Tilraunavefurinn
sunnudagur, september 20
  Baráttugrein Finnboga
Forsöngvari hljómsveitarinnar The Teachers skrifar í Skessuhorn.
http://www.skessuhorn.is/default.asp?sid_id=21464&tid=2&fre_id=91919&meira=1&Tre_Rod=001|011|&qsr
 
sunnudagur, september 13
  Fullt af Víkurum á ferð í Eyjafirði
Ég hitti eldri borgara frá Vestfjörðum sem voru í Rauða kross ferð hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Í þeim hópi var amma mín. Hún tók sér frí frá skipulögðum ferðum hópsins dagspart og varði honum með okkur í staðinn. Það var virkilega ánægjulegt. Amma gekk með mér um Listigarðinn þar sem hún hafði verið daglegur gestur sumarið 1934. Þá var hún ráðin í vist til að gæta barns á Akureyri, 11 ára gömul. En um vorið kom jarðskjalftinn frægi og fólkið sem hún var í vist hjá óttaðist að kæmi annar skjálfti mynda það ríða húsi þess að fullu og því átti hún að vera úti með barnið allan daginn. Þá var Listigarðurinn oftast fyrir valinu.

Kvöldið áður en hópurinn hélt heim heimsótti ég hann og var með þeim á kvöldvökunni. Þar spilaði kunningi minn úr Mývatnssveit á harmónikku og ég sló á mandólínið með honum. Ég hafði virkilega gaman af því. Í þessum hópi voru nokkrir Bolvíkingar sem ég þekki náttúrulega alla alveg hreint ágætlega. Og fararstjórarnir tveir voru frænkur mínar, Jóna Valgerður og Þrúður.
 
miðvikudagur, september 9
  Hver er Víkarinn?
Þennan Víkara hitti ég í afmælisveislu þar sem ég var að spila í sumar. Hann flutti úr Víkinni fyrir nokkrum árum. Einu sinni kom hann mér og fjölskyldu minni til hjálpar þar sem við vorum í nauðum stödd á fjallvegi. Er ég honum ævinlega þakklátur fyrir þá hjálp og hvernig hann leysti það verk allt saman.

Hann var mjög áberandi og virkur í félagsstörfum í bænum. Auk þess gegndi hann starfi þar sem allir bæjarbúar vissu af honum og þekktu hann undir viðurnefni sem tengdi hann við starfið.

Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, september 6
  Hver er Víkarinn?
Hitti í dag bolvískan skipstjóra; frænda minn; reffilegan fullorðinn karl og eiginkonu hans; hláturmilda og hraustlega konu. Ég man reyndar ekki eftir þessum manni sem skipstjóra. Hann vann við annað seinni ár starfsævinnar. Konuna hans hitti ég oft þar sem hún starfaði. En það er samt eins og mig minni að hún hafi starfað á tveimur stöðum.

Hver eru þessi hjón?
 
laugardagur, september 5
  Selfoss
ÉG kannast við 4 leikmenn í liðinu sem var að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fótboltanum. Hef litla trú á að þeir muni leika stórt hlutverk í úrvalsdeildinni að ári. Tveir þeirra hætta örugglega. Hinir tveir hafa ekki það sem þarf í efstu deild.
 
  Hver er Víkarinn?
Fyrir sigurvegara síðustu getraunar, Magga Má, kemur hér vísbending um Bolvíking sem ég rakst á nú á dögunum.

Hann er eldri en ég og meira að segja eldri en Maggi Már.
Ég hef oft unnið með Halla málara í húsum þar sem þessi maður hefur verið að störfum á sama tíma.
Hann er ekkert skyldur mér og ekki Magga Má heldur, en hann er frændi Einars Pé og hálfur Ísfirðingur, eins og Einar Pé.

HVER ER VÍKARINN?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]