Tilraunavefurinn
miðvikudagur, apríl 4
  Tónlistargetraun gærdagsins


Rétta svarið er komið en ég var búinn að hafa fyrir því að semja 3. vísbendinguna. Birti hana hér með myndunum sem ég vísaði til.

3. vísbending
Eitt af áhugasviðum hans var stærðfræði og í tónsmíðum hans gegna tölur oft mikilvægu hlutverki.

Þetta tónskáld átti það til að merkja verk sín með undirskrift líkt og málarar gera. Þá lýkur hann verkinu á nótum sem hann notar til að stafa nafn sitt. Þær liggja saman á hljómborðinu.

Hann kynntist ungur orgelsmíði. Þekkingu hans á innviðum orgelsins telja sumir vera forsendu þess hve vel honum gekk að skrifa tónlist fyrir orgel.
 
Ummæli:
Sæll Karl,
þakka þér fyrir þessar skemmtilegu getraunir. Ég les þær mér til skemmtunar (gettu betur er búið núna, fyllir í þá eyðu).

En mig langar að spyrja hversu lengi þú hefur verið "Bolvíkingur að heiman", því neðarlega á hægri spalta síðunnar er hlekkur á heimasíðu kaupstaðarins með heitinu "Bolungavík"?!

kær kveðja,
Kriss
 
Sæll Kriss.
Þú mátt endilega taka þátt í leiknum.
Ég skil ekki hvað þú átt við í seinni efnisgrein athugasemdarinnar. Geturðu útskýrt það fyrir mér? Saknarðu err? Er það málið?
 
Já, ég saknaði "r"-sins. Má líka segja Bolungavík, eða er þetta sérstakt "lingó" innfæddra?

- Kriss
 
Sum viljum við ekki errið. Það er nú bæði af því að við erum alin upp við að sleppa því og af því að það er málfræðilega eðlilegra að sleppa því.

Nf. bolungar
þf. bolunga
þgf. bolungum
ef. bolunga

Hvort sem um eignarfallssamsetningu orðisins er að ræða eða stofnsemsetningu (sem tekur þolfallið af fyrra orðinu) er rétt að skrifa Bolunga + vík.

Mér er sagt að hitt, að hafa err, hafi komið til þegar einhverjir „fínir" Víkarar fóru í burtu í skóla. Að þeim hafi þótt meira til nafnsins koma þegar þeir gátu sagt svona flott og áberandi err inn í miðju orði. „Ég er frá BolungaRRRRvík."
Þetta er þá ekki nema svona 50 ára ósiður.

Sagan er sennilega lygi. En kjarni málsins er sá að við Bolvíkingar höfum ekki, eftir að einhverjir okkar tóku fyrst upp á því að skrifa err í heiti staðarins, komið okkur saman um það hvort það eigi að vera þar eða ekki.
 
Málfræðingar segja (líklega til að hafa alla góða) að hvorutveggja sé rétt en í okkar nánustu fjölskyldu skrifum við þetta svona og ekkert múður. Þeir sem óhlýðnast því eru reknir að heiman !!
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]