Handboltaleikur

Við Perla María skelltum okkur á handboltaleik í kvöld. Akureyri vann Stjörnuna örugglega. Ég fer stundum á leiki. Heimir vinnufélagi minn er í liðinu svo ég fer stundum, aðallega til að fylgjast með honum. Svona til að getað spjallað við hann um handbolta í kaffitímunum. Hann spilaði alveg frábærlega í fyrri hálfleiknum. Skoraði mikilvæg mörk, átti þýðingarmiklar sendingar, dró liðið áfram og spilaði algjörlega óaðfinnanlega vörn. Hann var bara langbesti leikmaður vallarins í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum bar ekkert á honum í sóknarleiknum. En Akureyrarliðið yfirspilaði samt Stjörnustrákana.
Ég hef líka gaman af að fylgjast með hornamanni Akureyringa, Oddi Grétarssyni. Hann er virkilega góður. Ég er alveg viss um að hann verður orðinn atvinnumaður í handbolta áður en árið 2013 rennur upp. Hvað heldur Kristján Jóns um það?