Tilraunavefurinn
mánudagur, maí 25
  Hver er Víkarinn?
Ég var í tónleika- og skemmtiferð með Kór Akureyrarkirkju á helginni. Að loknum tónleikum í kirkju í kaupstað nokkrum (þar sem fólk segir líka „á helginni") hitti ég bolvískar mæðgur sem komu til að hlusta á kórinn syngja. Það er lýsandi fyrir móðurina að í lokalaginu, sem var flutt utan dyra um leið og tónleikagestir yfirgáfu tónleikastaðinn, ruddi hún sér braut í gegnum mergð alt-söngkvenna til að kyssa mig og þakka mér fyrir skemmtunina. Kórfélagar höfðu af þessu mikla skemmtan. Sérstaklega vegna þess að ég mun hafa haldið áfram að syngja á meðan á þessu stóð. Missti víst ekki tón úr. Þetta er sem sagt afskaplega elskuleg kona.

Sú eldri býr í Bolungavík. Dótturina þekki ég lítið. Hún flutti úr Bolungavík fyrir a.m.k. tuttugu árum síðan. Við erum þó alveg málkunnug og höfum margsinnis kastað kveðju hvort á annað á förnum vegi. Ég er yngri en hún.

Ég man eftir að hafa málað hús móðurinnar tvisvar sinnum. Í síðara skiptið voru það bara gluggar og þak sem þurfti að mála. Því þá hafði húsið verið klætt utan með efni sem ekki þarf að mála strax. Í þessu húsi býr nú önnur fjölskylda. Kannski stendur þetta hús nákvæmlega í miðjum bænum, þ.e.a.s. að frá því er álíka langt til allra jaðra byggðarinnar, hvort sem farið er inn eða út, upp eða niður.

Hverjar eru bolvísku mæðgurnar?
 
miðvikudagur, maí 13
  Fótboltinn í sumar
Nu hef ég ekkert fylgst með. Ég veit ekkert hvernig liðin standa. En ég ætla samt að spá.
Spáin mín fyrir sumarið er svona:

1. KR
2. Fram
3. FH
4. Keflavík
5. Valur
6. Þróttur
7. ÍBV
8. Grindavík
9. Breiðablik
10. Stjarnan
11. Fylkir
12. Fjölnir
 
þriðjudagur, maí 12
  Hver er Víkarinn? (2. vísbending)
Hún heitir tveimur nöfnum. Síðara nafnið hafði ég aldrei séð eða heyrt fyrr en ég fletti henni upp í Íslendingabók. Jú, vissulega þekki ég nafnið, það er algengt nafn. En ég vissi bara ekki að hún bæri það. Á Íslendingabók sá ég líka að afi hennar, sem ég man eftir á Mölunum í Víkinni þegar ég var púki, heitir líka tveimur nöfnum. Hann var ekki þekktur undir fyrra skírnarnafni sínu. Alltaf kallaður seinna nafninu. Hann var norðan af Ströndum.

Hún er yngri en ég. Á afmæli fyrsta dag mánaðar, eins og ég. Hún á alla vega eitt barn. Kannski fleiri, ég held samt ekki.

Í húsinu þar sem hún ólst upp eru tvær íbúðir. Það stendur töluvert innar í bænum en Holtastígur. Frænkan sem ég minntist á í fyrri vísbendingunni átti aftur á móti heima í húsi sem stendur örlítið utan við Holtastíginn. Það hús sést út um eldhúsgluggann á Holtastíg 12.

Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, maí 10
  Hver er Víkarinn?
Það er orðið nokkuð langt um liðið síðan síðast var boðið upp á spurningaleikinn skemmtilega Hver er Víkarinn? En nú kominn tími til að skella einni vísbendingu inn á alnetið. Gjöriðsvovel.

Ég mætti henni um daginn og þá var ég satt best að segja ekki viss um að ég þekkti hana. Fannst samt að það væri hún. Sennilega hefur hún heldur ekki þekkt mig. Fáeinum mínútum síðar mættumst við aftur og þá nikkaði ég höfðinu til hennar og fékk bros á móti. Það leyndi sér ekki að ég hafði ekki farið mannavillt. Hún er á svipuðu reki á ég og á bróður sem er svo sem líka á svipuðu reki og ég. Pabbi hennar spilar á harmonikku, en myndi sjálfsagt ekki gera það opinberlega. Mömmu hennar þekkja margir Víkarar. Ég vann lengi með einni frænku hennar. Sú er fædd ´61.

Hver er Víkarinn?
 
fimmtudagur, maí 7
  Systkinin á Holtastíg 12


Mamma gaf Dóru systur þessar myndir. Ég tók þær af henni til að skanna þær inn. Er þetta ekki dásamlegt?

Ég held að ég muni eftir því þegar myndin af okkur sitjandi upp við grindverk að drekka kókómjólk var tekin. Ég held að þetta sé við kirkjugarðinn við kirkju á Rauðasandi. Er það rétt munað mamma?
Það er svo Gunna Dóra frænka okkar sem er þarna með okkur á einni myndanna.
 
  Krissrokk í myndHér er Kristján Freyr með á myndinni.
Hættu svo að væla kelling!

... nei nei, bara djók!
 
þriðjudagur, maí 5
  Aldrei fór ég suður

Karl og mennirnir
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Karl og mennirnir að spila á Aldrei fór ég suður 2009. Davíð Þór, Venni, Kalli og Geiri og á bak við trommurnar situr Kristján Freyr.
 
sunnudagur, maí 3
  Ja, hérna!
http://www.youtube.com/watch?v=RkUu-BWT7bA&feature=related

Það má finna ýmislegt stórundarlegt og lygilegt á Youtube.
Bergþór Pálsson bassaleikari í pönkhljómsveit í kirkjunni á Djúpavogi!
 
föstudagur, maí 1
  Af krökkunum
Hringur var að læra að hjóla án hjálpardekkjanna í fyrradag. Hákon stóri bróðir hjálpaði honum af stað og síðan hefur hann verið algjörlega sjálfbjarga í þessu. Hann er búinn að hjóla marga metrana í dag. Vá, maður!

Perla María rúllar um á línuskautum sem Halldóra gaf henni.

Hákon er í Vestmannaeyjum að keppa í handbolta með KA. Hann hringdi þegar hann var kominn á flot með Herjólfi. Þá var hann mjög spenntur fyrir sjóferðinni. Hann hringdi svo aftur þegar hann var kominn í land í Eyjum. Hann hafði verið þónokkuð sjóveikur og leist ekkert á að vera að fara að spila fyrsta leikinn fljótlega eftir þessa hræðilegu sjóferð. Mikið skil ég hann vel. Ég er svo sjóveikur að ferð með Akraborginni forðum gat verið mér erfið og einu sinni, það var í hitteðfyrra, varð ég hér um bil sjóveikur á rennisléttu Djúpinu í einmunablíðu í skemmtisiglingu með Þorláki á sjómannadegi.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]