Tilraunavefurinn
sunnudagur, febrúar 28
  Söngur og spilerí
Ég spilaði fyrir dansi í afmælisveislu í gær. Ég var svolítið við þetta áður en ég flutti norður. Búa til stuð í svona í tiltölulega fámennum samkomum í litlum veislusölum. Fyrir sunnan hafði ég fyrir reglu ef beðið var um að ég léki fyrir dansi að fá til liðs við mig einhverja vini eða kunningja sem eru þrautreyndir af spilamennsku og hafa gott eyra fyrir samspili. Þá þarf ekki að æfa fyrir hvert skipti, heldur get ég verið viss um að hinir spilararnir þekki lögin og hafi oft spilað þau og hafi eyra og næmi til að átta sig á því hvað ég er að fara um leið og við spilum. Oft var Hnífsdælingurinn Kristján Freyr með mér í þessu, oft bassaleikararnir Hilmar Örn eða Sólmundur og svo duttu svona hinir og þessir inn í eitt og eitt skipti. Í gærkvöldi fékk ég margreyndan trommara til að elta mig og slá hjá mér taktinn. Það var hann Leibbi, en hann hefur m.a. trommað með Hljómsveit Ingimars Eydal, Bravó og Upplyftingu. Það var virkilega gott að spila með Leibba. Ekkert mál!
 
  Hver er Víkarinn?
Hitti lengsta Vestfirðinginn á Eyjafjarðarsvæðinu í Bónus á föstudaginn?

Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, febrúar 24
  Hver er Víkarinn?
Á Ísafirði hitti ég gamlan kunningja sem mér var hlýtt til þegar ég var púki að alast upp í Víkinni. Hann reyndist mér jafnan vel er við áttum ýmiskonar samskipti í kringum fyrstu ábyrgðarstörfin sem ég valdist til í félagsmálum. Börnin hans eru svolítið yngri en ég svo ég þekki þau ekki og hann fluttist frá Bolungavík um svipað leyti á ég fór í Menntaskólann. Hann hefur starfað við ýmislegt til sjós og lands. Er með meirapróf og menntun í fagi sem hann starfaði við í Víkinni í nokkur ár. Ég efast um að hann gengist við því að vera Víkari!

Hver er Víkarinn?
 
þriðjudagur, febrúar 23
  Ekki dauður

Hæ.
Langt síðan ég hef skrifað hér.
Afsakið.
Mér fannst bara einhvernveginn eins og allir væru hættir að lesa.
En svo,....
... fór ég vestur um helgina og hitti nokkra einstaklinga sem lögðu fram formlega kvörtun um lítil innlegg á þennan vef minn. Og þetta hefur alla tíð verið hugsað sem bréf heim til Bolungavíkur. Ég ætla að reyna að standa mig betur og skrifa eitthvað meira hér en ég hef gert að undanförnu.

Ég fór sem sagt vestur. Það var vetrarfrí hjá mér og krökkunum. Það var gott að koma heim. En mér lá samt fullmikið á heim aftur. Ók útaf í Hnífsdal og eyðilagði bílinn minn. Við erum samt öll ósködduð. Ég fékk duglegt kjaftshögg og myndarlegt mar á framhandlegg. Annað var það ekki. Nú þarf ég bara að ganga í það að finna annan fjölskyldubíl handa okkur og aka svo eins og maður.

Krökkunum þykir alltaf svo gaman að koma vestur. Það er svo vel hugað um okkur á Holtastígnum. Í þetta skiptið hittum við óvenju margt fólk sem voru gestir í Víkinni eins og við. Það var margt um að vera þessa helgina.

Ég spilaði aðeins með Benna Sig og Halldóri Smárasyni í Kjallaranum, tók svo heilt gigg sem mandólínleikari á Ísafirði með Gumma Hjalta og félögum í Megakukli. Þeir kóvera Megas. Það var gaman. Það er svo gaman að spila á mandólín. Og þessa músík sem ég þekki svo vel og finnst svo áheyrileg og skemmtileg. Bara frábært. Reynar fengu þeir hinir allir borgað í bjór en ég var á bíl svo á tímabili þótti mér ekkert æðislega gaman. Það er ekki gaman að upplifa band sem maður er að leika með verða vont vegna ölvunar þeirra sem eru að spila með manni. En ég hef svosem staðið í þessum sporum áður. En þetta slapp nú til í þetta skiptið - varð eiginlega bara hluti af sýningunni af því þetta ástand varði ekki í margar mínútur. Það kom mér á óvart hversu illa ég þekki orðið til á Ísafirði. Ég þekkti ekki nema nokkra tónleikagestanna. Þótt ég hafi verið duglegur að heimsækja Bolungavík á liðnum árum og stundum dvalið þar lengi í einu, hef ég lítil samskipti haft við fólk á Ísafirði og mjög lítið gert af því að spila og syngja þar. Nú bæti ég úr því. Á þessu ári ætla ég að spila trúbadorgigg á Ísafirði og hananú! Ísfirðingar eru nefnilega almennilegt, hresst og einstaklega gestrisið fólk. Tónleikagestirnir á Hótelinu um helgina voru t.a.m. virkilega skemmtilegir.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]