

Ég hitti tvo Víkara í gærkvöldi. Þeir voru gestir í veislu þar sem ég var að spila. Ég hef spurt um annan þeirra hér en hinn lendir nú í því.
 
fimmtudagur, júní 24
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Sko þessi hjón eru nálægt foreldrum mínum í aldri, pínulítið eldri. Þau eiga dóttur sem er 6 árum eldri en ég og ég hef spurt um undir þessum lið hér á síðunni fyrir nokkuð löngu síðan og strák sem er örlítið yngri en ég og ég spurði líka um fyrir skömmu. Svo eiga þau dóttur sem er næstum því jafnaldra mín. Hana umgekkst ég svona svolítið þegar ég var unglingur, hún var góð vinkona tveggja stelpna sem ég starfaði með í stjórn Nemendafélags grunnskólans og í Leikfélagi Bolungavíkur. Hún tengist hlátri á afar sérstakan hátt.

Hjón þessi óku lengi Toyota bifreiðum en ég er ekki viss um að þau geri það enn. Þau hafa staðið í eigin atvinnurekstri en eru sjálfsagt alveg hætt því núna.

Hver er þau?
 
miðvikudagur, júní 23
  Hver er Víkarinn?
Hitti hjón á tjaldstæði í fyrrakvöld. Þau voru bara hress. Manni finnst þau vera rótgrónir Bolvíkingar en þau eru í raun og veru aðflutt bæði tvö. Ég held endilega að annað þeirra sé frá Ísafirði og hitt sé Siglfirðingur en hefur örugglega flutt til Bolungavíkur frá Reykjavík eða Kópavogi, en það er meira en hálf öld síðan. Annað þeirra er skylt mér, sameiginlegir forfeður okkar hétu Jón og Silfá og fæddust þau 1774 og 1776. Þetta er ekki sérstaklega mikill skyldleiki. Jón og Silfá bjuggu á Sútarabúðum í Grunnavíkursókn 1801. Hvar ætli þær séu?

Annað þeirra hjóna á fyrir systurdóttur bekkjarsystur mína og æskuvinkonu. Þau eiga börn af báðum kynjum og hafa unnið á sama vinnustað. Annað þeirra var kennari minn fyrir 20 árum og kennari Grétu minnar árið á eftir.
 
sunnudagur, júní 6
  Tilviljun?

Þær eru svo merkilegar þessar tilviljanir (eða kannski eru þetta ekki tilviljanir). Í gærkvöldi var ég að kynna mér tónlist Agnetu í Abba á Youtube. Það leiddi mig að Ragnheiði Gröndal að syngja Flowers in the morgning sem leiddi mig á Ragnheiði syngja með Mugison og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar lagið Stolin stef eftir Tómas. Það finnst mér ágætislag, frábær texti og flott útsetning, en umfram allt fallegur flutningur hjá Mugison. Ég hlustaði á þetta aftur og þótti það alveg jafngott þá.

Núna, rétt í þessu, var ég að opna fyrir Rás 2 og þá er Tómas R. í viðtali og það endar með því að þetta lag er flutt í þessari sömu útgáfu og ég hafði verið að hlusta á í gærkvöldi.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]