Tilraunavefurinn
fimmtudagur, apríl 28
  Um mikil viðskipti við eitt fyrirtæki

Atli bróðir
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Kristján Jónsson, ritstjóri Bloggs fólksins (www.bolviskastalid.blogspot.com), segir frá því á blogginu að hann hafi fengið matareitrun. Þar segir hann líka frá því að Gunnar vinur hans hafi haft af því áhyggjur að vegna þess að það var Kristján Jónsson sem varð fyrir matareitrun þyrfti að innkalla allar Sóma-samlokur í landinu.

Þetta minnti mig á það þegar við systkinin vorum öll þrjú á sama tíma stödd í heimsókn hjá mömmu og pabba. Við Atli höfðum ráðið okkur í sumarvinnu hjá pabba. Halldóra hafði verið búsett austur á Vopnafirði í eitt ár þegar þetta var. Hún var nýorðin móðir og hafði ríka þörf fyrir að ráðfæra sig um allt mögulegt við móður sína þannig að þær töluðu saman í síma daglega, stundum oft á dag. Fannst okkur bræðrunum þetta fullmikið af því góða og stríddum mæðgunum aðeins á þessu. Þegar við sátum svo öll saman úti á palli í góða veðrinu einn daginn og drukkum kaffi segir Atli við þær mæðgur: „Munduð þið eftir að senda Símanum afkomuviðvörun?"
 
sunnudagur, apríl 24
  Kristján í Stekkholti
Ég hef verið að vinna við tölvuna í skólanum í morgun. Ég hef haft útvapið á. Það er messa í Fríkirkjunni. Mér brá, því núna þegar verið er að syngja síðasta sálminn tek ég eftir því að það er sama lag og Tungnamenn nota við vísuna sem þeir syngja fullir og ófullir við öll möguleg tækifæri og kalla þjóðsönginn. Það var skrítið (með einföldu!) að heyra þetta sungið af kirkjukór í messu.
 
  Heiðrún
Það var einhverntíma í Grundaskóla að nemandi í unglingadeildinni var að leita að kennaranum sem hafði gefið honum leyfi til að nota einhverjar græjur sem hann þurfti að nálgast inni í læstri tónmenntastofunni. Hann mundi ekki alveg hvað sá kennari hét - sagðist vilja finna litla tónmenntakennarann í rauðu peysunni.
 
  Verslun Axels Sveinbjörnssonar
Heiðrún vinkkona mín á Akranesi var að segja frá því á blogginu sínu að nú stæði til að loka Axelsbúð. Búðinni þar sem allt fæst og allt er afgreitt yfir borðið (nema þegar menn afgreiða sig sjálfir). Ég ætlaði fyrst að skrifa þessa færslu inn á síðu Heiðrúnar en svo varð hún svo löng að ég ákvað að skelli henni hér inn.

Jón Skafti fóstri minn á Skaganum vann í Axelsbúð þegar ég flutti þangað fyrst. Hann var góður þar. Hann elskar að þjónusta fólk, ráðleggja því og leysa vanda þess. Auk þess nýtur Jón þess bókstaflega að setja sig inn í mál sem hann er ekki vel kunnugur svo hann hefur verið dýrmætur starfskrafur í verslun þar sem ALLT er til. Hann hefur bæði reynslu og þekkingu á vélum og vélstjórn og mikill snillingur í að umgangast alla hluti á þann hátt að hægt sé að ganga að þeim í lagi þar sem þeim er ætlað að vera. Enda kom víst margt í ljós á lagernum í Axelsbúð eftir að Jón Skafti fór að vinna þar. Þar fundust hlutir sem enginn hafði vitað af lengi (og enginn hefur vitað af síðan Jón hætti!) sem Jón kom svo þannig fyrir á lagernum að hægt var að ganga óhikað að þeim þegar á þeim þurfti að halda.

Axelsbúð hefur að einhverju leyti liðið fyrir það að selja alla mögulega smáhluti í lausasölu. Sala á þeim þýðir ekkert nema mikla þjónustu fyrir lítið verð. Ég keypti þar ítrekað 4 skrúfur og borgaði fyrir 4-8 krónur. Það græðir enginn á þessháttar sölumennsku.

Einhverntíma var ég að lagfæra hlaupahjól sonar míns (já, það hefur komið fyrir!) þurfti ég eitt splitti. Það fékk ég í Axelsbúð. Á sama tíma var ég að láta breyta öllu heima hjá mér og hafði farið nokkrar ferðir í Axelsbúð þennan sama dag. Alltaf eftir einhverju sem kostaði ekki meira en tuttugu krónur. Og stundum þurfti ég þónokkura þjónustu og tíma frá afgreiðslumönnunum. Ég var farinn að skammast mín fyrir að koma hvað eftir annað án þess að kaupa neitt sem kostaði nokkuð að þegar ég var að borga fyrir splittið í hlaupahjólið sagði ég við Axel: Svo ætla ég að fá klípitöng, rautt og grænt rafmagnsteip, Torks, penslasápu, kók og tvö Prins póló.
 
föstudagur, apríl 22
  Blek & byttur
Gleðilegt sumar.
Ég var að skemmta í Aratungu síðata vetrardag. Ég var gestasöngvari með hljómsveitinni Blek og byttur. Það er alveg mögnuð hljómsveit, samsuða af organistum og tónskáldum. Nú og svo var ég á munnhörpudýrinu í Strax í dag og einhverjum lummum líka. Þetta var hörkuskemmtilegt ball. Ekta sveitastuð.

Nú er Gréta farin í bæinn að erindast eitthvað. Ætlar að enda daginn í saumaklúbbi á Kjalarnesinu. Ég verð með krakkana og reyni að láta engum leiðast. Stuð í dag og kósí í kvöld.

Óska ykkur góðrar helgar.
 
þriðjudagur, apríl 19
  Gleymdu ekki
gömlum vini þótt nýir gefist, -segir eitthvert máltæki sem mamma hafði oft yfir mér þegar ég var unglingur. Á sunnudaginn hringi ég í gamlan vin sem ég hef ekki hitt né heyrt í lengi. Við brölluðum margt saman og vorum talsvert saman um nokkurra ára skeið.

Stundum hitti ég á förnum vegi strák sem ég var mikið með þegar ég var í Menntaskólanum á Ísafirði fyrir 15 árum. Afbragðsnáungi. En við höfum ekki haldið neinu sambandi síðan þá.

Það er merkilegt hvernig þetta er með vinskapinn. Stundum endist hann en stundum ekki. Það er eins og tilviljun ráði því hvað endist og hvað ekki í þessu sambandi. Annars er nú lítið um að maður sé eitthvað að hanga með einhverjum körlum núna eftir að maður hefur fest ráð sitt og hefur um annað að hugsa en bara sjálfan sig.
 
  Talandi um glímu
þá hef ég verið að lesa ævisögu Jóhannesar Jósefsson, sem var kenndur við Hótel Borg. Hann var ævintýralega mikill íþróttagarpur og afrek hans eru stórmerkileg. Það skemmtilega við sögu hans er það hversu stórkostlegur stílisti Stefán Jónsson, ævisöguritarinn, er. Honum tekst fullkomlega upp í að koma karaktereinkennum stórafreksmannsins og athafnamannsins til skila. Án þess að nokkuð sé sagt um ýkjur eða grobb Jóhannesar þá skilar hvort tveggja sér í stíl Stefáns. Þessi bók er hreinasta snilld. Saga Jóhannesar er forvitnileg persónan einkar spennandi. En fyrst og fremst er það sem sagt stíllinn sem er skemmtilegur.
 
laugardagur, apríl 16
  Sniðglíma
Hákon er að æfa glímu.
Hann hefur verið að læra glímutökin og fyrstu brögðin. Hann kann að taka menn á hælkrók hægri á hægri og hælkrók hægri á vinstri og einhver fleiri brögð kann hann.

Í kvöld þegar við vorum að horfa á fólk dansa tangó í Íslandi í dag á Stöð 2 sagði hann allt í einu og hljómaði eins og hann talaði af mikilli þekkingu: „Það er eins hann ætli að taka hana á sniðglímu”. Og held að hann hafi trúað því sjálfur að það væri það næsta sem myndi gerast.
 
föstudagur, apríl 15
  Tveir heima
Gréta fór suður til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar í gær. Hún var að fara með myndir sem hún hefur málað í innrömmun til innrammara (Hvert er annars starfsheiti þess sem sérhæfir sig í rammasmíði og innrömmun?). Perla María og Hringur f´rou með mömmu sinni suður. Þannig að þegar ég kom heim úr vinnunni í gær var Hákon nýkominn af glimuæfingu og æfingu í frjálsum. Við vorum bara tveir heima. Um kvöldið kom Hákon svo með mér í fótbolta.

Strákurinn fór því seint að sofa. Og var sko orðinn þreyttur. En það er allt í lagi á fimmtudögum því í sveitinni okkar fara krakkar ekki í skólann á föstudögum fyrr en þeir eru komnir í 4. bekk.
 
fimmtudagur, apríl 14
  Musik, music, tónlist
Nú ætla börnin í barnakórnum að fara að syngja með Sinfó á tónleikum og þau eldri, í kammerkórnum, fá raddæfingu tvö saman í einu með sjálfri Diddú. Það er svakalega mikið tónlistarlíf í kringum mig hérna í sveitinni.
 
miðvikudagur, apríl 13
  Frá tónleikunum í Austurbæ

„Já", söng kórinn
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Kammerkór Biskupstungna og Ólafur Kjartan með taktana á hreinu.
 
  Það er kominn
...miðvikudagur.
 
  Miðvikudagur
... og lífið gengur sinn gang.
 
þriðjudagur, apríl 12
  12. april
Ég á alla vega tvo frændur sem eiga afmæli í dag. Það eru þeir Danni sem er 26 ára og Tobbi sem er líklega 18 ára. Til hamingju strákar.
 
  Sánd
AÐVÖRUN!!!
Þetta er svolítið steikt pæling. Ekki leggjast í lestur þessarar færslu nema að þú sért temmilega steikt/ur fyrir.

Sánd er hugtak sem oft er notað þegar verið er að flytja tónlist eða hlusta á hana. Það hefur nokkuð víðtæka merkingu. Það nær yfir hljóm, hljóð eitt og sér, blöndun hljóða og hvernig til hefur tekist með upptöku þess. Sánd getur líka verið einhver fílingur sem er í gangi við að búa það til og svo margt fleira.

Ég er nú langt frá því að vera sérfræðingur í því sem kallað er sánd. Og er algjör klaufi í að fikta við slíka hluti (það eru sumir mjög flinkir við þetta). En ég hef óskilgreinanlegan smekk fyrir sándi. Sá smekkur er afar sérstakur að því leyti að ég fæ mikla ást á afar afmörkuðu sándi og þá losna ég ekkert við hana. Þá leita ég að einhverju svipuðu í allri músík sem ég heyri. Þetta er óútskýranlegt fyrir mann sem hefur ekki meira vit á þessum efnum en ég hef og skortir kannski orðaforða til að leggja út í umræðu af þessu taginu. Ég hef oft reynt að koma Orra vini mínum Harðarsyni (sem er einn af þessum mönnum sem hefur bæði smekk fyrir sándi og getu til að eiga við það í allskonar tækjum) í skilning um ákveðið trommusánd sem hefur stöku sinnum heillað mig. Og svo eftir að hafa eytt mörgum orðum í að lýsa þessu fyrir honum enda ég kannski á að segja eitthvað á þessa leið: „Þetta hef ég stundum heyrt í útvarpsþættinum sem var á Rás 2 og hét Tengja. Það var þáttur um rokkskotna þjóðlagatónlist í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar. Svo hef ég fundið þetta sánd í gömlum upptökum með Cat Stevens og svo fannst mér íslanska kántrýsveitin The Funerals komast nærri því á fyrri plötunni þeirra. Þetta er aðallega bundið við snériltrommuna en líka heildarhljómblæ alls trommusettsins". Og hljóðmaðurinn er engu nær (en klórar sér sennilega í hökunni og skekkir augabrúnirnar). Honum finnst bara ekkert merkilegt við trommusándið hjá The Funerals.

Þetta er það dásamlega við tónlistina, - við heyrum ekki öll það sama!
 
  Mugison

Mugison
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Frægi kallinn. Fyrir jólin spurði ég hann hvort ástandið væri orðið þannig að fólk væri farið að snúa sér við á eftir honum og benda á hann og svona. Þá var það að byrja sagði hann. Hann kippir sér nú varla upp við það. Alltaf hress og sjálfum sér líkur. Frægðarsólin hefur risið á mjög skömmum tíma. Þegar ég var að reyna að hampa honum eftir fyrstu plötuna nenntu fáir að gefa tónlist hans gaum. En núna, á örskömmum tíma, þekkja hann flestir. Það er bara gott því tónlistin hans er bara æðisleg. Á síðunni hans eru flottar myndir af drengnum.
 
mánudagur, apríl 11
  Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Hákon er utan við sig. Hann gleymir hlutum eins og skólatösku og íþróttafötum út um allt. Þegar hann var í 1. bekk voru keyptar á hann 3 sundskýlur, nokkur pör af vettlingum og 4 húfur. Nú er þetta aðallega sund- og íþróttaföt sem gleymast í sundlauginni og skólataskan í skólanum. Þá er gott að búa í sveitinni þar sem svona sauðsháttur verður fljótt á vitorði þeirra sem starfa á þessum stöðum.

Ég var eins þegar ég var púki. Ég skildi hjólið mitt eftir einhversstaðar og var svo allan daginn að leita að því. Á árunum frá 1979 - 1986 var sundskýla merkt Karli Hallgrímssyni og símanúmerinu 94-7344 í hverri einustu sundlaug á Íslandi þar sem Sunddeild UMFB hafði tekið þátt í móti eða æfingum. Aumingja mamma!
 
  Bubbi best
Fyrst ég er búinn að skrifa hjá mér lög sem ég fíla með Megasi verð ég að gera eins með Bubba. Þetta eru lög sem mér hefur á einhverjum tímapunkti fundist alveg æðisleg:

1. Ísbjarnarblús
2. Hirosima
3. Poppstjarnan
4. Fjólublátt flauel
5. Blóðbönd
6. Þór
7. Móðir
8. Fjöllin hafa vakað
9. Staðið við gluggann
10. Sumarblús
11. Blindsker
12. Afgan
13. Leyndarmál frægðarinnar
14. Hrognin eru að koma
15. Hvernig getur staðið á því?
 
  Best
Að skrifa niður uppáhaldslögin með Megasi er ómögulegt. Það koma svo mörg til greina. En þessi 15 lög komu fyrst upp í hugann þegar ég reyndi:
1. Ragnheiður biskupsdóttir
2. Vögguvísa á 12. hæð
3: Sæmi fróði
4. Tvær stjörnur
5. Þú bíður allvega eftir mér
6. Lítill fjólublár skódablús (mig minnar að það heiti þetta)
7. Ef þú smælar framan í heiminn
8. Ég hef ekki tölu
9. Við Birkiland
10. Á horninu
11. Litlir sætir strákar
12. Útum holt & hólablús
13. Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu
14. Gamla gasstöðin við Hlemm
15. Saga úr sveitinni
 
laugardagur, apríl 9
  Hringur
Hringur er farinn að standa upp og ganga með, eins og það er kallað. Svo æfir hann sig að sleppa sér. Þetta er alltaf skemmtilegur tími.

Meira af Hringi. Hann er svo áhugasamur um strengjahljóðfærin á heimilinu. Ekkert finnst honum meira gaman en að fá að sitja hjá pabba sínum og slá á gítarstrengi. Svo horfir hann á bassann og vill prófa hann líka. Þegar þolinmæði pabba hans er svo á þrotum truflast hann gjörsamlega. Öskrar og æpir.

Staðan er þannig að það eina sem getur tekið athygli hans frá því að borða eru hljóðfærin. Ég ætla ekki að segja að ég sé eitthvað leiður yfir þessum áhuga hans. Vona svo sannarlega að hann sé kominn til að vera. Það er mikils virði að kunna að spila á hljóðfæri.
 
föstudagur, apríl 8
  Megas sextugur #2
Á tónleikunum í gær fannst mér allir flytjendurnir góðir. Menn voru virkilega að vanda sig. Funkstrasse (sem var nú eiginlega Ensími) var með framúrstefnulega útsetningu á Paradísarfuglinum sem ég fílaði vel. Svo var Trabant með lagið Björt ljós borgarljós í fríkaðri útgáfu. Annað var nú svona frekar plain.

Það sem mér þótti skemmtilegast var Dr. Gunni, Valgeri Guðjóns og Hringir, Kombóið, Hljómsveit Pálma Gunnarssonar (þar sem Birgir Baldursson fór hamförum á trommunum), Gímaldin og félagar í 5. herdeildinni, Magga Stína og Hringir. Þetta var bara allt frábært.

Það skal þó tekið fram að atriði Dr. Gunna var mér mjög að skapi. Og Ísfirðingurinn Kusi Halldórs var að gera það virkilega gott á gítarnum í laginu Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu.
 
  Megas sextugur #1
Ég fór á tónleika í gær sem haldnir voru í tilefni af 60 ára afmæli Megasar. Það var heilmikil upplifunun fyrir svona aðdáanda eins og mig. Það sem var náttúrulega skemmtilegast var að fá að taka þátt í tónlistarflutningnum. Ég spilaði með hljómsveitinni sem lék undir söng Kammerkórs Biskupstungna og einsöngvarans Ólafs Kjartans Sigurðssonar. Við fluttum tvo passíusálma eftir Megas og Hallgrím Pé. Krakkarnir stóðu sig rosalega vel. Það er mikil upplifun og skólun að taka þátt í svona konsert. Að fá að upplifa hljóðprufu, umgangast listamennina baksviðs og verða vitni að stórkostlegu spilverki er ómetanlegt.
 
fimmtudagur, apríl 7
  Játning
Ég vil að Ríkið eigi Símann og grunnnetið líka. Ég hefði líka viljað að Ríkið ætti Pósinn. Ég vil eiga vegina, skólana, flugvelli, hafnir, sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Ég hefði viljað að Ríkið sæi um innflutning og endursölu eldsneytis. Ég vil Ríkisútvarp. Ég vil Þjóðleikhús og ég vil hafa Sinfóníuhljómsveit kostaða af Ríkinu.
 
  Mest spilað
Í I-Tunes eru þessi lög mest leikin eins og staðan er í dag:

1. What I Would Say In Your Funeral - Mugison (& Ragga Gísla)
2. Volcano - Damien Rice
3. Passíusálmur #46 - Megas & Kammerkór Biskupstungna
4. 2 Birds - Mugison (& MugiLady)
5. Swing Ding - Mugison (& PapaMug)
 
þriðjudagur, apríl 5
  Bolungavík sigraði BÍ
www.vikari.is
04.04.05 10:52 | Íþróttir | Baldur Smári Einarsson

Lið Bolungarvíkur og BÍ áttust við í deildarbikarkeppni Knattspyrnusambands Íslands á gervigrasvellinum á Torfnesi á laugardaginn. Leiknum lauk með sigri Bolvíkinga sem skoruðu tvö mörk gegn einu marki Ísfirðinga. Pétur Jónsson skoraði bæði mörk Bolvíkinga í leiknum en Guðmndur Guðjónsson skoraði mark Ísfirðinga.
 
föstudagur, apríl 1
  Nye billeder
Komnar nýjar myndir. Smellið á fyrirsögnina.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]