Tilraunavefurinn
sunnudagur, apríl 25
  Hver er Víkarinn?
Jæja, loksins hitti ég Víkara á förnum vegi. Við hittumst í apótekinu á Glerártorgi. Hann var í heimsókn hér á Akureyri hjá frændfólki sínu. Mér sýndist hann vera á ferð þarna í verslunarmiðstöðinni með móðurbróður sínum og systursyni föður síns. En hvorugur þeirra þekkti mig. Annar þeirra hefði nú samt átt að gera það - finnst mér - því við eru það mikið skyldir. Ég þekkti hann alla vega.

Til vísbendingar segi ég þetta. Hann heitir tveimur nöfnum. Upphafsstafirnir í nöfnunum tveimur eru nágrannar í stafrófinu og í nafninu hans koma þeir fyrir í réttri röð. Bæði nöfnin enda á sveifluhljóði.

Hver er Víkarinn?
 
laugardagur, apríl 24
  Perla og fingurinn
Það kemur stundum yfir mig þetta líka mikla stolt vegna þess hve börnin mín geta verið yndisleg og dugleg. Í dag varð ég vitni af því þegar dóttir mín tók því með einstakri ró og yfirvegun þegar hún hafði klemmst illa á útihurðinni hérna heima; mölbrotið fremsta hlutann af löngutöng vinstri handar og sneitt hann hreinlega af hendinni utan smá húðflipa sem hann hékk á.

Ég fylgdi henni á slysadeildina þar sem handasérfræðingur var kallaður út til að tjasla fingrinum saman. Það hefur vonandi tekist. Allan tímann var hún hin rólegasta, treysti fagfólkinu til að sinna þeirra verkum, tók vel eftir því sem við hana var sagt og hjálpaði til. Hafði svo orð á því hve henni þætti nú leiðinlegt að komast ekki til að taka próf í tónlistarskólanum, eins og hún hafði verið spennt fyrir því. Hún var meira að segja farin að blístra lagstúf áður en við yfirgáfum sjúkrahúsið. En nú þarf hún að fara sér hægt og vera gætin svo fingurinn fái frið til að gróa saman.
 
laugardagur, apríl 10
  Söngkeppnin
Ég skrifa þetta þegar allir keppendur í Söngkeppni framhaldsskólanna hafa lokið við að syngja. Og ég segi eins og maðurinn: Það er ekkert réttlæti til ef stelpan frá MR vinnur þetta ekki! Hún er með langbesta atriðið.

Annars eru nokkrir góðir þarna. Fleiri slappir. Sólmundur vinur minn á dóttur sem tók þátt fyrir Sauðárkróksskólann og stóð sig bara vel. Svo er náttúrulega gaman að því að Bolvíkingar eiga tvo fulltrúa í þetta skiptið (held ég alla vega). Keppandinn frá Laugum, Bryndís Elsa, er örugglega dóttir Gauja Manga Ragg og Sjafnar og keppandinn frá MÍ, Elísabet, held ég að sé dóttir Trausta í Tungu og Hjördísar trúbaskvísu. Þær stóðu sig báðar reglulega vel. Þær toppa þó ekki frammistöðu Bigga Olgeirs frá því fyrir nokkrum árum. Sá gerði það gott í þessu. Sjálfur var ég með í þessu ´91 og ´93 án þess að slá beinlínis í gegn. En mikið hafði ég nú gaman að þessu.

En ég segi bara áfram MR. Megi sá besti sigra.
 
fimmtudagur, apríl 8
  Plata
Þótt ég hafi skrifað síðustu færslu hér að framan 1. apríl er hún ekkert gabb. Ég mun gera plötu í sumar. Eins gott að þú kaupir hana!
 
fimmtudagur, apríl 1
  Persónuleg stórtíðindi
Ég hef tekið ákvörðun um að næsta skref í brölti mínu á tónlistarsviðinu verði gerð sólóplötu. Upptökurnar verða gerðar í sumar. Ég tók endanlega ákvörðun um þetta í gær og hef ekki hugsað um annað síðan.

Ég er kominn vel á veg með að undirbúa lögin fyrir upptökur. En í mörgu skortir mig þekkingu og reynslu þegar kemur að upptökuvinnu og því er ég búinn að ráða upptökustjóra og upptökumann til að vinna með mér. Ég vil ekki sleppa hendinni alveg af lögunum mínum og því munum við fara sameiginlega með stjórnina á þessu verkefni. Það er ekki sjálfsagt að upptökustjóri vinni þannig. Stundum er það samt gert.

Sá sem ég hef ráðið í verkefnið hefur það sem mig vantar. Hann er annálaður fyrir nákvæmni, vandvirkni og smekkvísi í útsetningum, hljóðfæraleik og hljóðblöndun og handbragðið leynir sér ekki þar sem hann hefur komið að verki. Ég þekki vel til þess og kann að meta það. Hann gekk að því að vinna þetta MEÐ mér en ekki FYRIR mig. Það skiptir mig miklu máli. Ég veit að við verðum gott teymi. Enginn maður þekkir betur þá sýn og þann smekk sem ég hef á hinum ýmsu afmörkuðu þáttum dægurtónlistar en hann. Við erum ágætir vinir og höfum þekkst lengi. Við höfum margoft hlustað saman á uppáhaldstónlistina okkar og diskóterað hana í þaula. Smekkur okkar fer oft saman, en við erum stundum ósammála. En við höfum aldrei rifist. Okkur hefur borið gæfa til að virða skoðanir hvor annars. Í þessu verkefni gætum við þurft að koma okkur saman um hvert einasta smáatriði. En ég hef engar áhyggjur af því. Hann veit hvað ég vil, ég veit hvað hann getur. Þetta getur ekki klikkað. Ég og Orri Harðarson munum gera góða plötu.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]