Tilraunavefurinn
miðvikudagur, maí 14
  Í 1. sæti á Billboard
Ég rakst á bloggfærslu hjá Þorgeiri, framkvæmdastjóra Sinfóníunnar og Ljótum hálfvita (ég þekki hann ekki - ég bara rataði inn á bloggsíðu hans af síðu Ylfu Mistar, sem hefur starfað með honum í áhugaleikfélaginu Hugleik, sem Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur sagði mér í óspurðum fréttum úr höfuðstaðnum að væri eina leikfélagið, að atvinnuleikhúsunum meðtöldum, sem gerði nokkuð af viti er tengdist leiklist í henni Reykjavík. Og Ylfu Mist þekki ég ekki heldur - en hún á heima í Bolungavík og þess vegna finnst mér kannski eins og ég þekki hana og auk þess verslum við Gréta oft við svo almennilegan mann sem er giftur föðursystur hennar og spyr okkur iðulega frétta að vestan og getur spjallað þessi ósköp um heimsóknir sínar til Bolungavíkur. Og Árna Björnsson þekki ég ekki heldur - en við höfum einu sinni unnið saman að tónlistarflutningi á kvöldvöku sem tileinkuð var Bellman - sem Árni þekkir betur en flestir Íslendingar).

Jæja, þetta var nú útúrdúr. Í bloggfærslu Þorgeirs þessa var hann að benda á heimasíðu sem tengir saman dagsetningar og lagið sem var á toppnum á Billboard vinsældarlistanum. Þannig gat ég t.a.m. komsit að því að Billy Preston var á toppnum 1. júlí 1973 með lagið Will it go around in circles.

Þorgeir spyr lesendur hvort þeir viti hvert þeirra lag sé. Ég er að hugsa um að stela þeirri hugmynd frá honum og biðja ykkur sem nennið að gefa ykkur tíma til að gá að þessu um að láta þess getið hér á athugasemdakerfinu hvaða lag sat á toppi listans daginn sem þið fæddust.
 
Ummæli:
Nær þessi listi fram yfir miðja síðustu öld?
 
Myndi segja að þetta væri solid.

"I Love Rock 'n Roll" by Joan Jett & the Blackhearts

Karvel Pálmason
 
"Don't Go Breaking My Heart" by Elton John & Kiki Dee

ER enn ad spa i hvada merkingu eg a ad leggja i thetta lag :)

kv. Erla Ingvarsd.
 
Honky Tonk Women" by The Rolling Stones
 
Jæja, þurfti að hlusta á lagið áður en ég gef það upp, s.s. pabbi þinn og ég erum í sama mánuði og ári og eigum þar af leiðandi sama lagið „That Lucky Old Sun“ með Frankie Laine, væmið lag og frekar óspennandi og engin sem þekkir það (enda frá miðri síðustu öld), vildi frekar lagið hans Atla eða Örvars :)
 
Ég er með "Ring My Bell" með Anita Ward. Örvar er með "Another break In The Wall" með Pink Floyd og Andrea er með lagið "Foolish" með Ashanti (hef ekki hugmynd um hvaða lag það er).
 
Sæll Kalli minn!
Alltaf gaman að kíkja á bloggið
hjá þér. Ég á náttúrulega sama
afmælisdag og pabbi þinn,
en er af betri árgerð "64.
Lagið sem var á toppnum þá var.
Baby Love með The Supremes.

Kærar kveðjur til allra
Kristján A.
 
Brown Sugar - The Rolling stones
Alltaf jafn heppinn hmmm.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]