Tilraunavefurinn
þriðjudagur, apríl 12
  Sánd
AÐVÖRUN!!!
Þetta er svolítið steikt pæling. Ekki leggjast í lestur þessarar færslu nema að þú sért temmilega steikt/ur fyrir.

Sánd er hugtak sem oft er notað þegar verið er að flytja tónlist eða hlusta á hana. Það hefur nokkuð víðtæka merkingu. Það nær yfir hljóm, hljóð eitt og sér, blöndun hljóða og hvernig til hefur tekist með upptöku þess. Sánd getur líka verið einhver fílingur sem er í gangi við að búa það til og svo margt fleira.

Ég er nú langt frá því að vera sérfræðingur í því sem kallað er sánd. Og er algjör klaufi í að fikta við slíka hluti (það eru sumir mjög flinkir við þetta). En ég hef óskilgreinanlegan smekk fyrir sándi. Sá smekkur er afar sérstakur að því leyti að ég fæ mikla ást á afar afmörkuðu sándi og þá losna ég ekkert við hana. Þá leita ég að einhverju svipuðu í allri músík sem ég heyri. Þetta er óútskýranlegt fyrir mann sem hefur ekki meira vit á þessum efnum en ég hef og skortir kannski orðaforða til að leggja út í umræðu af þessu taginu. Ég hef oft reynt að koma Orra vini mínum Harðarsyni (sem er einn af þessum mönnum sem hefur bæði smekk fyrir sándi og getu til að eiga við það í allskonar tækjum) í skilning um ákveðið trommusánd sem hefur stöku sinnum heillað mig. Og svo eftir að hafa eytt mörgum orðum í að lýsa þessu fyrir honum enda ég kannski á að segja eitthvað á þessa leið: „Þetta hef ég stundum heyrt í útvarpsþættinum sem var á Rás 2 og hét Tengja. Það var þáttur um rokkskotna þjóðlagatónlist í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar. Svo hef ég fundið þetta sánd í gömlum upptökum með Cat Stevens og svo fannst mér íslanska kántrýsveitin The Funerals komast nærri því á fyrri plötunni þeirra. Þetta er aðallega bundið við snériltrommuna en líka heildarhljómblæ alls trommusettsins". Og hljóðmaðurinn er engu nær (en klórar sér sennilega í hökunni og skekkir augabrúnirnar). Honum finnst bara ekkert merkilegt við trommusándið hjá The Funerals.

Þetta er það dásamlega við tónlistina, - við heyrum ekki öll það sama!
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]