Arnór í landsliðinu
Mikið fannst mér ánægjulegt að fylgjast með knattspyrnumanninum Arnóri Smárasyni koma inn í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Arnór var nemandi í umsjónarbekknum mínum á Skaganum þannig að ég þekki hann og veit þess vegna að hann er búinn að stefna að landsliðssæti mjög lengi og er búinn að leggja mikið á sig til að verða þetta góður í fótbolta. Hann var því að uppskera í gær. (Nú akkúrat í þessu ríður þessi líka svakalegi jarðskjalfti yfir svæðið - ég er með hálfgerða sjóriðu.) Ég held að Arnór eigi eftir að spila fleiri landsleiki. Hann er svo metnaðargjarn að ég trúi því ekki að hann láti staðar numið hér.
Arnór tengist Bolungavík ekki neitt. En Anna Sólveig, stóra systir hans, er kona Sigurjóns Jónssonar (Gunnu á Gili og Jóns Vignis Hálfdánssonar frá Hóli). Og svo var kærastinn hennar Stefaníu frænku hans Sigurjóns í hægri bakverðinum í leiknum í gær - og mér fannst hann nú vera með betri mönnum liðsins í þetta skiptið.