Fermingarafmæli
Um sjómannadagshelgina, eða á sjómannadagshelginni, eins og sagt er fyrir vestan, ætlum við að hittast krakkarnir sem fermdumst í Hólskirkju í maí 1987 og fagna 20 ára fermingarafmæli. Ég hlakka mikið til að hitta krakkana. Mætingin verður góð, en það eru nokkrir sem ekki eiga heimangengt sem gaman hefði verið að hitta.
Þegar ég fermdist var þessi ríkisstjórn við völd á Íslandi. Rúmum mánuði síðar var reyndar komin ný ríkisstjórn.