Tilraunavefurinn
föstudagur, mars 26
  Hver er Víkarinn?
Víkarinn sem ég hitti í Rúmfatalagernum á Glerártorgi í dag var kjörinn formaður Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði meðan ég var þar við nám. Hann hafði þá áður lokið námi í iðn sem hann starfaði svo eitthvað aðeins við, en hefur svo valið sér annan vettvang til að starfa á. Hann var mikill íþróttakappi á yngri árum og hefur alla tíð tileinkað sér heilbrigðan lífstíl. Hann keppti fyrir UMFB í fleiri en einni íþróttagrein og náði afbragðs árangri í einni þeirra, bæði fyrir UMFB og líka fyrir hafnfirskt íþróttafélag.

Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, mars 24
  Ja, hérna hér!
Ekki man ég nú eftir að hafa séð þennan mann sem hér skrifar um afrek sín í íþróttum hlaupa lengra en út í bíl. Þetta er rosalegt!
 
þriðjudagur, mars 23
  Víkarar á veggjunum
Ég er staddur í Reykjaskóla í Hrútafirði með nemendum úr Naustaskóla sem eru hér skólabúðum. Á skólaspjöldunum finn ég nokkra Víkara. Ég hef meðal annarra séð Unna Sigurjóns, Árna frænda á Ósi, Svönu Hrauna, Óla Helga, Ágúst Oddsson og bræður hans, Hjört og Kristján sem báðir komu nú aðeins við í Víkinni að lækna og spila körfubolta. Hér eru líka myndir af Betu Kitta Sala, Gunnu föðursystur minni og Bjarna frænda mínum Aðalsteinssyni, en þau störfuðu hér um langt árabil. Hérna fann ég líka Benjamín og Óskar syni Önnu og Kristins á Dröngum, Kristínu Guðbjartsdóttur og fleira fólk. En hvergi finn ég spjaldir frá því veturinn ´64-´65. Þar ætti að vera mynd af móður minni.
 
sunnudagur, mars 21
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Æ, æj! Ég fattaði, eða mig grunar, öllu heldur, að ég hafi spurt um þennan Víkara áður. Það stóð nú ekki til að fara að tönglast á því sama hérna æ ofan í æ. En ég læt samt eins og ekkert sé og held áfram að gefa ykkur vísbendingar um Víkarann sem ég hitti á fimmtudagskvöldið á handboltaleik í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Hann á sem sagt einhverja leiki að baki í meistaraflokki UMFB í fótbolta. Sennilega þó engan í Íslandsmóti. Þegar ég lék með honum var hann alltaf hægri bakvörður. Ég þekkti hann ekkert þegar við vorum strákar. Hann er pínulítið yngri en ég og svo bjó hann ekki alveg á sömu torfunni. En eina systur hans þekkti ég betur. Hún er nær mér í aldri.

Ég man eftir að hafa tekið eftir honum á árshátíð Grunnskólans eitthvert árið, þegar hann var í 5. bekk, þar sem hann las ævintýri ásamt bekkjarsystur sinni (sem er systkinabarn við föður minn). Og þetta gerði hann svo einstaklega vel, strákurinn, að ég man barasta ennþá eftir því. Hann var sem sé góður og skýr upplesari og er enn.

Hver er Víkarinn?
 
fimmtudagur, mars 18
  Hver er Víkarinn?
Þegar ég var að alast upp í Víkinni voru ekki margir karlar sem höfðu yfirvararskegg. En einn þeirra sem skartaði svoleiðis er pabbi Víkarans sem ég hitti áðan. Nú hafði hann sjálfur mottu.

Hann er nú ekki þekktur fyrir knattspyrnuhæfileika, en samt var hann liðtækur í fótbolta og áður en liðið okkar í Víkinni var drifið í gang almennilega og við lúðarnir sem seinna vörmdum varamannabekkinn bárum uppi lið Bolungavíkur í Vestfjarðarmótinu, spilaði þessi maður í því liði. Hvort sem ég var sweeper eða inni á miðjunni í því liði þótti mér mjög gott að spila með þessum Bolvíkingi þar sem hann var í hægri bakverðinum.

Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, mars 17
  Skemmtileg mynd af krökkum í Víkinni
 
sunnudagur, mars 14
  Yfirvararskegg
Ég hef, eins og flestir karlar, held ég, oft skilið eftir skeggið á efri vörinni þegar ég hef verið að raka af mér alskegg sem ég hafði safnað. Alltaf hefur mér fundist það klæða mig afskaplega illa, en hef samt stundum reynt að stríða Grétu og látist ætla að vera með yfirvararskegg. Henni finnst það ekkert fyndið. Kannast fleiri karlar við þetta?

Fyrsta skiptið sem ég gerði þetta er mér ógleymanlegt. Þá bjuggum við í Nóatúni í Reykjavík. Ég var í Kennó og Gréta í Fósturskólanum. Eftir skóla á föstudögum var hún í vinnu. Hún var á kassa í Hagkaupum í Skeifunni. Á þessum árum létu ungir menn sér oft vaxa skegg í kringum munninn, svokallaðan kleinuhring. Ég var stundum með svoleiðis skegg. Einu sinni á föstudegi rakaði ég skeggið af hökunni en skildi hýjunginn á efri vörinni eftir. Svo ætlaði ég bara að bíða eftir að Gréta kæmi heim úr vinnunni, til að stríða henni aðeins með þessu og skemmta henni svolítið. En svo átti ég erindi upp í Kennó áður en Gréta kom heim. Þá var ég búinn að steingleyma þessu yfirvararskeggi. Svo mæti ég skólabróður mínum á göngum skólans og hann veinaði af hlátri, lagðist í gólfið og hvaðeina, emjaði úr hlátri, kom ekki upp nokkru orði. Ég skildi fyrst ekkert hvað gekk að honum, en svo rann það upp fyrir mér að honum hefur þótt þetta nýtilkomna útlit mitt svona hlægilegt.

Nú er að spretta motta á mér og ég sé á myndum á Facebook að umræddur skólabróðir minn, Valgarður frá Eystra-Miðfelli, er líka kominn með þessa líka flottu mottu. Ætli hann byrji ekki alla daga á því að veina úr hlátri og taki svo nokkrar hlátursrokur á dag, eina í hvert skipti sem hann lítur í spegil eða mætir manni með yfirvararskegg?
 
föstudagur, mars 12
  Handboltaleikur

Við Perla María skelltum okkur á handboltaleik í kvöld. Akureyri vann Stjörnuna örugglega. Ég fer stundum á leiki. Heimir vinnufélagi minn er í liðinu svo ég fer stundum, aðallega til að fylgjast með honum. Svona til að getað spjallað við hann um handbolta í kaffitímunum. Hann spilaði alveg frábærlega í fyrri hálfleiknum. Skoraði mikilvæg mörk, átti þýðingarmiklar sendingar, dró liðið áfram og spilaði algjörlega óaðfinnanlega vörn. Hann var bara langbesti leikmaður vallarins í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum bar ekkert á honum í sóknarleiknum. En Akureyrarliðið yfirspilaði samt Stjörnustrákana.

Ég hef líka gaman af að fylgjast með hornamanni Akureyringa, Oddi Grétarssyni. Hann er virkilega góður. Ég er alveg viss um að hann verður orðinn atvinnumaður í handbolta áður en árið 2013 rennur upp. Hvað heldur Kristján Jóns um það?
 
fimmtudagur, mars 11
  Að þekkja sitt fólk
Það eru meira en tíu ár síðan ég bjó síðast fyrir vestan. Og nú er svo komið fyrir mér að ég þekki ekki orðið unga fólkið í Víkinni. Það er ekki séns að ég kannist við Ísfirðing sem er yngri en þrjátíuogfimm ára, nema það standi hreinlega í andlitinu á honum hverra manna hann sé. Það á nú við sumt fólk.

Á heimasíðu BB eru myndir frá árshátíð MÍ. Þeir hjá BB hafa gert þetta undanfarin ár; birt myndir frá árshátíð Menntaskólans. Ég hef alltaf skoðað þetta. Og alltaf þekkt krakkana. Oft séð gamla nemendur eða einhver skyldmenni. Nú þekkti ég engan. Ekki einn krakka. Bara Rúnar frænda minn, en hann vinnur í Menntaskólanum. Og svo þekkti ég andlitið á Tryggva, pabba þeirra fótboltastrákanna í BB og fyrrum liðsfélaga minna úr Reyni í Hnífsdal, þeirra Stebba Tryggva og Kobba Tryggva.

Mér finnst þetta hálfundarleg tilfinning. Að þekkja ekki Víkara og Ísfirðinga. Það er eins þegar fólk sem ég hitti kemst að því að ég sé að vestan, sem gerist nú venjulega á innan við mínútu, spyr það mig oft hvort ég þekki þá ekki einvhern tiltekinn mann eða konu á Ísafirði. Alltaf segi ég að það hljóti að vera. Yfirleitt þekki ég svo ekkert til þess fólks. Ég fann það líka um daginn þegar ég spilaði á Hótel Ísafirði. Það voru næstum hundrað manns í salnum og ég þekkti 12 með nafni. Mugga frænda, Gunnar Bjarna, Baldur bróður Valda, Gumma vin hans, Kobba Tryggva, Hönnu Mjöll, Benna Hermanns, Ingu Sólveigu og Gísla hennar mann, Rabba Páls og Petu úr Víkinni.
 
þriðjudagur, mars 9
  Hver er Víkarinn? (Þriðja vísbending)
Áður en hann kom fyrst til höfuðborgar Íslands hafði hann siglt til útlanda.
Nánast daglega handleik ég Levin þjóðlagagítar, mikinn kostagrip, sem þessi Víkari flutti til Íslands frá Svíðþjóð árið 1963.

Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, mars 7
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Hann er elsta barn foreldra sinna og elsta barnabarn föðurforeldranna.

Meðal fermingarsystkina hans í Bolungavík eru bróðurdóttir móður hans og móðir einnar fermingarsystur minnar. Önnur þeirra er frænka mín.

Hver er Víkarinn?
 
föstudagur, mars 5
  Hver er Víkarinn?
Ég skrapp til Reykjavíkur í vikunni. Í flugvélinni sat ég við hliðina á Bolvíkingi. Við töluðum um Bolvíkinga og Skálvíkinga. M.a. um konu sem við þekkjum báðir og hefur gríðargott minni.

Hann býr ekki í Bolungavík og hefur ekki gert frá því hann var unglingur. En hann kemur þangað stöku sinnum, bæði vegna starfs síns og eins í einkaerindum. Hann á einhvern svolítinn frændgarð í Víkinni. Ég gæfi of mikið uppi ef ég færi í að telja upp þá sem næst honum standa í Víkinni, en örlítið lengra frá honum er m.a. að finna einn bæjarfulltrúanna.

Hver er Víkarinn?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]