Tilraunavefurinn
fimmtudagur, maí 29
  Arnór í landsliðinu
Mikið fannst mér ánægjulegt að fylgjast með knattspyrnumanninum Arnóri Smárasyni koma inn í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Arnór var nemandi í umsjónarbekknum mínum á Skaganum þannig að ég þekki hann og veit þess vegna að hann er búinn að stefna að landsliðssæti mjög lengi og er búinn að leggja mikið á sig til að verða þetta góður í fótbolta. Hann var því að uppskera í gær. (Nú akkúrat í þessu ríður þessi líka svakalegi jarðskjalfti yfir svæðið - ég er með hálfgerða sjóriðu.) Ég held að Arnór eigi eftir að spila fleiri landsleiki. Hann er svo metnaðargjarn að ég trúi því ekki að hann láti staðar numið hér.

Arnór tengist Bolungavík ekki neitt. En Anna Sólveig, stóra systir hans, er kona Sigurjóns Jónssonar (Gunnu á Gili og Jóns Vignis Hálfdánssonar frá Hóli). Og svo var kærastinn hennar Stefaníu frænku hans Sigurjóns í hægri bakverðinum í leiknum í gær - og mér fannst hann nú vera með betri mönnum liðsins í þetta skiptið.
 
Ummæli:
Er allt í lagi með ykkur þarna Kalli minn???

Mér varð nú bara strax hugsað til ykkar þegar að ég heyrði um skjálftann..

Bestu kveðjur,
Heiðrún

P.s. að sjálfsögðu er ég búin að kjósa lagið þitt!!
 
Já það var virkilega gaman að sjá drenginn þarna og greinilegt að þarna er framtíðarleikmaður á ferð.
Annars er mér minnistætt að einu sinni ætlaði ég mér að leggja stund á golf íþróttina. Ég hafði eitt heilu sumri í stífar æfingar og taldi mig vera orðin ,,ja ,,sæmilega spilandi,,,, . Einn morguninn mætti ég galvaskur upp á golfvöll og ungur drengur var þar að gera sig kláran á fyrsta teig og spurði hvort að hann mætti rölta með mér hring. Ég vildi nú ekki vera leiðinlegur fyrst ég vissi hver stráksi var og við hófum leik......... Til þess að gera langa sögu stutta þá var þetta Arnór 8-10 ára gamall og hann gersamlega tók mig í kennslustund, annað eins sjálfsöryggi hef ég aldrei séð, síðan hef ég ekki séð þennan litla dreng fyrr en í landsleiknum um daginn og ég sá að sjálfsöryggið er enn á sínum stað.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]