Tilraunavefurinn
fimmtudagur, apríl 1
  Persónuleg stórtíðindi
Ég hef tekið ákvörðun um að næsta skref í brölti mínu á tónlistarsviðinu verði gerð sólóplötu. Upptökurnar verða gerðar í sumar. Ég tók endanlega ákvörðun um þetta í gær og hef ekki hugsað um annað síðan.

Ég er kominn vel á veg með að undirbúa lögin fyrir upptökur. En í mörgu skortir mig þekkingu og reynslu þegar kemur að upptökuvinnu og því er ég búinn að ráða upptökustjóra og upptökumann til að vinna með mér. Ég vil ekki sleppa hendinni alveg af lögunum mínum og því munum við fara sameiginlega með stjórnina á þessu verkefni. Það er ekki sjálfsagt að upptökustjóri vinni þannig. Stundum er það samt gert.

Sá sem ég hef ráðið í verkefnið hefur það sem mig vantar. Hann er annálaður fyrir nákvæmni, vandvirkni og smekkvísi í útsetningum, hljóðfæraleik og hljóðblöndun og handbragðið leynir sér ekki þar sem hann hefur komið að verki. Ég þekki vel til þess og kann að meta það. Hann gekk að því að vinna þetta MEÐ mér en ekki FYRIR mig. Það skiptir mig miklu máli. Ég veit að við verðum gott teymi. Enginn maður þekkir betur þá sýn og þann smekk sem ég hef á hinum ýmsu afmörkuðu þáttum dægurtónlistar en hann. Við erum ágætir vinir og höfum þekkst lengi. Við höfum margoft hlustað saman á uppáhaldstónlistina okkar og diskóterað hana í þaula. Smekkur okkar fer oft saman, en við erum stundum ósammála. En við höfum aldrei rifist. Okkur hefur borið gæfa til að virða skoðanir hvor annars. Í þessu verkefni gætum við þurft að koma okkur saman um hvert einasta smáatriði. En ég hef engar áhyggjur af því. Hann veit hvað ég vil, ég veit hvað hann getur. Þetta getur ekki klikkað. Ég og Orri Harðarson munum gera góða plötu.
 
Ummæli:
Þetta var ekki færsla um meinta Víkara :)
Fín ákvörðun og ég reikna með að kaupa plötu.
 
Frábært! Til hamingju með ákvörðunina.

Ef svo ólíklega vildi til að þig vantar bassalega aðstoð og heldur að þú getur notað mig þá væri það heiður.
 
Takk fyrir rausnarlegt boð Sigurdór. Gæti komið sér vel að eiga þetta tromp uppi í erminni.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]