Tilraunavefurinn
miðvikudagur, maí 21
  Upptaka
Eftir hádegið slæptist ég í vinnunni og í stað þess að vinna nokkuð lék ég mér við að taka upp lag sem ég samdi fyrir nokkru. Ég hætti ekki fyrr en það var komin einhver mynd á þetta hjá mér. Þá brenndi ég útkomuna á disk og sendi í Sjómannalagakeppni Rásar 2. Ég þykist vera mjög mikill sjóari í þessum texta. Og það er vísað í heimahagana og líka á Skipaskaga. Það er hljómsveitin B-vaktin sem flytur lagið. Mér finnst það svo frystitogaralegt nafn. Lítur ekki út fyrir að það séu meðlimir áhafnar einhvers togara sem skipi hljómsveit með nafni eins og því? En ég er bara einn í hljómsveitinni. Ég samdi lagið og textann, púslaði saman trommulúpum, spilaði píanó og hljómborðsbassa, munnhörpur og gítara, söng og raddaði, hljóðblandaði og skilaði geisladiski með laginu á í eigin persónu í Útvarpshúsið. Auðvitað hefði ég viljað gera þetta betur en frestur til að skila laginu rennur út á morgun og svo átti ég erindi til Reykjavíkur í dag.

Ef lagið mitt kemst í úrslit þessarar keppni fer það í spilun innan skamms og þið sem þekkið mig munuð þekkja það á djúpu barritónröddinni og vísununum í útvegssögu Bolungavíkur og Akraness.
 
Ummæli:
Þú rúllar þessu upp ef ég þekki þig rétt.
baráttukv
Halli
 
Mér hefur aldrei fundist þú vera neitt sérstaklega sjómannslegur, Kalli minn.

En þú tókst þig vel út með kaffifantinn forðum í Akraborginni, rétt eins og ég. :)

Kv, Orri.
 
Menn eru aldrei sjómannalegir, mann hafa þetta bara í blóðinu. Um æðar okkar Karls rennur ósvikið sjómannablóð
 
Ég leyfi mér að efast um að þetta sé genetískt, Halli minn. En vissulega mótast menn að miklu leyti af umhverfi sínu.

Annars var ég góður til sjós forðum á Húsavík, enda er mér fyrirmunað að verða sjóveikur. Ég er bara alltof núrótískur til langdvala á hafi úti.

Kv, Orri.

Ps: Ertu annars enn fyrir norðan, Halli minn?
 
Hana nú. Trúbadorarnir bara farnir að skrifast á inni á athugasemdakerfinu hjá mér.

Eins og allir aðrir Íslendingar er ég kominn af sjómönnum, en það er nú farið að þynnast út í minni kynslóð og mér hefur oft tekist að æla í sjóinn, meira að segja úr Akraborginni. Það er ekki til í mér sjóari. Ég verð svo auðveldlega sjóveikur. Ég varð meira segja feginn að komast í land í fyrra þegar ég fór með krökkunum mínum í skemmtisiglingu á Þorláki, sem ku vera sérsdeilis gott sjóskip, inn rennislétt Ísafjarðardjúp í sól og blanka logni. Þú veist ekki Orri hvað það gat verið erfitt að sitja með þér í Akraborginni. Því ef maður kaus að gera það þurfti maður að sitja reykmegin í farþegarýminu og þar leið mér sínu verr en hinu megin. En Halli er náttúrulega alvöru sjóari. En það þarf engan sjóara til að semja eða flytja sjómannalag - ekki voru það sjómenn sem sömdu Akraborgarlagið!

Orri, hvað er að vera núrótískur. Orðabókin mín gefur það ekki upp.
 
Kalli, þú beittir nú einu sinni
1/2 bala, er það ekki partur af sjómennsku??
 
Gott komment frá mömmu þinni, Kalli. Ég ætla einmitt að segja þig beitningarlegan, fremur en sjómannslegan :)

Annars er ég sammála fyrsta kommenti Halla. Þú rúllar þessu upp, ég hef enga trú á öðru.

Núrótískur = neurotic. (taugasjúklingur)
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]