Leikurinn
Ofboðslega stóðu þær sig vel stelpurnar í fotboltalandsliðinu í leiknum gegn Írunum. Þvílíkt sem þær voru samstíga í öllum aðgerðum og vissu upp á hár hvað þær voru að gera. Þetta er greinilega gott lið.
Ég horfði á allan leikinn sjónvarpinu. Mér fannst þær standa sig best Ásta sem var hægri bakvörður og hafsentarnir, þá sér í lagi Guðrún Sóley. Auðvitað lek hún líka vel hægri vængmaðurinn, Dóra María sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Svo er það alltaf þannig að sjónvarpið getur ekki sýnt manni nema pínulítið brot af þvi sem gerist í leiknum. Ég hef þess vegna grun um að miðjumennirnir, og þá sérstaklega Edda Garðarsdóttir, hafi líka staðið vel fyrir sínu. En auðvitað var þetta leikur sem vannst á samstöðu leikmanna. Allar gerðu sitt og gættu þess að styðja hverja aðra í því.