Tilraunavefurinn
þriðjudagur, maí 31
  Lagleg hönnun

ekg
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Ef þið smellið á fyrirsögnina komist þið inn á flottan vef. Það er nýja útlitið á heimasíðu alþingismannsins og Bolvíkingsins Einars Kristins Guðfinnssonar. Það er eitthvert fyrirtæki sem hannar þennan vef - ég finn ekki hvað það heitir. En þarna er virkilega vandlega hannað útlit og flottir efnisflokkar (sterkur leikur að hafa flokkinn Önnur sjónarmið). Það er best að lesa af hvítum bakgrunni. Það er töff að hafa fáa liti á fyrirsögnum (og hér eru þeir vel valdir miðað við eðli síðunnar) og það er flott að hafa textaletrið ekki alveg kolsvart heldur aðeins ljósara. Ég sé ekki nema einn útlitsgalla á þessari síðu. Hann er sá að ekki er hægt að stækka myndirnar sem fyljga bloggfærslunum með því að smella á þær. Það vantar líka dagsetningar á bloggfærslurnar. Á þeim er klukka en ekki dagsetning.

Efnistökin eru eflaust fín en sjálfur er ég yfirleitt ekki hallur undir þá hugmyndafræði sem þau byggja á.

Annars er ég hálffeiminn við að láta þetta fara út á vefinn því síðast þegar ég minntist á Einar Kristin hérna kóperaði hann það sem ég skrifaði um hann og birti á umræddri heimasíðu. Ef hann rekst á þetta veit ég ekki hvað hann fer að halda!

Ég hef verið að skoða heimasíður með þeim gleraugum upp á síðkastið að reyna að finna í hönnun þeirra eitthvað sem kveikir hugmynd hjá mér um útlit síðu sem vinur okkar Grétu ætlar að hanna fyrir hana um myndlistina hennar. Ábendingar eru vel þegnar.
 
  Sund #2
Ég æfði sund í sex ár. Ég var lengi að hætta að æfa. Mér var lengi búið að finnast það alveg drepleiðinlegt áður en ég hætti loks. Mér fannst svo gaman að keppa. Jafnvel þótt ég hafi ekki verið neinn keppnismaður og hafi aldrei verið, fannst mér gaman að taka þátt í sundmóti. Maður hitti marga og það var fjör hjá okkur krökkunum allan daginn eða alla dagana þegar þannig bar undir. Og ekki skemmdi fyrir að alltaf komst maður nú fyrirhafnarlítið á verðlaunapallinn þótt sjaldnast hafi ég nú staðið þar í miðið.

Eftir að ég hætti loks að æfa fór ég ekki í sund, nema bara í skólanum, í þrjú eða fjögur ár. Ég hafði algjörlega fengið nóg af baði. En svo þegar ég var í 9. bekk fór ég að fara mikið í laugina heima í Víkinni. Við vorum nokkur á svipuðum aldri sem stunduðum laugina nokkuð mikið. Þar var yfirleitt sama fólkið. Dusi í Tungu, sem vildi reyndar ekki að hann væri kallaður Dusi, heldur Berni eða Bernódus, sagði manni sögur í pottinum. Það var skemmtilegast. Og þangað vöndu þeir líka komu sína Kalli Þórhalls, Hrólfur Einarsson, Kári og fleira fólk. Og þangað kom líka oft maður innan af Ísafirði með víðáttumikil húðflúr á handleggjunum og á bakinu. Ég man ekki hvað hann heitir þessi náungi. Með honum var oftast lítill strákur sem heitir Kalli. Hann er sjálfsagt um tvítugt núna. Þegar ég fór í sund í Víkinni með Hákoni og Perlu Maríu núna um daginn hitti ég þennan mann. Og þótt ég hafi bætt á mig 35 kílóum og verið með tvo krakka með mér mundi hann eftir mér. Glöggur náungi. Hann er einn örfárra Ísfirðinga sem hafa nýtt sér frábæra sundaðstöðu Bolvíkinga síðan 1977. Skrítið!
 
  Sund
Það er hlýtt og gott veður í Biskupstungunum í dag. Trén eru farin að laufgast og af þeim er gott skjól. Túristunum farið að fjölga og frá og með morgundeginum verða sundlaugin og sjoppan opnar lengur fram á daginn en verið hafa í vetur, meira að segja fram á kvöld. Þegar farið er í sund í Reykholti um helgi, eða hvaða dag vikunnar sem er yfir sumarið, sér maður alltaf einhvern sem er alla vega það frægur úr fjölmiðlunum að maður veit hvað hann heitir og hvar hann vinnur. Ég ætti kannski að hafa lið á síðunni um fræga fólkið sem ég sé í sundi? Mér datt þetta svona í hug því að ég man eftir að hafa lesið einhverntíma á linki á heimasíðu Dr. Gunna sem heitir Sundlaugar, þar sem hann telur upp allar sundlaugar sem hann og frúin hafa farið í, að í Ljósafosslaug við Ljósafossvirkjun (hérna rétt hjá mér) hafi þau séð Bessa Bjarnason, - VÁ!

Ég hef lítið farið í sund í vetur. Þegar krakkarnir eru orðnir þrír og eru þetta ung er það meiriháttar mál að fara einn með alla í sund. Og svo var Hringur litli svo slappur lengi framan af vetri. En núna er hann eldhress og sprækur og Perla María farin að klára sig vel í lauginni með armkúta þannig að þeim fer nú örugglega að fjölga sundferðunum. Svo er aldrei að vita nema það verði hægt að draga Grétu frá strigunum og penslunum núna eftir opnun sýningar hennar 11. júní og bjóða henni með okkur í sund.
 
laugardagur, maí 28
  Minn maður!

Ein fußballkriminal
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þetta er hann Jón Steinar, þjálfari uppáhaldsknattspyrnuliðsins míns. Hann má reyndar ekki stýra liðinu í leikjum eins og er. Eða það held ég ekki. Liðið okkar vann útileik fyrr í dag 1-3. Það er góðu lagi!
 
 
Brilljant fínt hjá okkur á Örkinni í gær. Fullt af fólki og mikið sungið með okkur. Meira að segja var allt kvöldið einhver hópur að dansa.

Nú er Gréta farin með krakkana suður í Hafnarfjörð að hitta Dóru systur, Andreu og Örvar. Ég ætla að reyna að vinna eitthvað á meðan. Oft gott að vinna á laugardögum. Fáir í skólanum og svo mikil kyrrð og næði.
 
föstudagur, maí 27
  Gigg
Hótel Örk í kvöld. Sólmundur og Kalli leika og syngja slagara frá síðustu öld.
Þetta ætlar seint að eldast af manni. En þetta verður nú allt í lagi í kvöld því það er alltaf gaman að spila með Sólmundi.
 
fimmtudagur, maí 26
  Fyrsta fótboltaæfingin
Æfing í kvöld klukkan 20:00.
Ég er strax orðinn kvíðinn. Það er ógeðslega erfitt að hlaupa á grasi þegar líkaminn er miklu þyngri en hann ætti að vera og formið á honum slæmt. En það jákvæða er að í Tungunum er fótboltaæfing þannig að þeir sem nenna að mæta skipta hópum í tvö lið og spila í svolitla stund.
 
  Sdaffsjéttnínkinn
Nú sit ég inni í skólastofu og er að setja saman móðurmálspróf fyrir 4. bekk. Geri smáhlé til að blogga.

Málnotkun
Finnið andheiti.

7. Skúla gengur best í __?__.
a) _____ stafsenníngunni
á) _____ stafsetninguni
b) _____ stafsetningunni
d) _____ stafsetning
 
  Sveitin og blíðan
Svakaleg blíða í sveitinni. Það verður eitthvað að halda 10 ára krökkum rólegum inni í prófum í dag.
 
þriðjudagur, maí 24
  Heima
Jæja þá erum við komin heim. Bílskúrinn fullur af rennandi blautum strigum með olíumálningu. Skólinn á sínum stað og allt að verða búið þar. Próf í lok vikunnar og í næstu viku, vorferðir og skólaslit. Mikð vor í krökkunum og erfitt að halda uppi einhverju starfi af viti innan dyra.
 
sunnudagur, maí 22
  Ferðalag
Í dag verð ég á ferð með börnin mín þrjú. Við erum búin að vera hjá mömmu og pabba í rúma viku. Það er áægtis ferðaveður, bjart og þurrt, en sólarlaust. Ferðin vestur gekk mjög vel, ég vona að ferðin heim aftur gangi eins vel.

Hringur var óvær í nótt. Það er fyrsta nóttin hérna fyrir vestan sem hann hefur ekki sofið sleitulaust. Svo var Hákon eitthvað slappur líka. Kannski þeir kvíði heimferðinni.
 
laugardagur, maí 21
  Nasa og Félagsheimið
Gréta og Halldóra systior fóru saman á Mugison-tónleika á Nasa í gærkvöldi. Mér skilst að húsið hafi verið fullt og gestir glaðir með sinn mann. Gréta sagðist alla vega hafa skemmt sér vel. Hún hefur held ég ekki séð hann á sviði síðan á Gauknum með Dísel Sæma einhverntíma fyrir sirka 11 árum síðan.

Ég og Hákon fórum líka á tónleika í gærkvöldi. Þeir voru haldnir í Félagsheimili Bolungavíkur. Ég veit ekki til þess að Mugison hafi komið þar fram, en PapaMug hefur oft gert það. Það voru söngnemar Tónlistarskólans og fullorðnir hljóðfæranemar sem sungu og léku í Félagsheimilinu í gærkvöldi. Þar mátti meðal annars sjá og heyra Binnu Páls og Ella Ketils leika á gítar. Elli er að verða áttræður, Binna varð sjötug í hitteðfyrra. Þetta var ágæt skemmtun. Þarna voru a.m.k. tveir efnilegir söngvarar sem voru kannski að koma fram einir í fyrsta sinn en alveg örugglega ekki í síðasta sinn.
 
  Góður þessi stóll hjá afa og ömmu

wwwkarl.blogspot.com.
Hringur lætur fara vel um sig í Víkinni!
 
föstudagur, maí 20
  1988
Á síðasta skólaári útskrifaðist árgangur 1988 úr grunnskóla. Ég var svo heppinn að vera umsjónarkennari í einum bekk þessa árgangs og kenna slatta í annarri bekkjardeild líka. Þessi hópur var í umsjón hjá mér og Gunnari Sturlu í 4 ár. Það voru því orðin nokkur tengsl við þessa krakka þegar þeir kvöddu okkur og grunnskólann í fyrravor. Núna hef ég voðalega gaman af því þegar þessir krakkar láta vita af sér. Sumir hafa sent mér póst, aðrir skrifað í gestabókina hérna og svo hringdu þrjár stelpur í mig í vetur einu sinni, bara til að spjalla og spyrja frétta. Það sem er líka skemmtilegt við þetta er hverjir það eru sem láta verða af því að hafa samband. Hinrik Þór skrifar stundum komment hérna og hann hefur líka sent tölvupóst. Þór hefur líka skrifað í gestabókina og eins Trausti. Hefði ég búist við því? Ég er ekki viss, Það er nú ekkert venjulegt að krakkar séu upp til hópa að halda sambandi við gamla umsjónarkennara. En það er mjög í anda skólans þar sem ég vann þessi 4 ár. Þar er mikið lagt upp úr líðan nemendanna og því að hafa samskiptin góð, ekki bara í lagi, heldur virkilega góð. Það þykir mér flott skólastefna!

Mig hefur líka langað að vita af krökkunum og hvernig þeim vegnar í framhaldsnáminu og í lífinu yfirleitt. Það er margt í gangi þegar maður er 16 að verða 17. Ég hef rekist á nokkrar bloggsíður og sumar heimsæki ég nokkuð reglulega (þá reyni ég að hugsa sem minnst um það að hafa kennt þeim móðurmál í 4 ár!). Ég veit hvað sumir verða að vinna við í sumar, hverjir voru að brjálast úr metnaðargirni við verkefnaskil og prófalestur, hverjir kvíða útkomunni úr prófunum og svona .... Þetta eru góðir krakkar, margir einstaklega lífsglaðir og skemmtilegir að vera með.
 
fimmtudagur, maí 19
  Gaman, gaman

Gaman, gaman
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Hákon Karlsson á fiskveiðum á brjótnum í Bolungavík.
 
  Spá ársins
Þá er það aftur Íslandsmótið. Ég geri spá eins og í fyrra. Ég verð áfram ÍA maður, samt held ég alltaf svolítið með Val þegar Danni frændi fær að spila. Spáin er engin óskhyggja og hún er heldur ekki byggð á því hvað mér finnst um getu liðanna því ég hef ekki séð nema einn leik í vor. Veit ekkert hvað liðin geta í ár. Reyndar sá ég tvo leiki fyrstu umferðar í sjónvarpinu, en það er ekki eins og að fara á völlinn. Það má gera ráð fyrir að eitthvað lið sem ekki var reiknað með í toppbaráttunni verði samt í henni. Mér sýndist í sjónvarpinu að Keflvíkingar gætu gert fína hluti og spái þeim 4. sæti.

Svona held ég að staðan verði eftir 18 umferðir.

1. FH
2. KR
3. Valur
4. Keflavík
5. ÍA
6. Fram
7. Þróttur
8. Fylkir
9. Grindavík
10. ÍBV
 
miðvikudagur, maí 18
  Enn i Vikinni
Við höfum það ágætt hérna fyrir vestan. Hákon er búinn að fara að veiða, hann er búinn að ná sér í hornsíli sem hann hefur í fötu úti á palli og svo er hann búinn að fara á púttvöllinn. Ég tek nokkra göngutúra á dag með litlu krakkana og pabbi og mamma stjana við okkur.

Var ég ekki nokkuð nálægt þessu með úrslitin í Íslandsmótinu í fótbolta?
 
mánudagur, maí 16
  Spá dagsins
Íslandsmótið í fótbolta byrjar í dag. Undanfarin ár hef ég fylgst vel með því. Farið á marga leiki, meira að segja marga leiki fyrir mót. Nú verður breyting þar á. Ég ætla mér samt að sjá a.m.k. annan leik Vals og ÍA í sumar. Í vor hef ég ekki séð nema einn leik. Ég sá Þrótt leggja ÍA að velli í undanúrslitaleik Deildarbikarkeppninnar. Fyrsta umferðin fer svona:

ÍA - Þróttur 3 - 1
Valur - Grindavík 3 - 0
Fram - ÍBV 2 - 1
Fylkir - KR 2 - 4
Keflavík - FH 0 - 1
 
  Nýi liðsmaðurinn
Þakka þér fyrir kveðjuna Una Guðrún. Það mættu fleiri taka sér hana til fyrirmyndar og láta vita af ferðum sínum hérna á síðunni, alla vega svona annað slagið.

Ég átti alltaf eftir að óska Baldri Smára og Kristjáni Jóns til hamingju með nýjasta liðsmanninn í liði Sjálfstæðisflokksins. Geri það hér með.

Svakalega fínt veðrið í Víkinni. Ætli við Hákon förum ekki á brjótinn í dag að veiða þorsk, ufsa og marhnút (allt fram hjá vigt!)?
 
sunnudagur, maí 15
  Er ég kem heim í
Bolungavík breytist allt. Mér batnar af kvefinu, höfuðverkurinn hverfur og aukakílóin fjúka á augabragði! Lundin verður léttari.... Nei, nei, ég segi nú bara svona. En allavega er ég kominn með krakkana alla með mér heim til Bolungavíkur. Ég ætla að gefa Grétu næði til vinna að því að klára myndlistarsýninguna sem hún opnar í júní. Við keyrðum vestur í gær og ferðalegið gekk vonum framar. Við bara runnum þetta á notime.

Ég veit að hingað inn villist fólk sem ekki eru fastagestir. Mig langar endilega að biðja ykkur að skrifa í gestabókina. Það er svo gaman að vita af fólki sem maður er svo sem ekki í daglegum tengslum við inni á síðunni. Til dæmis eru síðustu gestabókarfærslurnar alveg frábærar. Nemendur mínir úr Grundó, Halli melló og Steina frænka. Frábærar kveðjur!
 
föstudagur, maí 13
  World

World
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Gréta ætlar að sýna myndirnar sem hún hefur unnið að í bílskúrnum í vetur. Sýningin opnar 11. júní og verður í Golfskálanum á Flúðum, Kaffiseli. Það er stór og ágætur salur. Hér er mynd sem verður á vegg í Kaffiseli í sumar.
 
fimmtudagur, maí 12
  Hringurinn hressi

Hljóðfæraleikarinn réttir úr sér
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Hringur fór í afmælisveislu til Andreu frænku sinnar. Þar var "rafmagnsgítar".
 
þriðjudagur, maí 10
  Myndin af Skálholtskirkju

Skálholtskirkja
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þessi mynd setti allt úr skorðum hjá mér í dag. Ég var beðinn um að skrifa texta inn á þessa mynd og búa þannig til plakat vegna tónleika sem verða haldnir í kirkjunni á laugardaginn. En þá var allt í klessu með þessar tölvur hérna í skólanum og skannann. Þannig að þetta tíu mínútna verk tók meira og minna allan eftirmiðdaginn. Og ég sem ætlaði snemma heim í dag. Vegna þessa vesens þurfti ég svo að vinna í kvöld.

En þetta var sem sagt leyst með því að taka ljósmynd af ljósmyndinni og leysa þetta bara allt saman heima hjá mér í almennilegum MAKKA!!!!!
 
  Fjallahálfhringurinn
Ég lét dæluna ganga í veislunni á laugardaginn. Sagði nokkrar sögur. Þ.á.m. þessa:

Um það að þekkja sína sveit en hafa lítinn áhuga á því sem er í öðrum sveitum. Sagan af því þegar Arnór Karlsson frá Gígjarhólskoti var fenginn til að uppfræða æskulýðinn í Biskupstungum. Söguna hef ég eftir Bjarna Harðarsyni, ritstjóra Sunnlenska Fréttablaðsins. Bjarni er úr Laugarási í Biskupstungum.

Fór Arnór einhverju sinni með hópi skólabarna og kennara þeirra upp á Holtið ofan við skólann í Reykholti. Þaðan er útsýni langt niður í Tungur, vestur í Laugardal og austur fyrir, Flúðir blasa við handan við Hvítá og Hekla, drottning íslenskra fjalla, gnæfir þarna upp úr glæsilegum fjallaskaranum. Þá verður einhver í hópi krakkanna svo vitlaus að spyrja Arnór hvað eitthvert fjall þarna í sveitinni heiti. Það lærist víst fljótt í þessari sveit að spurningar sem gefur möguleika á svo nákvæmu svari spyr maður barasta ekki fólkið frá Gígjarhólskoti öðruvísi en að hafa góðan tíma til að hlusta á svarið. Svar Arnórs var langt því hann rétti úr sér og þuldi upp hvert einasta fjall og þúfu, allt frá Hellisheiði í vestri og réttsælis í sirka 120 gráður þangað til hann var kominn eitthvert upp í Kerlingafjöll; að hreppamörkum Biskupstungnahrepps og Hrunamannahrepps. Þá þagnaði hann allt í einu, sveiflaði svo hægri hendinni réttsælis, í það skiptið í heilar 180 gráður, hraðar en nokkur maður hefði trúað að hann gæti yfirleitt sveiflað hendinni og sagði um leið: Og svo eru þetta Hreppafjöllin!
 
mánudagur, maí 9
  Ball og veisla
Ég spilaði ball um helgina. Fékk Sólmund úr hljómsveitinni Hljóðkútarnir á bassann og Valgeir trommara úr Veðurguðunum og Haltri hóru, með mér. Það var árshátíð hjá starfsfólki í Sparisjóðnum heima í Bolungavík. Ég var veislustjóri. Ég hef ekki verið veislustjóri áður, ekki nema í brúðkaupum og það er svolítið annars eðlis. Mér fannst þetta samt ganga ágætlega. Ég var býsna stressaður í upphafi en var búinn að undirbúa þetta ágætlega þannig að þetta gat varla klikkað.

Við Hilmar kórstjóri erum svo að vinna upptökur sem við gerðum í vetur með litlu krökkunum í kórnum. Það er mikil vinna í því. Það þarf að hljóðblanda óvana söngvara og reyna að spila inn á upptökurnar einhver hljóðfæri. Græjurnar eru ekki merkilegar. Við notum ekki einu sinni almennilegan míkrafón heldur látum duga einhvern skratta í tölvunni sem við tökum þetta upp á. Útkoman á þessu verður samt allt í lagi.

Perla María gisti hjá afa sínum og ömmu á Selfossi aðafararnótt laugardagsins. Mér skilst að það hafi gengið vel og að einstaklega auðvelt sé að hafa hana. Auðvitað.

Hákon fór til Reykjavíkur í gær og var boðið í bíó með Gabríeli vini sínum. Þeir skemmtu sér vel.
 
miðvikudagur, maí 4
  Frænkurnar

Frænkurnar
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
  Afmælin
Það hefur verið eitthvað um afmæli undanfarið.
1. maí átti Gummi Hrafn afmæli
3. maí átti Andrea systurdóttir mín 3 ára afmæli og Daði á Skaganum, vinur Hákonar, varð 8 ára sama dag.

Til hamingju.
 
mánudagur, maí 2
  Myndbirting
Afskaplega held ég að hann bróðir minn sé ánægður með að ég skuli hafa sett mynd af honum á vefinn.
Ég gleymid alveg að spyrja hann út í það þegar ég hitti hann í gær.
 
  Að standa i lappirnar
Hringur fer orðið gangandi allra sinna ferða. Það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með ungum börnum þegar þau eru að taka fyrstu skrefin. Nú er vinsæll leikur á heimilinu að Perla María og Hringur teiki hvort annað. Þá segir Perla: „Tsjú tsjú, komdu í lestina", og svo er gengið af stað. Yfirleitt á aðeins meiri ferð en litli karlinn ræður við. Stundum fær hann að vera lestarstjórinn.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]