Tilraunavefurinn
sunnudagur, apríl 24
  Verslun Axels Sveinbjörnssonar
Heiðrún vinkkona mín á Akranesi var að segja frá því á blogginu sínu að nú stæði til að loka Axelsbúð. Búðinni þar sem allt fæst og allt er afgreitt yfir borðið (nema þegar menn afgreiða sig sjálfir). Ég ætlaði fyrst að skrifa þessa færslu inn á síðu Heiðrúnar en svo varð hún svo löng að ég ákvað að skelli henni hér inn.

Jón Skafti fóstri minn á Skaganum vann í Axelsbúð þegar ég flutti þangað fyrst. Hann var góður þar. Hann elskar að þjónusta fólk, ráðleggja því og leysa vanda þess. Auk þess nýtur Jón þess bókstaflega að setja sig inn í mál sem hann er ekki vel kunnugur svo hann hefur verið dýrmætur starfskrafur í verslun þar sem ALLT er til. Hann hefur bæði reynslu og þekkingu á vélum og vélstjórn og mikill snillingur í að umgangast alla hluti á þann hátt að hægt sé að ganga að þeim í lagi þar sem þeim er ætlað að vera. Enda kom víst margt í ljós á lagernum í Axelsbúð eftir að Jón Skafti fór að vinna þar. Þar fundust hlutir sem enginn hafði vitað af lengi (og enginn hefur vitað af síðan Jón hætti!) sem Jón kom svo þannig fyrir á lagernum að hægt var að ganga óhikað að þeim þegar á þeim þurfti að halda.

Axelsbúð hefur að einhverju leyti liðið fyrir það að selja alla mögulega smáhluti í lausasölu. Sala á þeim þýðir ekkert nema mikla þjónustu fyrir lítið verð. Ég keypti þar ítrekað 4 skrúfur og borgaði fyrir 4-8 krónur. Það græðir enginn á þessháttar sölumennsku.

Einhverntíma var ég að lagfæra hlaupahjól sonar míns (já, það hefur komið fyrir!) þurfti ég eitt splitti. Það fékk ég í Axelsbúð. Á sama tíma var ég að láta breyta öllu heima hjá mér og hafði farið nokkrar ferðir í Axelsbúð þennan sama dag. Alltaf eftir einhverju sem kostaði ekki meira en tuttugu krónur. Og stundum þurfti ég þónokkura þjónustu og tíma frá afgreiðslumönnunum. Ég var farinn að skammast mín fyrir að koma hvað eftir annað án þess að kaupa neitt sem kostaði nokkuð að þegar ég var að borga fyrir splittið í hlaupahjólið sagði ég við Axel: Svo ætla ég að fá klípitöng, rautt og grænt rafmagnsteip, Torks, penslasápu, kók og tvö Prins póló.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]