Tilraunavefurinn
föstudagur, mars 31
  Líf og fjör á Núpi í Dýrafirði 1985
Meistarar í 5. flokki í fótbolta á æskulýðshátíðinni Líf og fjör á Núpi í Dýrafirði 1985: UMFB.

Hér kemur færsla fyrir Bolvíkingana. Ég bið þá sem léku með mér í 5. flokki UMFB árið 1985 og lesa þetta að kvitta í kommentin. Svo væri líka gaman ef einhver gæti rifjað upp eitthvert skemmtilegt atvik frá þessu móti. Ég man alveg heilmargt, bæði af fótboltamótinu og öðru sem við gerðum þessa helgi á Núpi. Hvað munið þið?

Fótboltinn var leikinn á túninu fyrir framan skólahúsið á Núpi. Annar hálfleikurinn var leikinn niðurámóti en í hinum hálfleiknum þurfti að sækja á brattann. Úrslitaleikurinn var leikinn á stórum grasvelli að viðstöddu fjölmenni. Ég var á eldra árinu. Jafngamlir mér í liðinu voru Rúnar frændi minn og Gummi Hrafn (Pétur Pé var örugglega ekki með okkur á þessu móti). Ég man ekki alveg hvernig liðið var í úrslitaleiknum en ég man þó að Albert þjálfari lét okkur kjósa um tvær mögulegar uppstillingar. Ég var í marki í annarri þeirra en hin varð hlutskarpari. Ég hafði verið sviptur fyrirliðatigninni í þessu móti. Fyrirliði var Jónas Vilhelms. Hann lyfti bikarnum sem við fengum. Ég man að mér þótti það svolítð súrt því yfirleitt var ég fyrirliði þegar ég var á eldra árinu, en ég lét lítið á því bera og reyndi að bera mig karlmannlega. Jónas var alltaf svo fínn náungi. Vinur minn, Halli Pé, var okkar langbesti maður, þó hann væri á yngra ári. Hann átti stórleik í úrslitaleiknum gegn ÍBÍ.

Við hljótum að hafa leikið 4-4-2. Man einhver hvernig liðið var skipað?
 
Ummæli:
Mér finnst líklegt að yngra árið hafi verið uppistaðan í liðinu, ´74 þótti lengi vel efnilegur árgangur
 
Var ekki Grafík að spila á laugardagskveldinu?
 
Jæja mér finnst viðeigandi að fyrirliði liðsins taki til máls hérna.Ég held að ég eigi mynd af okkur einhvers staðar...uppistaða liðsins vorum við í 74 árganginum og ég man að við vorum 2-0 undir eftir fyrri hálfleik en skeltum 3 á þá í seinni. Mér þikir nú fyrir þvi að frændi sé sár yfir að hafa ekki verið fyrirliði í þessum leik...ef ég man rétt þá er það sennileg seinna árið mitt 5 flokk sem við gerðum íslandsmetið í markaskorun 128 mörk og 4 á okkur í 10 leikjum...tókum þá Ísfirðinga 13-2 eftir að hafa lent 2-0 undir...kv Jónas Vilh
 
Sælir allir, Láki hægri bak hérna :-) ég man við vorum dálítið í því að vera 2-0 undir á móti íbí á þessum tíma en leikirnir þeir enduðu nú samt einhvern vegin alltaf 2-3 fyrir okkur, Siggi Sam átti ekki sjéns í Centerana okkar.
Kv Þorlákur R
 
Sæll Kalli.
Ég man vel eftir thessu moti. Eg brákadist a thumalfingri eftir samstud vid frænda minn Petur Grétars og misst thara af leidandi af æfingabúdum med sundfélaginu á Flateyri vikuna eftir. Ég man vel eftir leiknum, Rúnar meiddi sig og fór útaf en jafnadi sig fljótt en fékk ekki ad koma inná aftur, man ekki hver kom inná í stadinn. Ég man ad ég fékk thad hlutverk ad taka margar aukaspyrnur, sem ég skil lítid í í ljósi thess hve lélegur ég er og var í fótbolta, en kannski ad ég gat skotid boltanum lengra en adrir (enska taktíkin). Ég man líka eftir fótboltaleiknum med Helgi Bjørns og thá sérstaklega fyrir tuddaskabinn í honum gangnvart okkur guttunum, hann hefur ørugglega verid fullur kallinn. En annars var thetta skemmtileg helgi og ég held ad ég eigi einhversstadar enn verdlauna-peninginn.
...Jonas, reyndu ad finna thessa mynd sem thú taladir um og sendu kalla hana...thad væri gaman ad sjá hversu ófrídur madur var á thessum tíma.

Kvedjur. Gummi Arngrøimss
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]