Tilviljun?

Þær eru svo merkilegar þessar tilviljanir (eða kannski eru þetta ekki tilviljanir). Í gærkvöldi var ég að kynna mér tónlist Agnetu í Abba á Youtube. Það leiddi mig að Ragnheiði Gröndal að syngja Flowers in the morgning sem leiddi mig á Ragnheiði syngja með Mugison og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar lagið Stolin stef eftir Tómas. Það finnst mér ágætislag, frábær texti og flott útsetning, en umfram allt fallegur flutningur hjá Mugison. Ég hlustaði á þetta aftur og þótti það alveg jafngott þá.
Núna, rétt í þessu, var ég að opna fyrir Rás 2 og þá er Tómas R. í viðtali og það endar með því að þetta lag er flutt í þessari sömu útgáfu og ég hafði verið að hlusta á í gærkvöldi.