Tónlistargetraun gærdagsins

Rétta svarið er komið en ég var búinn að hafa fyrir því að semja 3. vísbendinguna. Birti hana hér með myndunum sem ég vísaði til.

3. vísbending
Eitt af áhugasviðum hans var stærðfræði og í tónsmíðum hans gegna tölur oft mikilvægu hlutverki.
Þetta tónskáld átti það til að merkja verk sín með undirskrift líkt og málarar gera. Þá lýkur hann verkinu á nótum sem hann notar til að stafa nafn sitt. Þær liggja saman á hljómborðinu.
Hann kynntist ungur orgelsmíði. Þekkingu hans á innviðum orgelsins telja sumir vera forsendu þess hve vel honum gekk að skrifa tónlist fyrir orgel.