Systkinin á Holtastíg 12


Mamma gaf Dóru systur þessar myndir. Ég tók þær af henni til að skanna þær inn. Er þetta ekki dásamlegt?
Ég held að ég muni eftir því þegar myndin af okkur sitjandi upp við grindverk að drekka kókómjólk var tekin. Ég held að þetta sé við kirkjugarðinn við kirkju á Rauðasandi. Er það rétt munað mamma?
Það er svo Gunna Dóra frænka okkar sem er þarna með okkur á einni myndanna.