Tilraunavefurinn
sunnudagur, mars 14
  Yfirvararskegg
Ég hef, eins og flestir karlar, held ég, oft skilið eftir skeggið á efri vörinni þegar ég hef verið að raka af mér alskegg sem ég hafði safnað. Alltaf hefur mér fundist það klæða mig afskaplega illa, en hef samt stundum reynt að stríða Grétu og látist ætla að vera með yfirvararskegg. Henni finnst það ekkert fyndið. Kannast fleiri karlar við þetta?

Fyrsta skiptið sem ég gerði þetta er mér ógleymanlegt. Þá bjuggum við í Nóatúni í Reykjavík. Ég var í Kennó og Gréta í Fósturskólanum. Eftir skóla á föstudögum var hún í vinnu. Hún var á kassa í Hagkaupum í Skeifunni. Á þessum árum létu ungir menn sér oft vaxa skegg í kringum munninn, svokallaðan kleinuhring. Ég var stundum með svoleiðis skegg. Einu sinni á föstudegi rakaði ég skeggið af hökunni en skildi hýjunginn á efri vörinni eftir. Svo ætlaði ég bara að bíða eftir að Gréta kæmi heim úr vinnunni, til að stríða henni aðeins með þessu og skemmta henni svolítið. En svo átti ég erindi upp í Kennó áður en Gréta kom heim. Þá var ég búinn að steingleyma þessu yfirvararskeggi. Svo mæti ég skólabróður mínum á göngum skólans og hann veinaði af hlátri, lagðist í gólfið og hvaðeina, emjaði úr hlátri, kom ekki upp nokkru orði. Ég skildi fyrst ekkert hvað gekk að honum, en svo rann það upp fyrir mér að honum hefur þótt þetta nýtilkomna útlit mitt svona hlægilegt.

Nú er að spretta motta á mér og ég sé á myndum á Facebook að umræddur skólabróðir minn, Valgarður frá Eystra-Miðfelli, er líka kominn með þessa líka flottu mottu. Ætli hann byrji ekki alla daga á því að veina úr hlátri og taki svo nokkrar hlátursrokur á dag, eina í hvert skipti sem hann lítur í spegil eða mætir manni með yfirvararskegg?
 
Ummæli:
Hefurðu séð Örvar, hann er eins og hinir Póverjarnir!
Tengdamóðir hans.
 
Örvar gerði þetta á sunnudaginn, er meiri að segja búinn að setja af sér mynd inni á síðuna karlmenn og krabbamein til að safna áheitum. Ég skora á þig að gera það sama, ég skal heita á þig. Örvar var nú samt að tala um það á sunnudaginn að hann hrykki alltaf jafn mikið við þegar hann liti í spegilinn og myndi sjá sig með þessa mottu. Mér finnst þetta alveg ógeðslega ljótt, en málstaðurinn er góður. Mottan fær nú samt að fjúka fyrir páska ef að ég fæ að ráða ;)
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]